Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Ísls ch. 110

Íslendinga saga 110 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (Ísls ch. 110)

Anonymous SturlungaÍslendinga saga
109110111

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Um veturinn var sveitardráttur mikill í Vatnsfirði og var Snorri fyrir sveit annarri og urðu margar greinir í með þeim Órækju áður Snorri stökk í brott með Grímu konu sína fyrir jól. Fór hann þá í Aðalvík til föður síns en margir voru vinir hans eftir í Vatnsfirði, Illugi Þorvaldsson frændi hans, og stökk hann brott eftir jól, Snorri Loftsson, Þorsteinn Gunnarsson, Þórður tiggi, Maga-Björn, Gunnlaugur Hrollaugsson og enn fleiri. Snorri Magnússon fylltist upp hins mesta fjandskapar við Órækju og dró í það marga bændur þar í Ísafirði, Hjálmssonu, Atla og Þormóð, og sonu Halldórs Ragnheiðarsonar, Halldór og Aron og Rögnvald, sonu Valgerðar úr Ögri, Teit og Pál, og Þorgrím bratt úr Súðavík og gaf hann upp bæinn til þess í Súðavík að Órækja væri inni brenndur ef hann færi í fjörðu út um vorið. Margir aðrir voru í þessum ráðum með Snorra þótt eigi séu hér nefndir. Illugi Þorvaldsson var vitandi þessa máls og fleiri heimamenn Órækju þeir er mestir voru vinir Snorra. Snorri fór út í Önundarfjörð að finna Guðmund Sigríðarson og vildi koma honum í þetta vandræði og segir honum upp alla þá er í höfðu gengið þetta mál. Guðmundur var vitur maður og frændmargur. Hann bar málið fyrir Steindór prest í Holti og Steingrím tréfót. Tók Guðmundur það upp að margir vissu og þótti eigi örvænt að upp kæmi fyrir því að þá var löng stund til þess er þeir ætluðu að fram skyldi koma en þóttist vita að allir mundu fyrir stórsökum hafðir þeir er vissu með Snorra ef upp kæmi. Var það ráð þeirra að senda Órækju mann og vara hann og segja honum þessa ráðagerð það er þeir vissu af. Enn var í Vatnsfirði sveitardráttur mikill. Var fyrir sveit annarri Filippus Kolbeinsson er átti Vilborgu systur Órækju og Játvarður Guðlaugsson, Þórður Tyrfingsson, Sveinn Hemingsson, Hallur Egilsson og margir aðrir. En í annarri var Maga-Björn og Þorkell Eyvindarson og Skofti Illugason, Þórður tiggi. Órækja var heldur með Filippusi. Það var á föstu er þeir herklæddust hvorirtveggju. En það varð þá til að Skofta hvarf skyrta og fannst á Játvarði Guðlaugssyni. Var það þá af gert að konur hefðu gleymt í þvætti. Aðrir voru í skála en aðrir í stofu. Órækja átti hlut að og sætti þá í því sinni og varð þó engi alvara með þeim. Í vikunni eftir páskaviku fór Órækja heiman úr Vatnsfirði og hafði mikið skip og margt manna á. En er þeir reru út með Mjóvafjarðarnesi kvað Órækja það upp að þar væru sex menn eða sjö þeir er sannir væru að svikræðum við hann um veturinn. En hver synjaði fyrir sig og buðu eiða fyrir og féll það þar niður. Reru þeir þá út fyrir Jökulsfjörðu og voru þeir Hjálmssynir á sjó rónir og flestir þeir er hann þóttist sakir við eiga. Reru þeir þá til Sléttu og lýsti Órækja yfir því að hann ætlaði að Snorra Magnússyni. En þess voru margir ófúsir og báðu sér orlofs að fara eigi. Þeir voru eftir á Sléttu Snorri Loftsson og Þorsteinn Gunnarsson, Þórður tiggi og fleiri aðrir. En Órækja fór til Aðalvíkur og stökk Snorri af bænum og vildi til sjóvar á gnúpinn milli Aðalvíkur og Miðvíkur. Þar mátti ekki ná honum. Hann hljóp á bak húsum í línklæðum einum. Hann var fóthvatur maður. Þeir hljópu eftir honum og buðu honum grið og fékk Hallur Egilsson tekið hann. Órækja kom þá að og bar sakir á hann. Snorri duldi þess ekki og bauð boð fyrir sig en Órækja vildi það ekki heyra, fóru þá með hann heimleiðis. Þá kallaði Órækja Rögnvald Runa-Bjarnarson til að vega að honum og svo gerði hann. Síðan fór Órækja vestur yfir Djúp að þeim er hann bar fjörráð á og þó lét hann önga menn drepa fleiri en hafði sjálfdæmi af mörgum. Hann fór í Bolungarvík og tók Hólsland af Halldóri Ragnheiðarsyni og fór hann út í Otradal en synir hans Aron og Rögnvaldur stukku suður til Staðar til Böðvars. Hann tók og Súðavík af Þorgrími bratt. En Illuga Þorvaldsson lét hann fara suður til Snorra og fékk til föruneytis við hann Sigmund Gunnarsson. Þeir riðu til matar í Hvamm og sögðu víg Snorra þeim bræðrum Ólafi og Sturlu. Sögðu þeir róstusamlegt úr fjörðum og létust eigi vita hve Þórður bróðir þeirra mundi undan setja. Í þenna tíma fór vestan Þóroddur ruggi með sveit sína. Þeir tóku teinæring þann er bestur var í Breiðafirði er Brandagenja hét er Vikar Þorkelsson átti. Þeir fóru í Akureyjar og skyldu færa utan hesta Órækju. Þeir týndust þar allir og svo hestarnir en þessir létust þar: Þóroddur, Loðinn Grímsson, Brandur sléttur og Brandur bróðir Jóns klerks, Úlfur og Hallur.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.