Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Ísls ch. 126

Íslendinga saga 126 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (Ísls ch. 126)

Anonymous SturlungaÍslendinga saga
125126127

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Gissur Þorvaldsson bjó að Reykjum í Ölfusi þau misseri er þeir önduðust Magnús biskup og Guðmundur biskup. Hann gerðist höfðingi mikill, vitur maður og vinsæll. Þá hafði hann átta vetur og tuttugu. Þá var liðið frá hingaðburð vors herra Jesú Kristi tólf hundruð þrír tigir og sjö ár. Hafði Gissur gerst skutilsveinn Hákonar konungs frænda síns þá er hann skorti vetur á tvítugan. Í þenna tíma var svo mikill ofsi Sturlu Sighvatssonar að nær öngvir menn hér á landi héldu sér réttum fyrir honum og svo hafa sumir menn hermt orð hans síðan að hann þóttist allt land hafa undir lagt ef hann gæti Gissur yfir komið. Gissur var meðalmaður á vöxt og allra manna best á sig kominn, vel limaður, snareygður og lágu fast augun og skýrlegur í viðbragði, betur talaður en flestir menn hér á landi, blíðmæltur og mikill rómurinn, engi ákafamaður og þótti jafnan hinn drjúglegsti til ráðagerðar. En þó bar svo oft til þá er hann var við deilur höfðingja eða venslamanna sinna að hann var afskiptalítill og þótti þá eigi víst hverjum hann vildi veita. Hann var frændríkur og flestir hinir bestu bændur fyrir sunnan land og víðar voru vinir hans. Þá var og vel með þeim Snorra Sturlusyni. Ólafur Þórðarson hafði ort drápu um Þorlák biskup um veturinn næsta fyrir andlát Magnúss biskups. Hann fór um föstuna suður í Skálaholt og gaf sér það til erindis að færa drápuna. En hann vildi þó hitta Snorra Sturluson sem hann gerði þá er hann fór sunnan. Var Snorri þá að Reykjum með Gissuri. Sagði hann Ólafi að hann ætlaði eftir páska til Borgarfjarðar og vildi þá að vinir hans kæmu til móts við hann þeir er honum vildu lið veita. Ólafur fór heim að páskum. Á föstunni þá er Ólafur var sunnan kominn kom sá maður til Borgar er kallaðist sendimaður Snorra og leyndu þeir Áskell Ólafsson honum og Ólafur Þórðarson þar í hlöðu nokkurar nætur og töluðu þeir marga hluti um málaferli og ferðir Snorra. En þenna mann hafði sent Sturla Sighvatsson og gerði þessi maður honum kunnigt allt þeirra tal.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.