Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Ísls ch. 80

Íslendinga saga 80 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (Ísls ch. 80)

Anonymous SturlungaÍslendinga saga
798081

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Um vorið eftir fjölmenna allir höfðingjar til þings hver sem við komst og reið Sturla norðan með föður sínum og sendi eftir mönnum í Dali og Miðfjörð en ekki hafði hann lið lengra vestan. Snorri hafði og margt manna úr Víðidal og Miðfirði og af Suðurnesjum og um allan Borgarfjörð. Hafði hann eigi færra en sjö hundrað manna. Þorvaldssynir höfðu farið um vorið suður til Snorra með tuttugasta mann, fóru fyrst á Svínanes og þaðan á skipum á Eyri til Þórðar. Var Snorri þar eftir en Þórður fór til Staðar og lét Böðvar ríða með honum suður á Hítarnes. Þeir fóru og sömu leið aftur og komu þá í Stagley og drápu þar öxn er Sturla átti. Þeir safna og mönnum til þings og höfðu tvö hundruð manna. Þórður og Böðvar veittu Snorra og höfðu þrjú hundruð. Þeir Sighvatur og Sturla voru allfjölmennir norðan og þeim veittu allir Austfirðingar, þeir bræður Ormur og Þórarinn. Kolbeinn ungi var einn hver fjölmennastur annar en Snorri. Þar var með Kolbeini Hallbera kona hans og var þá auðsætt að henni að hana firrðist heilsa. Þá er flokkur Snorra reið ofan um hraun frá Sleðaási riðu þeir Þórður og Böðvar fyrir með flokk sinn. En er þeir komu á völluna efri sneru þeir vestur með hrauninu. Var Sighvatur þá kominn og sat flokkur hans fyrir sunnan völluna á hrauninu. Hann hafði sent Hrafnssonu austur undir Eyjafjöll. Flokkur Kolbeins var niðri á hrauninu fyrir sunnan götu. Sighvatur sendi til Þórðar bróður síns eftir Halldóri presti Oddssyni og Ámunda Bergssyni fóstbræðrum sínum. Og er þeir fundu hann sendi hann þá til Þórðar og bað að hann riði eigi til Hlaðbúðar og léti Sturlu tjalda hana, sagði hann ráð að sínum megin ár væru hvorir, bað og þess að hann vildi fyrr ofan ríða og kvað sig það eitt dvelja er þeir Sturla og Ormur koma austan af hrauni. Þórður bað Sighvat ráða um búð sem hann vildi en Snorri mun vilja ráða reiðum þá er hann kemur til. Böðvar gekk með nokkura menn fram á völlinn en af liði Sighvats gekk á mót Árni son Gísls Kormákssonar og Guðmundur Gíslsson. Hinn Guðmundur spurði: Eru Vatnsfirðingar hér? Eigi, sagði Böðvar. Djarfir væru djöfuls hundarnir ef þeir væru hér, sagði Guðmundur. Valgarður Styrmisson spurði hvort Hrafnssynir væru þar. Hvað viltu þá? sagði Árni. Eigi þykir mér þeir djöfuls menn ódjarfari ef þeir væru hér. Ekki mun þín þykja við höfð, segir Guðmundur. Sighvatur sendi menn til að þeir skyldu ekki skattyrðast. Í því kom Snorri úr hrauninu og reið þegar ofan úr hrauninu. Fóru þeir Böðvar þá til hesta og urðu seinstir. Og er þeir voru á bak komnir riðu þeir Sturla og Ormur úr hrauninu. Reið Sturla á lötum hesti er Álftarleggur var kallaður, allra hesta mestur og fríðastur. Hann var í rauðri úlpu og hygg eg að fáir muni séð hafa rösklegra mann. Böðvar heilsaði honum. Hann tók því. Solveig tók til orða: Hygg að nú hve langt frændum þínum ganga neðan kveðjurnar við þig. Þeir Guðmundur voru þá þar komnir og spurði hann hví þá skyldi eigi berjast, sagði þá eigi veðurvana til. Sturla bað þá hvoratveggju fara til hesta sinna og á þing. Var þar fyrir Gissur Þorvaldsson með mikið fjölmenni og vissi engi hvorum hann ætlaði að veita. Þorvaldur faðir hans var á þingi og var beggja vin. Vatnsfirðingar voru komnir í Reykjaholt og var það ráð fyrir þeim gert að þeir skyldu ekki upp ríða. Snorri tók ámusótt um þingið og mátti hann ekki ganga. En Sturla reið til kirkju og öll spjót stóðu við búðarveggi. Þeir Sighvatur létu lýsa hernaðarsakir að Lögbergi á hendur Vatnsfirðingum en Snorri lét segja til sektar Hrafnssona að lögréttu. Það gerði Jón murtur. En synir Halls Kleppjárnssonar sóttu Vatnsfirðinga og voru þeir sóttir í fjórðungsdómi. Við bárust vandræði með mönnum og skildust óhappalaust. Féránsdómar eftir Þorvaldssonu áttu að vera í Vatnsfirði en eftir Hrafnssonu á Grund og voru hvorigir sóttir. Jón murtur hafði beðið föður sinn að hann skyldi leggja fé til kvonarmundar honum og vildi hann biðja Helgu Sæmundardóttur. Vildi hann hafa stað í Stafholti og þar með fé. En Snorri vildi að hann hefði Borgarland og þar með annað fé móður sinnar en dró undan sitt fé. Jón tekur þá það ráð að hann bregður til utanferðar og heitur á vini sína til vöru. Þórður Sturluson hafði fengið honum hundrað hundraða fyrir arf Hróðnýjar Þórðardóttur og varði hann því sumu til utanferðar. Hann tók fari í Hvítá og Markús Þórðarson úr Bæ. Fór hann til skips eftir þingið. En er Snorri vissi það gaf hann upp staðinn og hét fénu en Jón vill þá eigi upp gefa ferðina og fór utan um sumarið. Þá fór og utan á Eyrum Gissur Þorvaldsson. Hallbera dóttir Snorra var í búð föðurs síns. Og er Kolbeinn reið af þingi gaf hann engan gaum að henni og fór hún í Reykjaholt og var þar um hríð. Nokkuru síðar lét Snorri fylgja henni norður í Hvamm í Vatnsdal en þau Þorsteinn og Ingunn létu fylgja henni norður á Víðimýri og var hún þar skamma stund og kom ekki í hvílu Kolbeins. Fór hún þá norðan til Borgar og var þar með móður sinni. Þetta sumar fór utan Magnús biskup að orðsendingu Þóris erkibiskups. Sturla Sighvatsson var í Dölum um sumarið og batnaði í fætinum svo sem á leið. Hann hafði heldur mannfátt og lét kyrrt um sig.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.