Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Ísls ch. 101

Íslendinga saga 101 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (Ísls ch. 101)

Anonymous SturlungaÍslendinga saga
100101102

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Eftir þetta sendir Kolbeinn Einar son Glúms Ormssonar frænda sinn vestur til Vatnsfjarðar og bað Órækju koma norður þangað sem skjótast með sveit manna. Nokkuru síðar sendi hann Hildibrand Grímsson að sama erindi og fann hann Órækju í Hrútafirði. Hafði hann á þriðja tigi manna. Fór hann þar til er hann kom á Flugumýri. Tók Kolbeinn allvel við honum. En eftir tal þeirra Jóns og Einars reið Kolbeinn á Miklabæ og bar fjörráðasakir á Kálf eftir því sem hann kvað Jón segja. Kálfur kallaði það ekki fjörráð þótt menn væru vinir Sighvats. En það samdist með því að Kálfur skyldi skyldur ferða allra með Kolbeini þeirra er fer Illugi Ásgrímsson, Hallur í Glaumbæ, Önundur Þorgrímsson, Þorsteinn Hjálmsson. En er Órækja kom norður safnar Kolbeinn þegar mönnum og hafa þeir á þriðja hundraði og ætla að Sighvati. Kolbeinn sendir menn á Miklabæ og beiðir Kálf ferðarinnar og í annað sinn er hann reið upp fyrir Miklabæ sendi hann menn til Kálfs og bað hann fara, sagði að þar var Hallur og Önundur. En Kálfur vildi eigi fara. Þeir Kolbeinn riðu norður til Þverbrekku. Þá spurðu þeir að njósn var komin Sighvati, sú er gert hafði Styrmir mágur hans úr Bjarnastaðahlíð og hét sá maður Eiríkur greifi. Sýndist þeim Kolbeini þá aftur að hverfa. Fóru þá bændur heim. Kolbeinn og Órækja gera nú ráð sín og er það þeirra ráð að þeir nefna til fylgdarmenn sína að fara að Kálfi og taka hann af lífi og Guttorm son hans. Var þar hinn fyrsti maður af Kolbeins mönnum Þórálfur Bjarnason, annar Guðmundur Ásbjarnarson, Þórður þumli Halldórsson, Sigurður Eldjárnsson, Símon Óttarsson, Einar Glúmsson, Hildibrandur Grímsson, Einar skálphæna, Ófeigur Bjarnarson. En af Órækju mönnum Jón Ófeigsson, Þórður Tyrfingsson, Sigmundur Gunnarsson, Játvarður Guðlaugsson, Svartur Grímsson, Bútur Þórðarson. Þeir komu á Miklabæ um miðmundaskeið miðs dags og nóns. Og áður þeir komu spurði Ósk húsfreyja hvort Kálfur vildi eta hvítan mat eða þurran. Kálfur svarar: Nú skal í dag segjast í þing með hinum helga Pétri postula. Valtir verða þeir oss nú þessa heims höfðingjarnir. Þetta var hinn næsta dag fyrir Pétursmessu um veturinn og bar þá Pétursmessu á miðvikudag hinn fyrra í níuviknaföstu. Þeir feðgar voru í litlustofu og höfðu látið skafa krúnur og raka sér. Var Kálfur akolitus en Guttormur sonur hans djákn. Guðmundur Ásbjarnarson gekk fyrstur inn og fagnaði Ósk honum en hann varð fár um. Þá var sagt í litlustofuna að Kálfur var út kallaður. Hann spurði hver hann kallaði út. Þeir sögðu það Kolbeins ráð. Kálfur gekk þá fram úr litlustofunni og báðir þeir feðgar og vildi hann taka öxi sína og skinnfeld er lá í rúmi hans í almannastofunni. Kolbeins menn voru þá komnir í stofuna og kváðu hann ekki öxi þurfa og segja að þeim báðum feðgum var líflát ætlað. Kálfur spurði hvort þar væri Styrmir Grímsson eða Kleppjárn Hallsson. Þeir sögðu þá ekki þar vera. Þá vænti eg, sagði hann, að engir menn séu þeir hér komnir að miklar sakir eigi við mig en þó viljum vér prestsfund hafa. Þorsteinn prestur Reykjarhóll skriftaði þeim báðum feðgum og gaf þeim þjónustu. Eftir það voru þeir út leiddir og tók Kálfur róðukross úr hendi presti og hafði í hendi sér er hann gekk út. Og er þeir komu millum kirkjugarðs og útibúrs þá setti Kálfur niður krossinn við kirkjugarðinn og lagðist þar niður fyrir. Þórálfur mælti: Ekki hyggur þú nú að Kálfur hvað þú gerir. Ver eigi svo nær krossinum að blóðið hrjóti á hann. Kálfur sagði: Vant gerið þér mér nú og lagðist niður firr meir krossinum. Bútur Þórðarson hjó hann. Síðan gekk Guttormur til þegjandi og lagðist niður hjá föður sínum. Bútur hjó hann. Eftir það riðu þeir brott og heim á Flugumýri en heimamenn unnu líkum og voru færð til Hóla og er það mál manna að Kálfur Guttormsson hafi mestur bóndi verið fyrir norðan land þann tíma er hann var uppi. Eftir víg þeirra Kálfs og Guttorms feðga riðu þeir Kolbeinn og Órækja suður í Reykjaholt með átjánda mann að sækja ráð að Snorra og leituðu eftir hvert liðsinni þeir skyldu þar eiga. Snorri kvaðst eigi vanur vera að eiga hlut að héraðsdeildum en lést mundu ríða til alþingis og veita þeim þar slíkt er þeim öllum væri sæmd að. Eftir það ríða þeir norður aftur og er þeir koma í sveitir Kolbeins kvöddu þeir bændur að fara í setur í Skagafirði og skyldu bændur sjálfir fæða sig. Svo var gert og voru oftast þrennar setur.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.