Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Ísls ch. 129

Íslendinga saga 129 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (Ísls ch. 129)

Anonymous SturlungaÍslendinga saga
128129130

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Týsdaginn eftir páskaviku reið Sturla heiman úr Reykjaholti. En er hann kom í Kálfanes var Þorleifur þar fyrir með flokk sinn og hafði hann þar fylkt á melunum við himni að sjá. Sáu þeir Sturla að fylkingin var löng og þunnskipuð er þeir sjá himininn milli mannanna. Þá var leitað um sættir og fór Böðvar í milli. Sturla vildi þá öngva sætt nema sjálfdæmi, kallaðist af sér skyldu reka slyttmæli að sinni. Böðvar bað Sturlu mjög sætta. Var þá svo komið að Sturla harðnaði í ummælum en Þorleifur neitti sjálfdæmi. En Sturla vildi þá öngvan kost annan en þeir Þorleifur legðu vopn sín öll á víðan völl og gengju frá en menn Sturlu skyldu taka öll fyrir sættir en Þorleifur kom sér ekki að því. Gengu þeir þá til hesta sinna og riðu heim til Bæjar og skipaði Þorleifur þar liði sínu til varnar á húsum og um kirkjugarð. Var Þorleifur á húsum þeim er eru í útnorður frá kirkju. Hafði hann þar handboga og Jósteinn glenna austmaður hans. Fyrir austan kirkju var Klængur Bjarnarson úr Brautarholti og Kjalnesingar en fyrir framan Markús Þórðarson og Akurnesingar. Þar var og Ólafur Þórðarson. Nesjamenn voru flestir á húsum. Jörundur hinn mikli úr Hvammi var á forskála milli húsa og kirkju. Sturla bað sína menn ríða eftir þeim. En er þeir sóttu heim að Bæ reið Böðvar hjá Sturlu og leitaði jafnan um sættir. En er Sturla sá viðbúnað á húsunum þá lét Sturla taka Böðvar þar hjá garðinum og fékk menn til að geyma hans, Einar son Jóns Loftssonar heimamann sinn og Þórarin prest Vandráðsson og enn fleiri menn. En Sturla reið heim á bæinn og skipaði sínum mönnum til atgöngu. Gengu sveitungar hans framan að kirkju en Ásgrímur Bergþórsson og þeir Gísli austan. Kolbeinn Sighvatsson var fyrir Reyknesingum og Króksfirðingum og gekk fast að. Vestfirðingar sóttu að húsunum. Þorleifur skaut af handboga og var allskeinuhættur en af Jósteins skotum varð ekki og lét Þorleifur illa að honum. Þórður djákn Símonarson hélt skildi fyrir Þorleifi. Var þar harður bardagi og gekk mest grjót öndverðan bardaga. Það var og snemma fundarins er Eiríkur birkibeinn lagði Mána Ívarsson í gegnum fyrir framan kirkju en svo segja menn að Aron son Halldórs Ragnheiðarsonar gengi fyrstur á húsin. Gengu menn þá eftir honum en þá brast flótti á Nesjamenn. En þó varð enn hörð hríð um stund áður þeir flýðu af húsunum og norður til kirkjugarðsins. Jörundur hinn mikli flýði eigi og var særður til ólífis á forskálanum og varðist alldrengilega. Þórður djákn er skildi hélt fyrir Þorleifi fékk steinshögg og kom á skjöldinn og bar hann að andlitinu og lamdist tanngarðurinn og varð síðan lítið af honum. Var þá flóttinn kominn í kirkjugarðinn. Sá Þorleifur það að eigi var auðvelt að komast í kirkjuna. Sá hann og að þá var um skipt sigrinum. Fór hann þá til kirkju og komst inn lítt sár. Þá flýðu og allir til kirkju þeir er því komu við en svo var þröngt að kirkjunni að eigi komst helmingur inn þeirra er vildu og lá þá valurinn fyrir durum kirkjunnar. En Sturlu menn gengu þá að og lögðu og hjuggu sem þeir komust við. Lést þar þá margt manna en fjöldi varð sár áður Sturla veitti atkvæði að hætta skyldi áverkum við menn. Þessir menn létust þar af Þorleifi: Helgi Jónsson bróðir Bjarnar í Kvíguvogum, Sveinbjörn Styrkársson, Sigurður Tryggvason og Atli. Þessir voru af Rosmhvalanesi: Þórólfur úr Viðey, Guðmundur Bárðarson, Atli af Valdastöðum, Oddleifur úr Hækingsdal, Guðmundur djákn Indriðason. Þessir voru úr Kjós: Þórir Egilsson, Þorbjörn Gunnarsson úr Svínadal. Þessir voru af Akranesi: Sörli Sveinsson, Sigurður Sölvason, Ólafur Böðvarsson, Þorkell Jónsson, Guðlaugur ausuglamur Halldórsson, Már og Oddur úr Leirárgörðum, Sigurður Illugason, Steinþór, Vigfús Þórðarson, Guðlaugur Jónsson af Melum, Skeggi Guðlaugsson af Ási, Þorsteinn Gilsson af Narfastöðum, Gunnar Bárðarson, Máni Ívarsson, Illugi Jóðhildarson, Sölvi háleggur, Eyjólfur Gunnarsson. Þessir af Sturlu: Arnór Bergsson og Koðrán Sörlason. Ögmundur Guðmundarson var særður til ólífis og drukknaði í Hvítá er hann fór heim. Hefir það mælt verið að tuttugu og þrír menn yrðu sárir af Sturlu. Fjöldi manna varð sár af Þorleifi og hinir bestu bændur; Hafurbjörn Styrkársson, Runólfur bróðir hans er síðan var ábóti í Viðey, Jörundur hinn mikli, Koðrán Svarthöfðason. Um myrgininn eftir gengu þeir Þorleifur úr kirkju til griða og seldu allir Sturlu sjálfdæmi. Var þá ráðið að Þorleifur skyldi utan fara og Ólafur Þórðarson og enn fleiri þeir er þar voru. Sturla fór eftir fundinn út á Garða og var þar rænt mörgu. Nær þrem tigum yxna voru þaðan rekin en hundrað geldinga lét hann reka um haustið til Sauðafells. Tekin var og úr Görðum skemma góð og færð út í Geirshólm. Víða var annarstaðar rænt, í Saurbæ og í Hvammi og þar um sveitir. Sturla seldi Reykjaholt í hendur Þorláki Ketilssyni en fór um vorið til Sauðafells og gerði þar bú. Hrafnssonu lét hann fara vestur í fjörðu og tóku við búi sínu.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.