Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Ísls ch. 84

Íslendinga saga 84 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (Ísls ch. 84)

Anonymous SturlungaÍslendinga saga
838485

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Þorvaldssynir voru í Valþjófsdal og var þeim sagt að Sturla væri í Holti eigi allfámennur, með hundrað manna. Treystu þeir þá eigi að sækja fundinn. Fór Snorri norður til Bolungarvíkur en Þórður og Guðmundur Sigurðarson og hinn þriðji maður og fóru þeir inn til Holts og riðu þeir Þórður í melana skammt frá garði. En Guðmundur reið heim í Holt og segir Sturlu hver efni í voru. Og er Sturla vissi þetta gengur hann út í melana og Torfi prestur og Vigfús Ívarsson. Tala þeir þar um hríð. Síðan fer Þórður út aftur í Valþjófsdal og hét að koma utan um morguninn með fimmtánda mann. Sturla var í Holti um nóttina og lét vaka átján menn, níu í hvorn hlut. Þá kvað Ólafur þetta: Þórður kom um morguninn og lauk Sturla upp gerðum um víg og áverka á mönnum og flestum öðrum en fjörráðum við sig. Galt Þórður þá níu tigi hundraða. Hann greiddi Skipstúfinn og Ingunnarstaði í Króksfirði, átján hundrað í reka á Reykjanesi og í Skjalda-Bjarnarvík og í gulli og silfri nokkuð. Mæltu menn að féið væri skörulega af hendi greitt og það mundi mikið kosta. Víst er fégjald mikið, sagði Þórður, en vel ann eg þeim er við tekur. Uni eg betur við þenna hlut en að taka þetta fé fyrir þvílíkar tilgerðir ef eg þættist vera þvílíkur maður sem Sturla. Fátt fannst Sturlu um þessi orð en þó skildu þeir skipulega. Fór Sturla þá til Dýrafjarðar og þaðan til Arnarfjarðar til Álftamýrar. Sturla falaði Álftamýri að Bjarna Sverrissyni til handa Oddi Álasyni en hann vildi eigi selja. Menn Sturlu föluðu úlpu góða að Bjarna. Vildi hann hana og eigi selja. En þá hvarf úlpan og kenndi Bjarni mönnum Sturlu. Þeir heitast á mót. Sturla gekk þá að er úlpan fannst eigi og hrakti þá. Þá kom það upp að Bjarni hafði látið fela úlpuna. Varð Sturla þá svo reiður að hann vildi láta drepa Bjarna. Áttu menn þá hlut að og kom svo að Sturla tók landið að því verði sem hann kvað á. Síðan fór Sturla heim suður og varð bæði gott til fjár og virðingar. Þetta sumar var kyrrt og friður góður á Íslandi, lítil þingreið. Snorri reið eigi til þings en lét Styrmi prest hinn fróða ríða til þings með lögsögn. Nú tók að batna með þeim Snorra og Sturlu og var Sturla löngum þá í Reykjaholti og lagði mikinn hug á að láta rita sögubækur eftir bókum þeim er Snorri setti saman. Þetta haust fór Guðmundur biskup vestur til Hrútafjarðar og þaðan norður í Steingrímsfjörð og aftur til Saurbæjar og í Hvamm til Þórðar. Var hann þá fjölmennur. Komu þá orð frá Sturlu að hann vildi eigi að hann færi lengra. Reið Þórður þá að finna Sturlu til Þorbergsstaða og sömdu þeir að biskup skyldi fara norður Laxárdal en Sturla skyldi láta leggja til sauði úr Dölum á Dönustaði og í Hjarðarholt þar sem biskup skyldi gista. Fór biskup síðan norður heim til Hóla. Þetta haust fóru Vatnsfirðingar um alla fjörðu að fá til búsins. Höfðu þeir bæði af Sturlu mönnum og sínum slíkt sem þeir vildu. Voru þeir sumir vinir Sturlu er til hans fluttu það að þeir mundu aldrei frjálst höfuð strjúka er vinir hans væru meðan Þórður væri höfðingi yfir Ísafirði. Sturla lét sem hann heyrði eigi slíkt talað. Jón murtur hafði farið utan um sumarið sem fyrr var ritað. Hann kom á fund Skúla hertoga og tók hann allvel við honum og gerðist hann hirðmaður og skutilsveinn. Var hann með jarlinum um veturinn. Hann þroskaðist vel. Um vorið fór hann til Björgvinjar og fann þar Hákon konung og ætlaði út um sumarið en konungur gaf honum eigi orlof. Jón var þá mjög févani og gerði út Odd svein sinn eftir fé en Árni biskup bauð Jóni til sín og fór hann á biskupsgarð og hafði herbergi fyrir norðan Kristskirkju þar sem nú er prestagarður. Þar svaf í herbergi í hjá honum Gissur Þorvaldsson mágur hans og þjónustumenn þeirra, Símon knútur og Valgarður Guðmundarson. Þar var og kominn til Jóns Ólafur svartaskáld son Leggs prests. Hann var félaus og var kominn á kost hans. Þeir Jón og Gissur mágar voru með konungi um jól sem aðrir skutilsveinar. En síðan gengu þeir í hjúkólf á konungsgarði. Það var eitt kveld nær geisladegi er þeir mágar komu úr hjúkólfinum og voru mjög drukknir og var myrkt í loftinu og ekki upp gervar hvílur. En er upp kom ljósið var Jón illa stilltur og ámælti þjónustumönnum. Hann Ólafur skaut orði fyrir þá en Jón tók skíðu og sló til Ólafs en Gissur tekur Jón og heldur honum. Þá fékk Ólafur handöxi og hjó í höfuð Jóni. Varð það ekki mikið sár ásýndum. Hann Jón brást við hart og spurði hví Gissur héldi honum undir högg. Ólafur hljóp úr loftinu og féll aftur hlemmur. Gissur féll á hlemminn fyrst en er hann vissi að Jón var sár þá hljópu þeir báðir úr loftinu eftir honum. En Ólafur var þá undan borinn en niðmyrkur á. Sneru þeir þá aftur í loftið og bundu um sárið. Lét Jón lítt yfir og var á fótum. Leituðu þeir eftir Ólafi of morguninn og fengu hann eigi upp spurðan. Jón geymdi sín lítt, fór í bað og drakk inni fyrst. Sló þá í verkjum og lagði hann niður. Hann andaðist Agnesarmessu og var jarðaður að Kristskirkju þar sem nú sönghúsveggurinn er. Gissur hafði út gripi þá er hann hafði átt um sumarið eftir.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.