Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Ísls ch. 99

Íslendinga saga 99 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (Ísls ch. 99)

Anonymous SturlungaÍslendinga saga
9899100

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Ásgrímur Bergþórsson bjó þá á Breiðabólstað í Steingrímsfirði. Hann var vin og frændi Órækju. Maður hét Otkell. Hann var Bjarnason Þórissonar er búið hafði að Hausthúsum í Eyjarhrepp. Otkell var reikunarmaður, fór með konu og bar keröld af Ströndum til sölu. Hann kom til Ásgríms og færði honum bréf. Hann sagðist kominn úr Ísafirði og utan úr fjörðum og sagði Odd Álason hafa fengið sér bréfið og Þórdísi Snorradóttur. Ásgrímur leit á bréfið og var þar á kveðjusending til Ásgríms, þeirra Odds og Þórdísar, en það var ummál á bréfinu að þau öll saman skyldu geyma ríkis Sturlu með ráði Sighvats og setjast að Órækju, þau vestan en hann norðan svo að hann kæmi engu fram, sögðu sér ekki fyrir að hafa hann uppi ef þau geymdu til. Þenna sama tíma komu til Ásgríms heimamenn Órækju, Gunnlaugur Hrollaugsson og Bútur Þórðarson, og fékk Ásgrímur þeim bréfið og færðu þeir Órækju. En er hann sá bréf þetta virðist honum það bréf fjörráð við sig og bar þetta fyrir vini sína og trúnaðarmenn. En með Ísfirðingum og Útfjarðamönnum var forn óþokki og lögðu þeir flestir þungt til þeirra mála er í trúnaði voru hafðir. Eftir þetta lagði Órækja fund við Grunnvíkinga og réðu þeir þá aðför við Odd. Skyldu hvorir hafa hálfan fimmta tug manna. Fór Órækja Glámu en hinir Hestfjarðarheiði. Þeir fundust í Arnarfirði inn frá Eyri og fóru heim á bæinn fyrir dag. Það var geisladagsmorgun. Þeir tóku bæinn því að hurðir allar voru læstar. En er menn urðu varir við ófriðinn gengu þeir til dura og spurðu hverjir úti væru. Þeir sögðu að Órækja var þar og Grunnvíkingar. Oddur trúði eigi að Órækja væri þar. Þeir báru eld að húsum en þá var fylgt konum og börnum til kirkju. Högni Halldórsson eggjaði útgöngu því að það var mart röskra manna fyrir, Oddur og Högni, Sanda-Bárður, Börkur Bjarnason, Magnús Gíslason, Hallbjörn Kalason og margir aðrir. Oddur varð allrösklega við. Þeir Oddur gengu til þeirra dyra er voru á bak húsum úr eldhúsi til baðstofu og þröngt sund fyrir úti. Þar voru fimm menn í sundinu en sumir á húsunum. Hallbjörn Kalason hljóp fyrstur út. Hann drap sér upp í dyrunum og hraut stálhúfan af höfði honum. Var hann þegar hogginn banahögg. Þá gekk Högni út og hafði sverð í hendi. Hann lagði til Þorbjarnar merar og var það banasár. Síðan hjó hann á öxl Þorbirni svo að sá lungun. Þá gekk Oddur út og hjó til Þorbjarnar Jónssonar. Kom í höfuðið fyrir framan eyru, allmikið sár. Þorbjörn var í þófastakki þeim er sverðin þeirra bitu ekki þótt þeir breiddu á tré. Þann hjó Högni í sundur bak og fyrir. Börkur Bjarnason gekk þá út, þá Sanda-Bárður, þá Sveinbjörn frændi þeirra. Átta gengu þeir út. Magnús Gíslason veitti banasár fyrir aftan eyra Þorbirni Jónssyni. Allir menn hljópu úr sundinu fyrir Högna en þó var lagið af húsunum til þeirra og höggið. Varð Oddur þá sár mjög er margir sóttu hann og hörfaði hann þá inn í húsin. En Maga-Björn hljóp þá í sundið til Högna og hjó Högni til hans og sá Björn það eitt sitt efni að renna á Högna og var það ofurefli flestum mönnum. Og nú hljópu fimm menn í sundið og varð Högni þá handtekinn og gaf Björn honum grið og það samþykkti Órækja. Gengu þeir á völlinn og settust niður. Voru mönnum þá grið gefin. Þá kom maður úr húsunum og sagði að Oddur var sár til ólífis. En er Högni heyrði hljóp hann upp og hjó til þess manns er Sighvatur slappi hét og særði hann á lendum mikið sár og hjó í sundur bróklindann. Sighvatur vildi hefna sín en brækurnar féllu ofan um hann. Högni var þá enn tekinn og hjó hann áður til beggja handa. Kom þá Órækja til og bað drepa hann. Guðmundur kvíagymbill vó að honum. Eftir það fóru Órækju menn að slökkva eldinn. Voru þá öllum mönnum grið fengin og fóru menn inn en heimamenn sátu yfir Oddi og var hann huslaður og óleaður. Um daginn eftir mat var það borið í eyru Órækju af hans mönnum að Oddur væri minnur sár en látið var og sendi hann þá til Svein, ísfirskan mann, og lét vega hann og mæltist það illa fyrir. Órækja fór brott af Eyri eftir þessi tíðindi og heim til Vatnsfjarðar. Það er flestra manna sögn að Magnús prestur og Grunnvíkingar hafi látið gera bréf það er kom til Ásgríms.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.