Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Ísls ch. 124

Íslendinga saga 124 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (Ísls ch. 124)

Anonymous SturlungaÍslendinga saga
123124125

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Þenna vetur hinn sama tók Guðmundur biskup sótt litlu fyrir langaföstu þunga og hljóðlega. Í þeirri sótt lá hann fram um Gregoríusmessu en hana bar á milli imbrudaga. En föstudaginn lét hann Jón prest lærdjúp ólea sig við fullting djákna sinna og annarra lærðra manna þar heima. Eftir það vildi hann það eitt mæla er nauðsyn krafði. Til fás skipaði hann áður hann var óleaður nema skipti bókum með nokkurum klerkum sínum. En miklu áður hafði hann fyrir sagt um leg sitt í stúkunni suður af kirkju á millum presta tveggja er hann hafði þar jarða látið. Hann sagði hvern mann eiga í berri moldu að andast. Nú liðu stundir fram um drottinsdag og dró að um mátt hans stund frá stundu svo að annan myrgin vikunnar sáu þeir er við voru staddir að stundar bið var sem reyndist. En á fjórðu stundu þessa dags andaðist hann og hinum sétta vetri hins átta tigar aldurs síns. Í andlátinu hófu þeir Helgi og Þorkell hann af klæðum á fjöl ösku dreifða og þar á höndum þeim skildist öndin við líkamann. Og þar á fjölinni minntust þeir við hann og báru mikinn harm af því stríði er þeir skildust svo langælega við sinn föður því að þeir höfðu frá barnsaldri af honum þegið föðurlega ást og blíðu. Finnst og varla á voru landi eða víðara sá maður er þokkasælli hafi verið af sínum vinum en þessi hinn blessaði biskup svo sem votta bréf Þóris erkibiskups eða Guttorms erkibiskups eða hins ágæta konungs Hákonar og margra annarra dýrðlegra manna í Noregi að þeir unnu honum sem bróður sínum og báðu hann fulltingis í bænum sem föður sinn. Lík Guðmundar biskups var náttsett þar í stofunni. Hinn þriðja dag var til kirkju borið og skrýtt. Kom þá til Eyjólfur prestur af Völlum og gaf til gull það er hann hafði í gröf. Allir dáðu er sáu þenna líkama og kváðust aldrei séð hafa dauðs manns hold jafn bjart eða þekkilegt sem þetta. Jón prestur söng líksöng en Kolbeinn kaldaljós þakkaði líkferðina og mælti fagurt erindi yfir greftrinum. Þá er lík herra Guðmundar biskups var nú til kirkju borið til graftrar báðu formenn kirkjunnar hringja sem flestum klukkum. Var þá hringt tvennum og skalf mjög kirkjan er hún var gömul. Þá bað Jón prestur hringja öðrum tvennum og var svo gert. Þá fundu þeir mun á að kirkjan var þá fastari en áður. Þá bað hann hringja öllum klukkum og svo var gert. Og hafa svo þeir menn sagt er þar voru við að þá skalf kirkjan ekki og þótti það merkilegur minnilegur hlutur. Og margir merkilegir hlutir urðu á þann dag er biskup var grafinn þótt hér séu eigi ritaðir og hugguðust þeir er hryggir voru. Þetta bænahald var vanur að hafa Guðmundur biskup þá er hann lifði. Hvern morgun er hann vaknaði signdi hann sig fyrst og söng þetta: Adesto Deus unus omnipotens, pater et filius et spiritus sanctus etc., þá Credo in Deum, þá Confiteor, þá bæn þessa Omnipotens sempiterne Deus qui es ternus et unus etc., þá Assidue nobis etc., þá Pater noster og nokkura Davíðssálma, þá Domine exaudi orationem meam og margt annað fleira þótt þess eigi sé hér getið. Vonum hann meðtekið hafa himnaríki og eilífa gleði með öllum heilögum guðs útvöldum mönnum. Amen.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.