Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Ísls ch. 108

Íslendinga saga 108 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (Ísls ch. 108)

Anonymous SturlungaÍslendinga saga
107108109

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Órækja sneri flokkinum út yfir Rauðamelsheiði og kom í Höfða. Þar bjó sá maður er Fjallgeir hét og synir hans. Þar höfðu þeir mat allir og rændu þó meir en til sex hundraða í öðru, fóru þaðan í Eyjarhrepp og þá í Miklaholtshrepp og fóru með hinni mestu óspekt. Þórður Sturluson hafði sent Þórð son sinn vestur yfir Flóa með sveit sína og hafði hann vestan alla teinæringa þá er voru fyrir vestan Breiðafjörð og þeir höfðu tólfæring mikinn er átti biskup í Skálaholti. Þórður hafði og mörg skip og stór suður þar fyrir og gengu þeir þar á og reru inn yfir fjörð til Akureyjar. Vildi Þórður bíða þar þess er þeir spyrðu til flokksins en synir hans, Sturla og Þórður, fóru vestur til Meðalfellsstrandar eftir liði og fengu þar fjóra tigu manna. Var þar Guðmundur prestur undan Felli. Böðvar Þórðarson hafði tvö hundruð manna að Stað. En er njósn kom til hans um ferðir Órækju reið hann suður með tuttugu menn á njósn. En Órækju menn fóru óðfluga um hreppinn og fundu þeir Böðvar eigi fyrr en sumt liðið Órækju var komið lengra út en þeir og höfðu riðið hið neðra. Fengu þeir þá njósn af ferð Böðvars og gerðu Órækju varan við. En er þeir Böðvar vissu þetta tóku þeir það ráð að ríða til borgar þeirrar er stendur suður frá Hörgsholti er bærinn er við kenndur að Borg. Fóru þeir þar á upp. Órækja reið þannig til með allan flokk sinn en þar mátti ekki atsókn við koma. Fóru menn þá í milli þeirra og leituðu um sættir. Vildi Órækja ekki annað en sjálfdæmi, kallaðist vilja hafa sæmd af því en lést vera ekki fésjúkur. Áttu menn þá hlut að við Böðvar að hann skyldi að þessu ganga sem Órækja bauð. Hét og Órækja því að Böðvar skyldi miklu ráða um sættir með þeim Þórði. En Böðvar var góðgjarn og gekk hann til festu við þenna skildaga. Og reið hann síðan norður yfir heiði og fann föður sinn í Akurey og fýsti hann mjög sætta og segir að Órækja mundi allgóður drengur af verða ef undir hann væri lagt. En Þórður segir að hann mundi enga drengskaparraun af því hafa að gera um mál hans því að hann lést honum aldrei mundu sjálfdæmi selja en bað sonu sína fara með sínu máli sem þeir vildu. Órækja reið með flokkinn norður Kerlingarskarð og kom í Bjarnarhöfn í foraðsveðri og tóku bæinn og alla menn þá er heima voru og eltu lömb úr fjalli er bændur áttu og þeir höfðu þangað rekið og höfðu það til matar. Ólafur sendi Orm Starkaðarson ráðamann sinn með teinæring á njósn til Bjarnarhafnar og vita hvað títt væri um fjölmenni Órækju eða aðra hluti. En er þeir Órækja sáu skipið fóru þeir til sjóvar og kölluðu á þá. Þá reru þeir Ormur til tals við þá Órækju. Þá segja þeir Órækju menn að Ormur væri giftusamlegur maður og slíkir væru líkastir til að koma sættum á með þeim frændum. En Ormi þótti gott lofið þótt hann væri manna ólíklegastur til, bað sína menn róa að landi og kvaðst eiga vilja tal við Órækju. En er þeir gengu á land voru þeir teknir allir og flettir en Órækju menn reru inn í eyjar og til rána og tóku skipið. Böðvar bað Ólaf að hann skyldi finna Órækju og sagði hann hafa heitið sér vingan ef þeir sættust. Kom þá svo að þeir Ólafur fóru til Bjarnarhafnar og seldi Ólafur Órækju sjálfdæmi en hann gaf upp allt málið og hét vináttu á mót. Skildust þeir með hinum mestum vinmælum. Sneri Órækja þá flokki sínum inn eftir Skógaströnd og svo heim vestur. Þá er hann var á Reykjahólum lét hann flytja hesta marga í Akureyjar er Þórður Sturluson átti og bað ekki lofs að. Hann hafði og gert bú á Hólum þá er hitt var upp tekið og ræntan Þorgrím að Miðhúsum fimm hundruðum sauða. En Oddur oremus mágur Þorgríms fór þá norður til Sighvats með börn sín Einar og Ingiríði. Síðan fór Órækja vestur heim. Var þá Snorri Magnússon með honum. Skyldi hann þá vera heimamaður í Vatnsfirði. En er þeir komu heim vestur lét Órækja afla til búsins og heldur harkasamlega. Þá er Ólafur Þórðarson kom heim í Bjarnarhöfn þóttu honum kæld kynni. Var spillt öllum heyjum og borin út, eytt upp sumarbúinu og spillt öllum húsum. Tók hann það ráð að hann færði búið inn í Hvamm. Þar höfðu verið um sumarið sjö kýr en þar taða mikil. Þórður tiggi fór fyrst inn í Hvamm með Ólafi og reið síðan vestur í Vatnsfjörð og tók Órækja allvel við honum og vildi ekki annað en hann væri þar um veturinn og það var og var Órækja allvel til hans. En Þórður gerði sér við engan mann kærra en við Snorra Magnússon.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.