Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Ísls ch. 119

Íslendinga saga 119 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (Ísls ch. 119)

Anonymous SturlungaÍslendinga saga
118119120

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Sighvatur og synir hans, Sturla og Kolbeinn, Þórður kakali, komu pálmsunnudag í Borgarfjörð með tíu hundruð manna. En er Þórður Sturluson spurði það reið hann í móti þeim og fann Sighvat bróður sinn í Hvítársíðu. Veitti hann Sighvati átölur miklar um það er hann fór að bróður sínum á hátíðum og segir að hann mundi stór gjöld fyrir slíkt taka af guði, gamall maður. Sighvatur tók undir í gamni og með nokkurri svo græð: Hvorgi okkar þarf nú að bregða öðrum elli. Eða hvort gerist þú nú spámaður frændi? Þórður svarar: Engi em eg spámaður en þó mun eg þér verða spámaður. Svo mikill sem þú þykist nú og trúir á þinn mátt og sona þinna þá munu fáir vetur líða áður það mun mælt að þar sé mest eftir sig orðið. Reiður ertu nú frændi, segir Sighvatur, og skal eigi marka reiðs manns mál. Kann vera okkur talist betur í annað sinn þá er við erum báðir í góðu skapi og skal þess að bíða. Reið Þórður þá í brott. Sighvatur reið á Síðumúla en Sturla í Reykjaholt og lét sem hann ætti þar einn allt. Tók hann þar undir sig alla eign Snorra í Borgarfirði. Sturla sendi og menn í Stafaholt og tóku þeir þar mat úr kirkju og báru út föstudag um kropning, kölluðu að kirkja ætti ekki að halda bannsettra manna fé. Sturla lagði og undir sig allt hérað og fann Þorleif úr Görðum og játti hann öllu því er Sturla bauð. Eftir það dreifðu þeir flokkunum og fóru synir Sighvats hinir yngri norður en hann reið vestur í Dali og var í Tungu að Jóreiðar um páska og fór síðan norður. Þá er Snorri spurði að Sturla hafði lagið undir sig hérað allt fór hann brott af Suðurnesjum og suður til búa sinna og þaðan austur í Skál til Orms Svínfellings og var þar um sumarið. Órækja hafði í Æðey skipabúnað mikinn. En er leið að alþingi lét hann bera föng sín öll á skip og fór út eftir Ísafirði með alla sína sveit. Það var orð á að hann mundi halda öllum skipunum suður á Breiðafjörð eða allt á Borgarfjörð hvað sem síðan gerðist að. En er þeir komu vestur fyrir Dýrafjörð sneru þeir inn í Alviðru öllum skipunum nema ein ferja sigldi vestur fyrir er Stokkur var kölluð. Þeir lögðu að eigi fyrr en í Kópavík. Þar var fyrir Jón Halldórsson úr Eyrarhrepp er hálfprestur var kallaður og Auðun skyti úr Ísafirði. Þá lögðust að stormar miklir. Það var einn dag er Órækja hafði róið yfir fjörð til Haukadals að skemmta sér að Jón Ófeigsson hafði farið í Arnarfjörð á Kúlu til Ísleifs frænda síns. Honum fylgdi etjuhundur hvítur er hann átti. En er hann var á Kúlu komu menn Sturlu á Eyri. Var þeim sagt að Jón var á Kúlu. Fóru þeir þá á Kúlu og segir Ísleifur að hann væri eigi þar. Þeir sjá hundinn liggja hjá bænahúsi og kenndu. Þóttust þeir þá vita að hann mundi þar inni. Heitast þeir þá að brjóta húsið. Jón gerði þá vart við sig og sömdu þeir það að þeir hétu Jóni griðum þar til er þeir fyndu Sturlu. Þá fór Jón með þeim út í Otradal á fund Sturlu og tók hann allhart á Jóni. Þó fékk hann grið af bæn manna. Órækju kom njósn í Haukadal og fór hann þá aftur í Alviðru. Gerðist þá kurr mikill í bóndum og voru allmargmæltir og sáttgjarnir. Sturla spurði er hann var í Otradal til manna Órækju í Kópavík og sendi út þangað Þórð Guðmundarson og Eyvind bratt austmann, Sigmund son Skarðs-Snorra, Guðlaug Gilsson, Eirík birkibein, Þóri jökul, Þórð víti, alls fimmtán menn. Þeir komu í víkina svo að hinir sváfu í tjöldum. Hjuggu þeir á þá tjaldið það er þeim var nær. Var þar í Jón hálfprestur og Auðun skyti. Var Jón veginn en Auðun var höggvinn á vangann og kinnina svo að af féll hárið en trautt dreyrði á kinnina. Var þar og höggvinn Styr Hallsson og Þorgils Saurbæingur og Flóka-Finnur. Þeir hjuggu ofan annað tjaldið. Var þar í Dagur hinn mikli bróðir Játvarðar og Þórarinn bolli og Rögnvaldur son Tanna Bjarnasonar og voru þeir allir út dregnir. Vó sá maður að þeim er Gamli hét, förunautur þeirra sjálfra. Eiríkur birkibeinn gaf grið Halli Egilssyni, Eyvindur brattur Árna bratt austmanni, Guðlaugur Ormi hvíta. Tóku þeir þar öll föng þeirra og fóru síðan til Sturlu. Sturla flutti lið sitt yfir Arnarfjörð og hafði hann sunnan haft nær fjóra tigi manna en þá hafði hann meir en hundrað er hann kom í Dýrafjörð. Fóru þá menn milli þeirra Órækju og var fundur lagður á Söndum og grið til seld. Fór Órækja yfir Dýrafjörð með sjö tigi manna en Sturla sat í brekkunni ofan frá Söndum með allt sitt lið. En þeir fundust jafnnær flokkunum með jafnmarga menn. Var þá talað um sættir og þarf þar ekki orð að tína en sættin gekk greiðlega saman. En þær voru málalyktir að Sighvatur skyldi gera og lúka upp að miðju sumri að Keldum. Órækja skyldi fara suður þá þegar með Sturlu og hafa brott úr Vestfjörðum allt sitt. Hann skyldi hafa bú í Stafaholti en Sturla skyldi hafa Reykjaholt og fé Snorra í friði fyrir Órækju. Það var mælt að þá skyldi vel vera með þeim frændum og bíða svo hverjar málalyktir yrðu með þeim Snorra þá er hann væri fundinn. Þá fór Órækja til Alviðru af fundinum og gerði menn til Ísafjarðar eftir föngum sínum og hestum og lét færa suður. En þeir Órækja fóru þá eftir Sturlu til Arnarfjarðar og fundu hann á Eyri. Fóru suður allir saman til Saurbæjar og stillti Sturla svo til að jafnan mötuðust í sínu húsi hvorir.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.