Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Ísls ch. 67

Íslendinga saga 67 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (Ísls ch. 67)

Anonymous SturlungaÍslendinga saga
666768

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Sumar þetta er nú var frá sagt kom norðan til alþingis Guðmundur biskup með þrjá tigu manna og tók Snorri við honum um þingið og alla hans sveit. En eftir þingið fór hann vestur til Borgarfjarðar og fór þar yfir um sumarið. Dreif þá til hans mannfjöldi mikill en þó tóku menn vel við honum og gáfu honum mikið fé. Fór hann út um Snæfellsnes og svo inn til Dala og fór þar ekki að gistingum, fór þaðan í Hvammsveit og út um Strönd og um Reykjanes og til Steingrímsfjarðar og þaðan aftur til Saurbæjar og kom á Staðarhól um haustið fyrir vetur og hafði þá hundrað manna. Sighvatur var þá kominn í Dali og höfðu þeir Sturla sex tigu karla að Sauðafelli því að engar sættir höfðu orðið um sumarið með þeim Þórði og Sturlu. Var Þórður Sturluson þá kominn í Hvamm er hann hafði verið á Eyri um sumarið. Þeir Böðvar son hans höfðu þar sex tigu manna. Fundust þeir bræður í Ljárskógum og var Sighvatur hinn kátasti meðan þeir töluðu um hesta og lausnartíðindi en er þeir skyldu tala um mál sín máttu þeir ekki við talast og skildu ósáttir. Sighvatur sendi þau orð til biskups að hann skyldi eigi ætla sér það að fara norður til sveita. Biskup var á Staðarhóli þá er hann frétti að honum var bönnuð yfirferð. Þá var sent eftir öxnum þeim er biskupi höfðu verið gefin, nær tveir tigir, og voru þeir fyrst etnir. Þá fóru biskupsmenn til þeirra manna er farið höfðu til Hóla að biskupi og fengu þar mikið fé. En er leið að jólaföstu tók biskup sótt enda mátti þá eigi lengur ráðalaust vera. Þórður fór þá og bauð biskupi til sín. Varð biskup því feginn og bar Böðvar biskup í börum suður í Hvamm og var þar til föstu. Var þá í Hvammi aldrei færra en hundrað manna alls síðan biskup kom. Þeir Torfi prestur Guðmundarson og Þorsteinn Kollason fóru oft milli þeirra frænda um veturinn að leita um sættir og varð saman talað fyrir föstu. Skyldi biskup fara norður til staðar síns með þá menn sem í Hvammi höfðu verið um veturinn en Þorlákur Ketilsson og Böðvar skyldu gera með þeim Þórði og Sturlu. Fór Sighvatur þá norður þegar en biskup fór litlu síðar og fann Sturlu í Hjarðarholti og sættust þeir þá í annað sinn. En þeir Þórður og Sturla fundust á Þorbergsstöðum og sættust þar. Var kyrrt um veturinn það er eftir var. Um vorið eftir luku þeir gerðum upp Þorlákur Ketilsson og Böðvar á Þorbergsstöðum. Þeir gerðu sex tigu hundraða þriggja alna aura fyrir fjörráð við Þórð en tuttugu hundrað til handa hvorum hinna er sár var orðinn en þrjú hundrað fyrir hvern þann er fór í Hvamm. Sturla svarar svo gerðum þessum: Eigi er of mikið gert til handa sáramönnum og það skal vel gjalda og það mun sannara að bæta fyrir flesta þá menn er fóru fólskuferð þessa með mér. En fyrir fjörráð kallast eg eigi eiga að bæta Þórði föðurbróður mínum því að eg vildi eigi dauða hans sem eg lýsti fyrir mínum mönnum en eigi mun eg deila við hann héðan frá um fé það er við höfum eigi orðið ásáttir hér til, Glerárskóga og annað fé. Sturla greiddi þá Valshamarseyjar Þórði er hann hafði gert af Vigfúsi fyrir bjargir við Aron Hjörleifsson.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.