Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Ísls ch. 66

Íslendinga saga 66 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (Ísls ch. 66)

Anonymous SturlungaÍslendinga saga
656667

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Um vorið eftir hafði Þórður uppi Þórsnesþing sem þeir bræður höfðu ráð fyrir gert og sendi Snorri Jón son sinn við sjöunda mann og höfðu þeir einn hest. Þá tók Þórður upp Snorrungagoðorð er var erfðagoðorð Sturlunga og tók Jón við tveim hlutum en Þórður hafði þriðjung. Þetta líkaði Sturlu Sighvatssyni allþungt og sat heima um þingið. Leið svo fram til alþingis. Snorri reið til þings eftir vanda sínum með fjölmenni. Þórður kvaddi nokkura menn til þingreiðar og ætlaði eigi til öndverðs þings en sendi Sturlu son sinn til Snorra með goðorð sín. Jónsmessu um þingið stefndi Sturla að sér mönnum. Voru þeir á fjórða tigi. Þar voru tveir Hrafnssynir, Sveinbjörn og Einar, Árni Auðunarson, Ingimundur og Skíði bræður, Lauga-Snorri, Ásbjörn og Eyjólfur bræður, Þorgísl og Birningur bræður, Vigfús Ívarsson, Eiríkur birkibeinn og enn voru heimamenn og umsitjendur. Sturla snýr inn til fjöru. Þá spurði Sveinbjörn Hrafnsson hvert hann ætlaði. Hann lést ætla inn í Hvamm. Þeir löttu þess flestir. Sturla kvað eigi þurfa að letja sig því að eigi ætla eg að Þórður skuli einn við mælast nú um Snorrungagoðorð sem á Þórsnesþingi. En engi minna manna vil eg að mein geri Þórði föðurbróður mínum eða sonum hans eða Ingimundi Jónssyni. En ráða vil eg nú að sinni. Í Hvammi var margt manna fyrir með Þórði, Ólafur son hans, Ingimundur Jónsson, Bárður garðabrjótur, Páll og Magnús bræður, Hallvarður Þorkelsson, Einar naut. Páll vakti og annar maður og sátu á virkisvegg fyrir loftsdurum. Þeir sáu eigi fyrr en þeir Sturla riðu í Hvammdalsgerði. Vöktu þeir menn upp og ráku aftur hurðir. Þeir Sturla kölluðu að loftinu og sögðu að Sturla vildi finna Þórð en þagað var á mót. Þórður ræddi að skyldu ganga út en Ingimundur kvað ekki ráð vera, sagði vera liðsmun og búningsmun. En er þeir Sturla fengu engi svör tóku þeir einn hlöðuás og báru að durum og brutu upp hurðina. Þeir luku aftur skálann er þar voru í anddyrinu Þorkell prestur, Ólafur Brynjólfsson, Þorsteinn Finnbogason. Þeir Vigfús Ívarsson og Skíði Þorkelsson gengu fyrstir inn en síðan hver að öðrum. Þorsteinn Finnbogason hörfaði í anddyrinu fyrir kamarsdyr og særðu þeir hann mörgum sárum. En þeir prestur og Ólafur Brynjólfsson hörfuðu í stofu og gengu þeir Lauga-Snorri og bræður hans og þeir sex saman í stofuna. Vann Snorri á Ólafi og lagði hann með sverði, því er Hákon jarl galinn hafði sent Snorra Sturlusyni, í óstinn Ólafi og rauf á barkanum. Hann hjó í andlitið og úr stálhúfubarðinu og úr augað og í sundur kinnarkjálkann. Hann hjó og mikið sár á fótinn en Birningur annað. Þorvarður rennari hjó á hálsinn svo að sá mænuna. Gengu þeir út og sögðu Sturlu hvað í hafði gerst og spurðu hvort hann vildi láta ganga að skálanum. Sturla lést það eigi vilja og kvað ærið að gert. Sendi hann þá Árna Auðunarson til loftsins og bauð Þórði grið og öllum mönnum. Sagði Árni svo síðan að honum þótti sem Sturla sæi þá þegar missmíði á för sinni. Þórður gekk út og allir er inni voru. Þá voru grið sett og mælti Ólafur son Þórðar fyrir. Sturla reið þegar á brott og varð engi viðræða þeirra og ekki um sættir talað. Þórður reið annan dag til þings með fjóra tigu manna. Og er þeir Snorri bræður fundust bauð hann að fara í Dali með svo mikinn afla sem Þórður vildi. Þórður sagði að grið stóðu til miðsumars. Þórður lést vilja vita hver svör Sturla hefði fyrir sér þá er góðgjarnir menn leituðu um með þeim. Sturla sendi norður menn að segja föður sínum hvað í hafði gerst með þeim. En Sighvatur hafði í fleymingi og sagði svo er hann fann bændur í Eyjafirði að sveinninn Sturla hefði riðið í Hvamm og kastað daus og ás. En er þetta kom í Reykjaholt kvað Guðmundur Galtason:

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.