Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Ísls ch. 81

Íslendinga saga 81 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (Ísls ch. 81)

Anonymous SturlungaÍslendinga saga
808182

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Guðmundur biskup var heima að Hólum þar til er Skagfirðingar ráku hann á brott að ráði Kolbeins unga af staðnum. Fór hann þá norður um sveitir og heldur tómlega þar til er hann kom í Húsavík til Guðmundar Húsvíkings. Var þá fjölmennt með honum og heldur óspakt lið. Þá setti biskup til Hrafnssonu að eigi væri stolið af flokki hans. Þeir fóru þá með biskupi en áttu heima á Grenjaðarstöðum með Kolbeini. Og um daginn er þeir fóru úr Húsavík sitja þeir bræður fyrir flokkinum og létu engan undan ríða fyrr en þeir hefðu rannsakað hvern mann, jafnvel biskupinn sjálfan. Fannst þá margt það er bændur áttu og var þá sent hverjum það er hann átti. Biskup fer þaðan til Öxarfjarðar og heimtir þar tíundarhvali að mörgum mönnum og drógust þar saman föng mikil, hvalur og slátur. Er það fært á Skinnastaði og þar upp fest. Þar bjuggu þau mæðgin, Jón og Guðleif. Kom biskup þar að jólaföstu með lið sitt og var þar mjög til langaföstu. Voru þá upp gengin föngin og ætluðu bændur að þá mundi sest á þeirra kostnað og kurruðu þeir illa. Fór biskup þá af Skinnastöðum og vestur yfir Jökulsá. Hann gisti í Keldunesi. Þá var illur samgangur þeirra og sveitardráttur og hlaupaför. Þaðan fóru þeir undir Fjöll. Og um kveldið, er biskup var genginn til svefns en þeir til baðs er það líkaði, þá var sleginn dans í stofu en Knútur prestur sat á þverpalli er ljós var ofarlega. Þá kom Jón Birnuson úr baði og var hann í baðkápu og línklæðum. Jón gekk að Knúti og mælti: Það vildi eg að vér legðum niður óþokka og dylgjur þessar er vér förum með því að eigi er biskupi oflaunaður velgjörningur sinn þótt vér höfum eigi ófrið í föruneyti hans. Ekki er eg, sagði Knútur, lymskari en þér þótt eg sé skapbráður. Og í því hljóp sveinn Knúts úr koluskugga og hjó á öxl Jóni mikið sár en Jón slæmdi öxi á bak sér og varð sveinninn sár nokkuð. Þeir voru þá skildir og lá Jón í sárum. En biskup fór undan Fjöllum með hið knárra lið um brekkur en hið óknárra lið var flutt á skipi fyrir nes. Biskup fer tómlega þar til er hann kemur í Hrísey. Þar kom Jón eftir honum. Var þá á liðin fasta. Úr Hrísey fór biskup til Ólafsfjarðar og með honum mestur hlutur liðs. En Knútur og nokkurir þeir er erindi áttu fóru til Svarfaðardals og ætlaði Knútur þaðan út til fjarðarins um heiði. Biskup var á gistingu áður á Þóroddsstöðum fyrir Benediktsmessu. En um kveldið eftir mat var biskup inni en menn hans margir úti í túni. Sáu þeir nú er úti voru að Knútur ríður af heiði og þangað til bæjarins. Þeir gera ráð sitt þó að heldur sé óráð og ætla honum að ríða á millum kirkjugarðs og fannar þeirrar er þar hafði lagt sem leiðin lá í túnið. Standa nú sumir á kirkjugarðinum en sumir á skaflinum. Fer nú sem þeir ætluðu að Knútur ríður fram á millum þeirra og vænti sér engis ófriðar. Hann reið jafnan með vopn því að hann var ódæll og embættislaus. Nú lýstur Jón aftan undir stálhúfuna og steyptist hún fyrir andlitið. Hann höggur þegar aftan undir hnakkann og fellur hann þegar af hestinum örendur því að heilinn var á öxinni eftir. Nú er hlaupið inn og sagt biskupi að unnið var á Knúti nýkomnum. Biskup sat í kamri og sendi út Ketil prest. Hann hleypur út og biður hundana frá fara því að þeir vildu höggva af honum dauðum fingurinn til gulls er hann hafði á hendinni og náðu þá eigi. Er þá þvegið líkinu og jarðað um morguninn eftir. En um kveldið er vígið var orðið segir bóndi biskupi að bað er búið ef hann vill í fara. Biskup svarar: Menn mínir hafa mér fengið bað að sinni og launað mér veturvist. Þaðan úr firðinum fóru þeir til Fljóta um heiði með flokk mikinn og svo inn eftir strönd og koma að skírdegi í Viðvík. Var þar fyrir Kolbeinn ungi með mikla sveit manna. Hann rekur lið allt frá biskupi nema tvo klerka, Þorkel son Ketils Ingjaldssonar og Helga bróðurson hans. Kolbeinn lét biskup fara heim til Hóla. Og er hann þá tekinn í varðhald með því móti að hann var inni í stofu og klerkarnir í hjá honum. Þar svaf hann og þar mataðist hann og þar söng hann allar tíðir utan messu með lágasöngum. Öngu réð hann nema þeim félögum og enga mátti hann ölmusu gera af líkamlegri eign heldur var hann haldinn sem arfsalsmaður. Leið svo til þess er Magnús biskup kom út að Gásum með bréfum Sigurðar erkibiskups þeim er Guðmundi biskupi buðu af embætti sínu. Sá atburður varð það sama sumar nær miðju sumri að Hólum að biskup sat sunnan undir kirkju einn góðan veðurdag. En þar til staðarins var kominn Kolbeinn ungi og Kleppjárn son Halls Kleppjárnssonar. Þar var og kominn Jón Birnuson að finna biskup og stóð hann fyrir framan kirkju en Kolbeinn var í klukknahúsi og lék sér að klukkum en menn hans voru fyrir norðan kirkju og svo Kleppjárn. Þeir sáu hann Jón og hlaupa þegar að honum með vopnum. Hann ver sig og hopar undan norður um kirkjuna og svo austur um og síðan suður um sönghúsið og féll þar í hjá stoðinni og vildi upp standa. Þá hjó Kleppjárn meðal herða honum og gekk frá síðan en hann Jón gekk fá fet frá kirkjunni og féll þá niður og lifði skamma stund. Það er sögn manna að hann bæri af sér áverka við Hafur. Stoðin varð mjög blóðug. Síðan ganga þeir á brott en þeir biskup syngja yfir líkinu. Nú fara orð millum þeirra Kolbeins og biskups til sættar. Lýkur svo að þeir Kolbeinn og Kleppjárn leggja þetta mál allt undir biskup en hann leysir þá úr banni og bað þá það gjalda hverjum sem átti að réttu, það frændum er þeir eiga, það biskupi og kirkju er þau eiga. Skilja þeir við svo búið og fara þeir heim. Að áliðnu sumri fer biskup norður um heiði að erindum sínum og yfir fjörð og ætlar norður í sveitir. Hann kemur undir Laufás. Hann fréttir þá að Reykdælir ætla við honum að rísa. Biskup snýr þá aftur yfir fjörð og inn eftir strönd og ætlar inn til Eyjafjarðar. Hann kemur í Árskóg og fréttir að Eyfirðingar vilja eigi við honum taka. Þetta fréttir Brandur bóndi í Höfða. Hann fer og býður biskupi til sín til veturvistar og þiggur biskup blíðlega og er þar tvo vetur.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.