Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Ísls ch. 100

Íslendinga saga 100 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (Ísls ch. 100)

Anonymous SturlungaÍslendinga saga
99100101

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Kolbeinn ungi bjó nú á Flugumýri. Hann var höfðingi mikill og hafði mikla sveit um sig röskra manna. Með þeim Sighvati var þá rénan mikil vináttunnar og voru þeir margir er verr gengu á milli en skyldi. Hljópu þeir til Kolbeins er óspektir gerðu í Eyjafirði en hinir til Sighvats er vestur gerðu óspektir í sveitum Kolbeins. Í þann tíma voru í Skagafirði margir stórbændur og voru flestir vinir Sighvats: Kálfur Guttormsson á Miklabæ, Hallur í Glaumbæ, Illugi að Barði, Björn í Ási, Jón Markússon á Hjaltastöðum. Hann var þá prestur, vitur maður og farinn vel. Einar hét maður skálphæna. Hann var þar sveitarmaður og lét til allra manna vel, hafði verið vin biskups og flestra mótstöðumanna hans. Þenna vetur fór orðasveimur mikill milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar. Það var eitt sinn á Flugumýri að Einar skálphæna kom að máli við Kolbein og sagði að hann kynni segja honum þá hluti er honum var munur undir að vita. Kolbeinn spurði hvað það var. Það er ótrúnaður sá er bændur höfðu til hans þar í héraði ef hann ætti málum að skipta við Sighvat. Kolbeinn blótaði og sagði hann ljúga. Einar svarar: Hér má gera raun til. Jón Markússon sagði mér svo að þeir Kálfur Guttormsson og Önundur Þorgrímsson hafa bundist í því að draga bændur undan þér ef Sighvatur kemur í hérað og þurfir þú manna við. En eg mun senda orð Jóni Markússyni og inna upp fyrir honum svo að þú heyrir ef þú ert í nokkurum leyndum stað. Þessu játar Kolbeinn og er svo gert ráð að Einar skal senda eftir Jóni og skulu þeir talast við í litlustofu en Kolbeinn skal vera í kjallaranum undir niðri og heyra tal þeirra. Sendir nú Einar eftir Jóni en er hann fer í garð ríða fylgdarmenn Kolbeins úr garði. Ísar Pálsson reið með vopn Kolbeins og klæði. En er Jón kom gengu þeir Einar í litlustofu. Innti Einar þá upp en Jón sannaði. Þótti Jóni Einar of hámæltur og mælti þó engu skörulega í mót því er Einar innti. Menn Kolbeins sneru þegar aftur er Jón var genginn í stofuna og stóðu þá fyrir stofudyrum. Kolbeinn hljóp þá upp úr kjallaranum með blóti og kvað Jón þess verðan að hann væri drepinn. Hljópu fylgdarmenn hans þá í stofuna. Naut Jón þess í það sinn er hann komst heill í brott er hann var prestur.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.