Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Ísls ch. 120

Íslendinga saga 120 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (Ísls ch. 120)

Anonymous SturlungaÍslendinga saga
119120121

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Þeir Sturlu menn og þeir Órækja skildu í Tjaldanesi og reið Sturla til þings en þeir Órækja fóru til Stafaholts og dvöldust þar litla hríð áður þeir fóru suður. Fundu þeir þá Sturlu á Bláskógaheiði. Mæltust þeir það við að þeir skyldu finnast að miðju sumri og mundi Sighvatur þá koma að norðan og lúka gerðum upp. Órækja reið austur í Skál að finna föður sinn og síðan aftur á Rangárvöllu og var í Klofa með Þorsteini presti bróður sínum og beið Sturlu og fundust þeir þar sem mælt var. En Sighvatur kom ekki að norðan og varð engi sætt með þeim að sinni. Fóru þeir þá allir samt út í Skálaholt að Þorláksmessu og mataðist Órækja og þeir einir í húsi jafnan þá er Sturla var við. Þeir fóru úr Skálaholti allir samt upp í Laugardal og þaðan vestur á Bláskógaheiði þar til er þeir komu til Hallbjarnarvarðna. Þá segir Órækja að hann vill ríða hinn syðra dal til Stafaholts en Sturla bað hann ríða til Reykjaholts og kallaði margt ótalað. Riðu þá hinn syðra dal sumir menn Órækju, Markús af Melum og þeir feðgar Grímur Þorgilsson og Eyjólfur, Jón Árnason úr Tjaldanesi, en Órækja reið í Reykjaholt og Sturla Þórðarson og Svarthöfði Dufgusson og Egill hagi, Svartur Einarsson, Ásbjörn Sveinbjarnarson, Þorgeir stafsendi og Svertingur Þorleifsson. Þeir Órækja mötuðust í litlustofu um kveldið en um morguninn er þeir gengu frá messu fóru þeir í stofu. Þá var Órækja kallaður í litlustofu og Sturla Þórðarson. Litlu síðar kom Sturla Sighvatsson í stofudyr þær er eru frá litluhúsum og kallaði Sturlu Þórðarson til sín og gengu þeir í loft það er þar var. Tók þá Sturla Sighvatsson til orða: Þér var kunnigt nafni um sætt vora í Dýrafirði. En nú kom faðir minn ekki til. En svo var mælt að Órækja skyldi hafa Stafaholt og búa þar en eg hér og þykir það eigi heillegt að hann sitji svo nær við lítið efni en eg svima í fé Snorra. Er þar nú hnefað um annað ráð að eg ætla að hann skuli fara norður í Skagafjörð og þar utan og mun nú skilja yðart föruneyti. Tók hann þá til sverðsins Kettlings er lá hjá þeim er Sturla Þórðarson hafði í hendi haft. Gengu þeir þá til stofu og í durum komu í móti þeim menn Órækju og voru þá allir flettir vopnum og klæðum. Var þeim þá fylgt í loftið og þar settir menn til gæslu. Þá kom Þorleifur með sveit sína. Hann var í Bæ um nóttina og hafði riðið ofan Flókadal því að hann var og suður þar með Sturlu. Þorleifur var nú settur til að gæta Órækju manna. Sturla reið nú á brott með Órækju upp til jökla og Svertingur með honum einn hans manna. Þeir riðu upp á Arnarvatnsheiði þar til er þeir koma á Hellisfitjar. Þá fara þeir í hellinn Surt og upp á vígið. Lögðu þeir þá hendur á Órækju og kvaddi Sturla til Þorstein langabein að meiða hann. Þeir skoruðu af spjótskafti og gerðu af hæl. Bað Sturla hann þar með ljósta út augun en Þorsteinn lést ekki við það kunna. Var þá tekinn knífur og vafiður og ætlað af meir en þverfingur. Órækja kallaði á Þorlák biskup sér til hjálpar. Hann söng og í meiðslunum bænina Sancta María, mater domini nostri Jesu Christi. Þorsteinn stakk í augun knífinum upp að vafinu. En er því var lokið bað Sturla hann minnast Arnbjargar og gelda hann. Tók hann þá burt annað eistað. Eftir það skipaði Sturla menn til að geyma hans en Svertingur var þar hjá Órækju. En þeir Sturla ríða þá í brott og ofan í Reykjaholt. Lét Sturla þá fara á brott menn Órækju og héldu þeir flestum föngum sínum en hestar Órækju og vopn voru tekin. Þá er þeir Sturla og Svarthöfði komu til Hvítár kom þar á mót þeim Játvarður Guðlaugsson. En er þeir segja honum þessi tíðindi lést hann vilja upp í hellinn að finna Órækju en þeir löttu þess. Hann vildi fara eigi að síður og kallaði sig eigi saka mundu er þar var Þórir jökull móðurbróðir hans. Sturla bað hann skunda aftur af fjallinu og út til Staðar að segja þeim tíðindi slík er hann yrði vís. Arnbjörg var í Stafaholti og sendi Sturla Þórðarson orð að hún skyldi og til Staðar í mót föngum sínum er þar voru komin á skipum þeim er vestan höfðu farið. Reið Svarthöfði þá vestur í Hjarðarholt en þeir Sturla út til Staðar, þaðan til Helgafells að láta skrifta sér og svo á Eyri til Þórðar. En Þórði þóttu skriftir Sturlu of miklar og kvað hann skyldu fara í Skálaholt á fund biskups. Fóru þeir þá til Staðar og var þar komin Arnbjörg og Játvarður og segir hann þau tíðindi í hljóði að Órækja hefði sýn sína og var heill. Hann bað þau ríða mót sér ef þá mættu þeir með nokkuru móti því að Sturla var þá riðinn norður um land. Þau Sturla Þórðarson og Arnbjörg riðu þá suður, Játvarður og Ingjaldur Geirmundarson, Hrafn Einarsson, Ásbjörn Sveinbjarnarson. En er þeir komu í Borgarfjörð var Órækja brott úr hellinum. Hafði hann riðið suður um land við þriðja mann. Riðu þau þá til Skálaholts og kom Órækja þá til móts við þau austan úr Klofa og var hinn hressasti. Allvel tók Magnús biskup við þeim og leysti þá miskunnsamlega. Fékk hann Órækju tíu hundruð vaðmála og lagði það til með honum að hann skyldi utan, sagði að hann mundi öngva uppreist hér fá sinna mála. Riðu þeir Órækja þá ofan á Eyrar og tók hann sér far með Andrési Hrafnssyni. Þá fór utan á Eyrum Magnús sonur Guðmundar gríss. Hann var kosinn til biskups í Skálaholti og Kygri-Björn er Norðlendingar höfðu kjörið til biskups. Maríumessudag er Órækja var á Eyrum sigldi þar af hafi knörr einn lítill og var þar á Kolbeinn ungi og þeir félagar og varð þar fagnafundur með þeim Órækju mágum. Tók Kolbeinn þá við Arnbjörgu systur sinni og fór hún norður með honum. Þeir Sighvatur gáfu honum upp bú sitt og ríki og fór þeim það betur en getið var til þeirra. Órækja fór utan á Eyrum og réð til suðurferðar um veturinn. Hann fann í Danmörku Valdimar konung hinn gamla og orti um hann vísu en konungur gaf honum hest þann er hann reið suður og sunnan. Fóru þeir Kygri-Björn báðir samt suður og sunnan þar til er Björn andaðist. Menn Órækju fóru af Eyrum. Fór Sturla heim á Eyri og var þar um veturinn og þeir þrír saman, Ingjaldur og Hrafn Einarsson. Þenna vetur bjó Ólafur Þórðarson að Borg. Hann hafði þangað fært sig um vorið úr Hvammi að ráði Snorra. Þenna vetur voru þeir allir bræður jafnan að Stað með Böðvari.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.