Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Ísls ch. 72

Íslendinga saga 72 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (Ísls ch. 72)

Anonymous SturlungaÍslendinga saga
717273

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Í Steinbjarnartungu kom maður of nóttina og tók glæður af arni. Kona ein spurði hvað eldurinn skyldi. Til Bæjar, segir hann, að elda Þorvaldi bað. Þorvaldur var á Gillastöðum sem fyrr var ritað og Þórdís kona hans, Guttormur Heinreksson og Högni Halldórsson Helgasonar, Skeggi bóndi hinn fjórði maður, Snorri hinn fimmti maður. Skeggi bóndi gekk út í næturelding og sá að naut voru í túni, sneri inn og spurði að húskarli. Og í því kom dynur undir húsin. Sneri hann til dura og sá fimm menn úti. Heyrði hann þá blót og bölvun og voru nefndir ýmsir menn til atgöngu, Sturla Sighvatsson og enn fleiri aðrir. Skeggi sagði Þorvaldi að ófriður var kominn og kvaðst ætla að fáir væru mennirnir. Þorvaldur kvað hitt líkara að eigi væru allfáir. Kenndu þeir þá reyk. Skeggi sagði að roftorfsveggur væri undir kamri, sá er ekki væri fyrir undan að ganga. Högni eggjaði útgöngu en Þorvaldur kvað menn fyrir og hvarf frá. Tóku þá þegar að loga húsin. Sneri Guttormur þá til útidura og varði og fékk hann lag í óstinn og annað í kviðinn og féll þar. Þorvaldur gekk í eldahús þá er eldurinn sótti að og húsin loguðu. Hann lagðist yfir elds stó og lagði hendur frá sér í kross og þar fannst hann síðan. Eftir þetta beiddi Skeggi griða og útgöngu þeim er inni voru. Var Þórdís þar þá út dregin um vegginn. Högni gekk þá út og allir heimamenn. Meystelpa ein lést þar í eldhúsinu hjá Þorvaldi. Síðan bjuggust Hrafnssynir á brott og tóku hesta þá sem þeir komu höndum á. Tvo tóku þeir og vopn nokkur. Riðu þeir þá inn til Gilsfjarðar og svo norður á Kleifar og sváfu þar um daginn, riðu um kveldið til Hvalsár en mánadaginn inn með Hrútafirði og fundu Sturlu Sighvatsson í fjarðarbotni og sögðu honum tíðindin. En er því var lokið gengu þeir bræður á tal við Sturlu og töluðu um hríð. Eftir það skilja þeir og riðu þeir Hrafnssynir norður til Eyjafjarðar og tók Sighvatur vel við þeim öllum. Sturla reið heim og sendi suður Torfa prest í Reykjaholt og beiða sér griða og sínum mönnum og Snorri skyldi selja fyrir sig og son sinn og bróður sinn Þórð og Vatnsfirðinga. Snorri svaraði, kvaðst ætla að Hrafnssynir væru í Dölum og vildi eigi grið selja ef þeir væru þar. En þá er spurðist að þeir voru með Sighvati var fundur lagður í Norðurárdal með þeim frændum til griða. Kom þar Sturla en Snorri eigi og sendi Þorleif Þórðarson og Styrmi prest hinn fróða að taka grið til handa honum. En Sturlu þótti það ekki trúlegt og vildi hann eigi selja griðin og lét Kálf Gilsson taka í hönd Þorleifi en Torfa prest í hönd Styrmi presti. Mælti Styrmir fyrir griðum og skildu við svo búið.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.