Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Ísls ch. 64

Íslendinga saga 64 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (Ísls ch. 64)

Anonymous SturlungaÍslendinga saga
636465

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Í Hjarðarholti bjó þá Dufgus Þorleifsson. Hann þótti þá mestur bóndi í Dölum. Hann átti Höllu Bjarnardóttur. Synir þeirra voru þeir Svarthöfði og Björn drumbur, Kægil-Björn, Kolbeinn grön. Í Skorravík bjó þá Þorgísl Snorrason. Honum kenndi barn skillítil kona er Guðbjörg hét. Hann gekk eigi við en hún sótti Dufgus að þessu máli. Það þótti þeim Strendunum hæðilegt og gerðu spott að. En um sumarið fór Dufgus og með honum Bjarni Árnason fylgdar maður hans og nokkurir menn aðrir í Skorravík og tóku Þorgísl í hvílu og drógu hann út og hétu honum fóthöggi ef hann vildi eigi að Dufgus einn réði þeirra á milli. Þorgísl vildi eigi kúgast láta áður Þorkell fanakeli austmaður taldi um fyrir honum og bað hann leysa limu sína. Fór það þá fram að hann seldi sjálfdæmi og skildu við það. Þá bjó í Ásgarði Þjóstar austmaður. Hann hafði selt Bjarna Árnasyni varning til tveggja hundraða og var ekki fyrir goldið og svarar Bjarni illa er hann heimti. Þeir voru að boði í Höfn er Sveinn Snorrason kvongaðist. Þá heimti Þjóstar enn að Bjarna skuldina en Bjarni svaraði illa. Þjóstar var vel stilltur og sagði slíku smátt ríða. Dufgus spurði Bjarna hversu farið hefði með þeim. Bjarni svarar: Lifa vildi Þjóstar nú er hann heimti vel og stillilega. Um veturinn milli jóla og föstu fóru þeir Dufgus og Bjarni í eyjar út eftir skreið og gistu í Höfn er þeir fóru utan. Þá kom þar Þorgrímur Þórðarson bóndi af Ketilsstöðum og sagði að hann hefði komið á mannaspor er gengið höfðu inn hið efra. Hallbera húsfreyja sagði það Dufgusi og kvað verið mundu hafa Þorgísl. Dufgus kvað Þorgísl vita að Þórður móðurbróðir hans sat í Hvammi en Sturla að Sauðafelli frændi hans og sagði honum slíkt ofráð vera. Þorgísl hafði farið utan og með honum þrír Erlingssynir, Guðmundur og Bjarni, Hallkell og Húnbogi Hauksson hinn fimmti. Þeir fóru inn í Ásgarð og réðst Þjóstar í ferð með þeim með þeim kosti að þeir festu honum að gera Dufgusi ekki mein en búa við Bjarna sem þeim líkaði. Þeir fóru út og settust í Víkingsgil út frá Skarfsstöðum. Hallbera húsfreyja lét alla heimamenn sína fara á leið með þeim Dufgusi. Var þar Þorgísl og Oddur synir hennar, Þorkell og Húnbogi húskarlar og Ásbjörn hinn blindi og konur. Það bar saman er þeir Hafnarmenn hurfu aftur og þeir Þorgísl hljópu upp fyrir þeim. Þá hljópu þeir Dufgus undan og vildu til sauðahúsa og hljópu þá hvorir sem máttu og fundust mjög jafnsnemma. Dufgus laust til Þjóstars og kom á stálhúfubarðið og í andlitið. Eftir það hljóp Þjóstar að Bjarna og héldust þeir á en Dufgus höggur nokkur högg til Þorgísl og beit ekki á því að hann var vafiður léreftum. Þá rennast þeir á og verður þúfa fyrir fótum Þorgísli og fellur hann en Dufgus á ofan. Ásbjörn blindi heldur Guðmundi Erlingssyni. Öllum var haldið förunautum Þorgísls af mönnum Hallberu en Oddur son hennar var sendur í Hvamm að segja Þórði. Þorkell húskarl úr Höfn var laus. Honum bauð Dufgus framfærslu og syni hans til þess að hann fengi honum öxi sína en hann vildi það eigi. Þá bað hann Þorgísl Oddsson og vill hann eigi. Guðmundur Erlingsson dróst þangað til. Hinn blindi maður hélt um hann miðjan en hendur hans voru lausar. Hann fékk brugðið sverði og hjó á fót Dufgusi tvö högg og voru það mikil sár. Síðan fékk Ásbjörn hann frá dregið. En þeir Dufgus komust þá til öxarinnar og fékk Dufgus brotið skaftið við augað og sneri þá upp egginni. Þá mæddi Dufgus blóðrás og komst Þorgísl upp og þægði honum á öxareggina. Varð hann þá sár á baki og var þá óvígur. Þá kallar Þjóstar á Þorgísl: Deyja vildi Bjarni nú, Þorgísl. Hann hljóp þá til og lagði spjóti á milli herða honum og kom út um brjóstið. Fleiri hafði hann sár áður hann féll. Þá kom að Þorsteinn Austfirðingur heimamaður Þjóstars og ætlaði að höggva til Dufguss en Þjóstar bannaði honum það. Þá hjó hann í höfuð Bjarna og varð það hans banasár. Eftir það fóru þeir á brott og ofan til sjóvar, svo síðan inn hið neðra. En Þórður Sturluson og heimamenn hans fóru hið efra og urðu hvorigir varir við aðra. Þórður kom á vetfangið og lét færa Dufgus heim til sín og var hann þar græddur. Þeir Þjóstar fóru í Ásgarð og átu þar mat. Síðan fóru þeir yfir til Dala átta saman. Ólafur Brynjólfsson og Þorsteinn voru til komnir. Þeir koma til Sauðafells þá er Sturla var mettur að náttverði og kölluðu út Torfa prest Guðmundarson og senda hann til Sturlu að biðja hann ásjá. En er prestur sagði áverka á Dufgusi var hann hinn beiskasti og sagði þá djarfa er þeir höfðu þangað farið og bað þá verða brottu aðra en Þjóstar bað hann eftir vera ef hann vildi. En Þjóstar vildi það ekki og fóru þeir allir suður með fjalli og ætluðu austur á Síðu til Orms Svínfellings. Hann var vinur Þjóstars. En Torfi prestur bað fyrir þeim við Sturlu og flutti það að þar eftir mundi fara hollusta Guðmundar undir Felli mágs Þorgísls og annarra Strenda, kvað þá svo mundu skipta trúnaði með þeim Þórði frændum sem hann gæfist nú Þorgísli. Þá fór svo að Torfi prestur reið eftir þeim og komu þeir aftur um nóttina. Um morguninn eftir fór Sturla við fjórtánda mann inn í Ásgarð og um morguninn eftir inn í Hvamm. Komu þar þá synir Dufguss og margir Laxdælir. Voru þeir þá sáttir gervir að því að þeir frændur, Þórður og Sturla, skyldu gera með þeim og gerðu þeir fjóra tigu hundraða fyrir áverka við Dufgus á hendur Þorgísli en tuttugu hundrað fyrir víg Bjarna og skyldi Þjóstar það gjalda að helmingi. Þorgísl skyldi og vera héraðsekur af Strönd og var hann í Öxney hin næstu misseri. Eftir það kaupir Dufgus Baugsstaði og réðst þangað en Þorgils gaf þá öngan gaum að héraðssektum. Þetta kvað Ámundi smiður: Þá er tíðindi þessi fréttust í Reykjaholt um áverka við Dufgus og sættirnar var þar kveðin vísa sjá:

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.