Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Ísls ch. 89

Íslendinga saga 89 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (Ísls ch. 89)

Anonymous SturlungaÍslendinga saga
888990

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Þorvaldssynir fóru vestan á langaföstu og átu dagverð á Staðarhóli sunnudag hinn næsta eftir sæludagaviku og riðu um kveldið í Hjarðarholt. Þar bjó þá Torfi prestur Guðmundarson. Hann sendi þegar um nóttina Magnús Kollsson til Sauðafells að segja Sturlu um ferðir þeirra bræðra sem hann hafði mælt. Torfi prestur bað þess að þeir bræður skyldu ríða til Sauðafells og hitta Sturlu og sagði að greinir voru í orðnar milli þeirra síðan þeir sættust: Farið þér nú og til þeirra manna er ekki hafa verið vinir Sturlu þótt nú sé álitlega. Er það og mælt að hann hafi verið rót undir því er til sættarbrigða hefir verið með yður. Kann vera að honum þyki þér eigi trúlegir ef þér finnist allir saman. Vil eg bjóðast til að fara í milli yðar og finna Sturlu og vænti eg að þá mun semjast yður vinátta. Mun eg og taka grið af Sturlu til handa yður af nýju. Bið eg ykkur fyrir guðs sakir að þér takið þenna af og munu vel fara yður skipti ef þér sækið hann með vináttu heim. Mæli eg því þetta af trausti við ykkur að við Sturla höfum þetta talað áður ef þið færuð vestan. En ef þið viljið þetta eigi þá snúið vestur aftur eða norður um heiði og suður Holtavörðuheiði en hættið eigi til að ríða um Dali ef þið viljið enga vináttu sýna Sturlu. Megið þið til þess ætla að honum mun skapraun í reiðum yðrum meðan svo búið standa mál yður. Þórður svarar: Þeim griðum munum við hlíta er Snorri tók til handa okkur. Munum við og eigi aftur hverfa. En það mun oss ámælissamt verða að ríða eigi leið vora. Munum við og ekki finna Sturlu ef hann fer ekki til móts við oss. Þá mælti Torfi prestur: Veit Sturla allt um ferðir yðrar. Ekki munum vér leynast um Dali, segir Snorri, því að við köllumst sáttir við Sturlu. Þá er Sturla hafði spurt tíðinda af Magnúsi um ferðir Þorvaldssona sendi hann Magnús upp í Haukadal og stefndi þaðan mönnum þeim er honum líkaði. Sendi hann og menn til Hörðadals og svo víðara um Dali og stefndi að sér um morguninn snemma. Vatnsfirðingar riðu snemma úr Hjarðarholti og kvað Snorri margt hafa fyrir borið um nóttina. Þórður kvað ekki marka skyldu drauma og bað þá ríða. Vigfús Ívarsson var í för með þeim. Hann var heimamaður Sturlu. Þeir riðu þar til er þeir komu yfir Miðá fyrir neðan virki. Reið þá Vigfús frá og heim. Sturla stóð í durum úti og nokkurir menn hjá honum. Hann heilsaði Vigfúsi og gekk til stofu fyrir og spurði hann tíðinda en hann sagði slík sem voru og festi upp vopn sín. Síðan var Vigfús læstur í stofu og konur hjá honum og Þjóstar austmaður en þeir tóku vopn hans. Og er hann vissi hvað um var þá þoldi hann illa og var illur viðskiptis. Sturlu varð óvært er þeir riðu fyrir neðan bæinn en þá voru menn engir komnir. Ísfirðingar töluðu um er þeir riðu fyrir neðan bæinn að þar væri allt kyrrlegt og fámennt væri heima. Þeir riðu þá yfir ána til hornagarðs er stóð undir leitinu ofan frá Hundadal og áðu þar. Halldór frá Kvennabrekku kom fyrst og bað hann Sturlu hafa þol við og bíða manna sinna en eiga eigi allt undir óvinum sínum. Í því komu þeir Hallur Arason níu saman með Magnúsi. Fóru þeir Sturla þá og voru sextán og höfðu átta hesta og riðu öllum tvímenning. En er þeir komu til Erpstaða þá mælti Sturla til þeirra Halldórs: Viljið þér heyra draum minn og gera af nokkuð? Já, sagði Halldór. Það dreymdi mig, segir Sturla, að eg þóttist hafa mörsbjúga hlut í hendi og var af sniðið sneisarhaldið. Eg þóttist slíta það í sundur milli handa mér og gefa yður öllum að eta af með mér. En vita þóttist eg að sjá tíð var sem nú er. Auðsær er draumur þinn, sagði Halldór, þar muntu rétta hlut þinn. Kann og vera að þú gefir oss nokkurn bergibita af áður þessum fundi lúki. Vera má að svo sé, segir Sturla og hló að. Þeir tala um við stakkgarðinn hvort mannaför væri upp með fjallinu. Þórólfur bóndi úr Hundadal var þar við garðinn og svarar: Eigi veit eg mannferða vonir nema Sauðfellingar fari upp í dalinn til laugar. Þeim bræðrum varð margtalað um mannaferðina. Sáu þeir þá að mennirnir sneru ofan á Kvígandseyri ofanverða og svo yfir ána á Hundadalseyrar. Þóttust þeir þá vita að ófriður var. Leita þeir bræður þá ráðs við sína menn hvað tiltækilegast væri. Lögðu menn það til að þeir skyldu undan ríða en Þórður lagði það til að Snorri riði undan hinum besta hesti, kallaði sér það vænst til griða ef hann bæri undan. En er þeir töluðu þetta bar þá Sturlu að til hlíðarinnar fyrir ofan garðinn. Fór þá sem jafnan að þeim verður seint um tiltekjur er úr vöndu eiga að ráða en hina bar skjótt að er öruggir voru í sinni ætlan en skunduðu þó ferðinni. Þá er Sturla kom á holtið fyrir ofan garðinn sendi Þórður Þorvaldsson mann til Þorkels prests og bað hann koma til tals við sig. Og er hann kom spyr Þórður með hverju efni Sturla hefði för þessa gert. Hann svarar: Eigi veit eg það gjörla en ófriður þykir mér sem vera muni. Hvað finnur hann til saka? segir Þórður. Sættarof mörg, segir prestur. Nú vil eg, segir Þórður, að þú prestur farir til Sturlu og flytjir erindi vort að hann trúi eigi að það séu sakir er Þórður Guðmundarson lýgur á oss. Fer prestur þá að finna Sturlu og segir orð þeirra bræðra og Þórður afsakar sig um öll afbrigði við þingmenn Sturlu. Nú ganga menn á milli um stund og leita um sættir. Beið Sturla svo þeirra manna er eigi voru komnir enda vildi hann heyra hvað boðið væri. Og er hann sér Hörðdæla fara þá sendi Sturla Þorkel prest til fundar við þá bræður og bað þá skriftast og búast við ef þeir vildu verjast, segir að þá mun ekki griða kostur. Og er þeir heyra þetta þá skriftast þeir. En Snorri Magnússon og Hallbjörn Kalason heimamaður Snorra Sturlusonar gengu út af garðinum því að Þórður Grímsson kallaði hann til sín því að þeir voru félagar. Þórður lét sem hann mundi leita um sættir og trúði Snorri því. En þeim gafst öðruvís því að Þórður tók hann og lét halda honum en Sturla lét halda Hallbirni. Þá voru þeir átta eftir í garðinum: Þeir bræður Snorri og Þórður. Snorri var átján vetra. Hann var vænn maður og ljós á hár og rétthár og vel vaxinn og kurteis í ferð, hár meðalmaður að jöfnum aldri og fræknlegur, heitfastur og fagurorður og kallaði mjög sinn þá er hann talaði við, óhlutdeilinn en ef hann lagði nokkuð til varð hann að ráða við hvern sem hann átti ella fylgdi ber óhæfa. Þórður var hár maður og herðibreiður, góður viðmælis og blíður í skapi, nefljótur og þó vel fallinn í andliti, eygður mjög og fasteygur, ljósjarpur á hár og liðaðist í lokka. Hann þótti líklegur til höfðingja. Svo sagði Sturla að engi þyrfti sér ríki að ætla til mannvirðingar í Vestfjörðum sá er í Dölum sæti ef Þórður væri í Ísafirði. Þriðji maður var Þórður Heinreksson. Hann var maður skrúfhærður og freknóttur mjög, eygður vel, frammynntur og neflangur, nærsýnn og riðvaxinn og þó vasklegur maður. Hinn fjórði maður var Snorri son Lofts Markússonar. Hann var lítill maður og svartur, eygður mjög og kurteis maður og um allt ger að sér. Hinn fimmti var Þorsteinn Gellisson Höskuldssonar, lágur maður og svartur, opineygur og mjög eygður og knálegur og liðaðist hárið. Þar voru tveir synir Hjálms. Atli Hjálmsson var lágur maður og bringubreiður og vel vaxinn, samagóður og þó nefljótur nokkuð. Þormóður Hjálmsson var hinn sjöundi. Hann var mikill maður og knálegur, ferstrendur í vexti, ljósjarpur á hár. Hinn átti var Þorkell Magnússon. Hann var lágur og digur og framlegur maður.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.