Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Ísls ch. 112

Íslendinga saga 112 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (Ísls ch. 112)

Anonymous SturlungaÍslendinga saga
111112113

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Þetta sama vor um föstu hafði Sighvatur sent norðan Magnús hinn mikla og Odd oremus til Þórðar bróður síns og mælti allvingjarnlega til hans, sagði að hann ætlaði að fardögum í Dali og vildi að þeir fyndust þar og gerðu ráð um hernað þann er Órækja hafði á mönnum þeirra og vinum. Þórður fór af Eyri heiman laugardag í séttu viku sumars sem hann var vanur að fara til vorþings í Þórsnes en hann vildi þá eigi fara til þingsins því að hann vildi fara til móts við Sighvat. Hann fór um kveldið í Fagurey. Hann hafði sveit manna. Kom þar til móts við hann Snorri prestur Narfason og Atli Bassason og enn fleiri bændur. En er þeir voru mettir gengu þeir til svefnhúss og ætluðu niður að leggjast. Þá komu þeir Maga-Björn þar og gengu til stofu. Var þá borinn fyrir þá matur. Þórður lét kalla förunauta sína á tal og sagðist vilja láta drepa þá Björn og Þorkel og vildi að þeir næðu áður prestfundi. Hann sagði að Þórarinn staur son Eldjárns Grímssonar skyldi vega Björn en Þorkell broddur son Vermundar píkar skyldi vega að nafna sínum. Ætluðu þeir þá fyrst að bera að þeim borðið en þá var þeim sagt að þeir voru mettir og farnir til hvílu. Gengu Þórðar menn þá í skála en þeir Björn voru farnir að sofa. Þeir lágu í innanverðum skála báðir í einni hvílu en Jóreiður Konálsdóttir frilla Bjarnar lá í milli þeirra. Þórður tiggi var þá kallaður til föður síns. En svo var til skipað að þeir Þorgils Árnason úr Tjaldanesi og Bárður Snorrason Skarðsprests skyldu taka Björn en Ólafur Sigurðarson, þar bóndi, og Ólafur Hauksson skyldu taka Þorkel. En aðrir förunautar Þórðar önnuðust menn þeirra. Síðan voru þeir leiddir út. Þeir skriftuðust við prest þann er Þorgeir hét og var kallaður Strandasvín. En er þeir voru skriftaðir gekk Þorgeir prestur til Þórðar Sturlusonar og segir honum að Þorkell bar þá hluti á sig að mér þykir hann eigi dræpur. Þórður svarar: Þá er honum eigi líft og skal dæma hann að því og hengja hann síðan. Og svo var gert. Þórarinn staur son Eldjárns Grímssonar vó að Birni og varð hann vel við og mælti fátt. Síðan lét Þórður flytja þá vestur í Gíslasker. Sturla Þórðarson og Hallur úr Tjaldanesi riðu innan úr Saurbæ um nóttina. En er þeir komu út um Krosssund varð Sturla að sofa og lagði höfuðið í kné Halli. En er hann vaknaði mælti hann: Svo dreymdi mig sem faðir minn mun heldur harðlega hafa tekið þeim Birni er þeir komu í Fagurey. En er þeir Sturla komu þannig voru þeir Björn drepnir. Þórður Sturluson fór úr Fagurey inn í Hvamm en Þórður tiggi fór suður til Staðar og Ketill Guðmundarson með honum. En Eiríkur var með Ólafi eftir en Marteinn fór norður til Miðfjarðar. En er Þórður kom í Hvamm var Sighvatur eigi norðan kominn og eigi kom hann á því vori.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.