Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Ísls ch. 79

Íslendinga saga 79 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (Ísls ch. 79)

Anonymous SturlungaÍslendinga saga
787980

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Sturla Sighvatsson sætti Þorstein Hjálmsson og Brand Jónsson og var það skilið í sætt þeirra að Þorsteinn skyldi fara með Sturlu ferðir þær er Sturla vildi. Skyldu þeir bræður Rögnvaldur og Ari og svo. Þeir Þorsteinn koma norðan um veturinn tuttugu saman til Sauðafells. Stefndi Sturla þá að sér mönnum. Var þá orð á gert að farið mundi vera að Snorra og borið upp fyrir alþýðu í stofu. En menn urðu hljóðir við það. Rögnvaldur Illugason neitaði fyrst og Halldór frá Kvennabrekku. Þorsteinn latti og en Ingimundur Jónsson vildi ekki í nánd koma þegar er þeir Þorsteinn voru við og raufst þá þessi ætlan. Sturla sagði svo að hann hefði dreymt um nóttina áður fundurinn var að maður kæmi að honum og mælti: Vittu að Snorri skal fyrr í kistuna en þú. Og réð eg það svo að Snorri mundi fyrr undir lok líða en hann og því vildi hann eigi fara en ekki lést hann eiga mundu undir Dalamönnum öll ráð sín. Nokkuru síðar reið Sturla brott úr Dölum og norður til Skagafjarðar. Hann kom á Víðimýri til Kolbeins unga og var þar um vorið. Á Víðimýri var kastali sá er Snorri Sturluson lét gera þá er Arnór Tumason hafði skipað honum ríki sitt er hann fór utan. Þeir Kolbeinn og Sturla höfðu það að skemmtan að renna skeið að kastalavegginum og vita hver lengst gæti runnið í vegginn. En er Sturla rann í vegginn gengu í sundur sinarnar aftan í fætinum og mátti hann nær ekki stíga á fótinn. Hann lá fyrst eftir en fór norður til föður síns þegar hann þóttist reiðfær.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.