Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Ísls ch. 90

Íslendinga saga 90 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (Ísls ch. 90)

Anonymous SturlungaÍslendinga saga
899091

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Þá er þeir bræður vissu að eigi var friðar von og þeir voru allir skriftaðir skipuðust þeir til varnar því að þeir vildu með öngu móti upp gefast, sögðu að þá væri lítið til frásagnar. Þórður Þorvaldsson og Þórður Heinreksson vörðu þann hlut garðs er fallið hafði og næst þeim Sturlu var. Var þaðan hægst að að sækja en óhægast að verja. Í þann hluta garðsins er til hægri handar þeim Þórði var er fram vissi til Bæjar voru þeir Þormóður Hjálmsson og Þorkell Magnússon. En í þann hluta garðsins er til árinnar var voru þeir Snorri Þorvaldsson og Snorri Loftsson. Var þar óhægst atsókn við að koma. En þann hluta er til Hundadals vissi vörðu þeir Þorsteinn Gellisson og Atli Hjálmsson. En er Hörðdælir riðu neðan með ánni tók Snorri Þorvaldsson til orða: Hví sækið þér nú eigi að? Vér bíðum nú búnir. Þarf ekki að þyrma oss lengur með þessu móti. En ef þér bíðið þeirra er hér fara neðan með ánni þá mun það sannast er mælt er að Sturla þori lítt að hætta á jafnaðarfundi við oss. Sturla svarar brosandi: Þess mun eg njóta nú að eg hefi vald meira en þér. En svo líst mér á þá menn er þar eru í garðinum sem eg hafi þá marga í mínum flokki er standa mættu jafnfætis við yður þótt eigi sé brekkumunur. En hins vil eg gæta að vér fáum ekki mein af yður. En eg ætla mér þó að kjósa af yðru liði þá er eg þykist mestar sakir við eiga. Snorri kvað það eigi víst. Þá kom Lauga-Snorri og Hörðdælir. Skipaði Sturla þá til atgöngu og lét brjóta upp grjót á hólinum þar er þeir stóðu á. Skyldi Lauga-Snorri og sveit með honum ganga þar að garðinum er þeir Þórðarnir voru fyrir. Þórður Guðmundarson og sveit með honum skyldi þar að ganga er Þormóður Hjálmsson var fyrir. Halldór frá Kvennabrekku og Hörðdælir gengu þar að er Snorrarnir voru fyrir. Eiríkur birkibeinn og sveit með honum gekk þar að er þeir Atli voru fyrir. Þorkell prestur og menn með honum gættu þeirra er haldnir voru. Sturla og nokkurir menn með honum gengu hjá og skipaði hann þar til er honum þótti þurfa. Skagi hvíti austmaður var með Sturlu. Hann hafði handboga og bað Sturla hann skjóta að þeim í garðinn. Hann gerði svo að hann skaut tveim örum eða þremur í garðinn og geigaði það allt. Hann var þó bog maður mikill. Sturla drap bogann úr hendi honum og kvað eigi gagns von að fýlu þeirri. Nú var gengið öllum megin að garðinum og sótt með grjóti en ekki gengu þeir svo nær að vopnin tækju saman. Var það og óvíða garðsins er vopnum mætti sækja. Sturla gekk um hið ytra og tók upp stein. Hann kastaði allra manna best steini og var hæfinn. Hann mælti þá: Svo þætti mér ef eg vildi kasta steini sem eg mundi kjósa heldur en þér hvar á skyldi koma en eigi skal eg það nú reyna og lét falla niður steininn. Þá mælti Snorri Þorvaldsson: Hví sækið þér Sturla ekki að? Og ætla eg að Dala-Freyr sanni nú nafn sitt og standi ekki nær. Rögnvaldur Illugason svarar: Ekki þarftu svo að eggja. Vera má að þó vinni yður að fullu. Er það maklegra að vér eigumst við. Hallur Arason mælti þá til Snorra: Við erum hér menn yngstir og megum við reyna með okkur ef þú vilt. Það vildi eg gjarna, segir Snorri, ef yður mætti til nokkurs trúa. En nú er það reynt að yður má til engis trúa. Svikuð þér nú einn vorn mann úr garðinum og náði sá eigi aftur að fara til vor. Snorri tók upp stein og reiddi. Hann mælti: Sjá nú við Hallur. En hann sendi Rögnvaldi stein þann og féll hann við höggið. Laut þar einn, segir Snorri, og er eigi öðrum að firr. Nú hertu þeir atgöngu að garðinum er gildastir voru. Atli Hjálmsson lagði til Halldórs Jónssonar og kom í brynjuna og varð hann ekki sár. Þá kallaði Sturla: Drengið að þeim fast. Gerði Halldór þá atgöngu ofan að garðinum þar er helst mátti vopnum við koma hjá Lauga-Snorra. Leituðu þeir Þórður þá inn frá garðinum þaðan sem þeir höfðu áður staðið í fyrstu svo að eigi mátti að komast. Lét Þórður svífa með garðinum þar sem þeir sóttu að Þórður Guðmundarson og Eiríkur birkibeinn. Í þessi svipan var Guðmundur skáld sleginn steinshögg svo að hann féll og fótunum kastaði fram yfir höfuðið. Menn vildu til hans taka. Sturla mælti: Látum hann vera kyrran. Ekki mun hann saka. Svo fer hann á hverjum fundi og skellti upp og hló. Hann mælti: Sækið þér að fast. Þá var svo mikill grjótburður í garðinn að þeir gátu eigi hlíft sér við. Féll þá Þórður Þorvaldsson tveimur sinnum við heysendann fyrir grjóti og stóð seint upp hið síðara sinn. Þá var svo komið að þeir er fyrir utan stóðu garðinn höfðu buklarana á garðinum og lögðu þaðan undan með spjótum. Þá kallaði Þórður Þorvaldsson á Halldór Jónsson og Illugasonu að þeir skyldu leita um grið og sættir fyrir hans hönd við Sturlu. Halldór spurði hvert efni hann gæfi til þess. Eg vil bjóða utanferð mína, segir Þórður, og suðurgöngu báðum okkur til hjálpar. Eg vil gefa í hans vald ríki mitt og sjálfan mig þar til er eg fer utan. Mun eg sverja að halda þetta allt. Þá gengu þeir Halldór til móts við Sturlu og segja honum boð þessi. Áttu þá margir menn hlut að og sögðu að gott var að heyra af slíkum drengjum áheyrileg boð. Var þá ekki sótt að garðinum meðan. Þá mælti Þórður Guðmundarson: Vel er boðið en ekki munu þeir af halda ef þeir fá nokkurn kost annan en deyja. Er þeim nú og meir til vorkunnar að virða en fyrr. Sturla lagði ekki til meðan þeim var tíðast að tala um boðin og var heldur áhyggjusamlegur. Síðan mælti hann til Halldórs: Fyrir hvað skal eg þetta hafa? sagði Halldór. Fyrir það, sagði Sturla, að ekki þarf griða að biðja því að engi munu fást. Og sækið að fast. Ekki munum vér að sækja, sagði Halldór, og eru mennirnir mjög unnir nú. Verða munu þó aðrir til, segir Sturla, þó að þér gangist hugur við orð þeirra. Gerði Sturla sig þá reiðan. En Halldór segir Þórði að engi var kostur griða. Já, já, sagði Þórður, eigi skal upp gefast að heldur. Sóttu þá sumir menn að slælegar en fyrr enda voru þeir þá miður færir til varnar en fyrri. Voru Hjálmssynir þá þar komnir er þeir voru nokkuru ómóðari. Bauð Þormóður sig þar jafnan fram er mannraun var mest og atsókn var hörðust. Þá varð enn hvíld á nokkur. Þá mælti Þórður Þorvaldsson: Gætum vér buklara vorra og bregðum eigi við lögum eða höggum þeim er oss eru eigi hættleg. Búið vér þurfum enn hlífanna. Þá kom Þórir Ármóðsson til garðsins. Þá mælti Sturla: Seinn varstu Þórir svefn og sannaðir nafn þitt. Þykir þér svo vera bóndi? segir Þórir. Svo er víst, segir Sturla, gakk nú að fast, segir Sturla. Þórir hljóp þá að garðinum og lagði til Þorkels Magnússonar í handlegginn og varð það mikið sár. Ekki gerði Þórir þar fleira á þeim fundi. Þá var enn um leitað ef Sturla vildi nokkurar sættir taka en það tjóaði ekki. Eggjaði Sturla þá mjög atsóknar. Þormóður Hjálmsson lagði til Þórðar Guðmundarsonar svo að brynjan sprakk fyrir og varð hann sár svo að stóð í beini. Var þá vörn hin harðasta. Þá kemur steinshögg í andlit Þóroddi Márssyni og töluðu menn um að hann væri mjög sár. Hann svarar: Eigi er sem vér sýnum hamföngin á oss þótt í andlitinu blæði. Þá fékk Hermundur Hermundarson og steinshögg á mjöðmina er hann vildi hlaupa á garðinn upp og rasaði hann ofan aftur. Snorri Þorvaldsson veitti honum það slag. Hermundur var þá ungur og heimamaður að Kvennabrekku. Í þessi svipan fékk Þórður Þorvaldsson steinshögg á stálhúfuna svo að inn gekk á hausinn. Féll hann þá við og er hann stóð upp varð lítið af vörninni hans. Rétti hann þá spjótskaftið út yfir garðinn þar er þeir Halldór og Lauga-Snorri voru fyrir. Gaf hann þá upp vörnina og seldi af höndum vopnin. Þórður Heinreksson gekk út eftir honum og gaf upp sín vopn. En Þormóður og þeir aðrir héldu þá enn vörninni. Halldór gekk þá enn til Sturlu og beiddi Vatnsfirðingum griða. Sturla kvað ekki þurfa þeim bræðrum griða að biðja en aðra menn sagði hann grið skyldu hafa. Halldór segir þá Þórði hvers af var kostur. Eftir það gáfu þeir upp vörnina í garðinum og seldu af höndum vopnin allir nema Snorri Þorvaldsson. Hann lét sér mjög ógetið að er þeir gáfust upp. Sturla lét kalla til sín Þormóð valsk og Hermund Hermundarson og talaði við þá hljótt. Hermundur gekk frá þegjandi en Þormóður bað hann fá til annan mann að vega að Þórði. En Sturla kvað honum eigi hlýða skyldu í móti að mæla og kvað hann eigi glöggt muna bringusárið er hann fékk í Sauðafellsferð, tók þá til buklarans og reiddi. Þeir er hjá voru báðu Þormóð eigi í móti mæla því er Sturla vildi. Gekk Sturla þá ofan að garðinum og gengu menn til griða, þeir er þess var kostur. Snorri Þorvaldsson settist á hornið garðsins með vopnum sínum. Þá gekk Hermundur að og sveiflaði til hans með öxi og kom á knéið svo að nær tók af fótinn. Hann hrataði af garðinum og kom niður standandi og varð undir honum sá hlutur fótarins er af var högginn. Hann þreifaði þá til stúfsins og leit til og brosti við og mælti: Hvar er nú fóturinn minn? Þórður bróðir hans sá til og mælti til Þórðar Heinrekssonar: Gakk þú til sveinsins og ver í hjá honum. Hann blés við og fór eigi. Halldór mælti í því er Hermundur hjó: Illt högg og ómannlegt. Sturla svaraði: Það var gott högg og drengilegt. Sturla bað Þórð þá niður leggjast. Hann gerði svo og signdi sig. Og í því er hann lagðist niður hjó Þormóður um þverar herðar honum og varð það mikið sár. Sturla mælti: Högg þú annað. Hann gerði svo og kom það utan á hálsinn. Sturla mælti: Högg þú hið þriðja og er illa unnið að góðum dreng. Eiríkur birkibeinn þreifaði í sárið og mælti: Eigi þarf nú meira við. Að fullu mun þetta vinna. Snorri bróðir hans sá á þessa atburði og brá sér ekki við. Þar stóð alþýða í hjá er Þórður var veginn. Hermundur snaraði þá fyrir garðshornið með reidda öxi og þar að er Snorri sat. Hann brá upp hendinni og mælti: Högg þú mig eigi. Eg vil tala nokkuð áður. Hermundur hafði hið sama riðið og hjó á hálsinn svo að nær tók af höfuðið svo að eigi hélt meira en reipshaldi. Annarri hendi hjó hann til. Eftir það var búið um líkin. Þá mælti Sturla við Grím er bjó í Snóksdal að hann skyldi taka við líkum þeirra bræðra. En hann taldist undan og kvaðst vera myrkfælinn. Sturla kvað hann vera auvirðsmann að meira. Halldór frá Kvennabrekku bað Sturlu eigi hrekja hann fyrir þetta og mun eg flytja líkin til mín. Ger það sama, segir Sturla, því að þú munt skjótt kalla þá helga. Stíga þeir Sturla þá á bak og riðu heim en Halldór flutti líkin með sér. Ísfirðingar riðu til Hundadals og í Bæ og til Hamraenda um kveldið. Þá er þeir Sturla riðu heim hjá virki var talað um hversu Snorra mundu líka víg þessi eða hvort hann mundi yrkja um. Sturla bað Guðmund að minnast vísna þeirra er Reykhyltingar höfðu ort um Sauðafellsferð. Þá kvað Guðmundur vísu þessa: En er Sturla kom heim gekk hann til stofu og festu menn upp vopn sín. Spurðu menn þá tíðinda. En er sögð voru kvað Solveig Vatnsfirðinga þá vita mundu hverja grimmd þeir höfðu sýnt þar í heimsókninni. Þá kvað Guðmundur þetta: Síðan gengu þeir Sturla til kirkju og voru teknir úr banni. Fóru menn síðan heim. Ísfirðingar fóru vestur og voru mjög þrekaðir af grjóti og undu þeir illa við sína ferð sem von var að. Hallbjörn Kalason fór heim í Reykjaholt og segir Snorra tíðindin. Honum rann mjög í skap þessi atburður. Arf og bætur eftir þá bræður átti að taka Einar bróðir þeirra en dótturson Snorra en Illugi var aðili, bróðir þeirra. Sturla sendi orð til Snorra og bauð honum sættir en beiddist griða í mót. Snorri seldi grið fyrir sig og erfingja þeirra bræðra en ekki lést hann mundu sættir taka til handa Vestfirðingum fyrri en hann vissi skap þeirra. Illugi Þorvaldsson fór suður til Snorra þegar hann spurði víg bræðra sinna og tók Snorri við honum. Allir stakkgarðsmenn viku sínu máli undir forsjá Snorra til sætta en Þórdís tók við búi í Vatnsfirði að ráði föður síns. Snorri lagði gott til um sættir með þeim því að hann vildi eigi missa liðveislu Sturlu á þingi um sumarið í málum þeirra Kolbeins unga. Þetta vor fór Klængur Bjarnarson braut úr Reykjaholti með sveit sína. Gerði hann þá bú á Völlum er Snorri hafði goldið honum. Réðst þá suður með honum Vigfús Kálfsson og Tanni Finnbogason og enn fleiri sveitungar hans.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.