Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Ísls ch. 62

Íslendinga saga 62 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (Ísls ch. 62)

Anonymous SturlungaÍslendinga saga
616263

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Ríki Þorvalds Vatnsfirðings gerðist svo mikið í þann tíma að hvorki Hrafnssynir né Jónssynir máttu vera fyrir vestan Gilsfjörð fyrir honum. Voru Hrafnssynir með Sturlu sem fyrr var ritað. Ingimundur Jónsson var og með Sturlu en Brandur í Miðfirði eða að Fellsenda en stundum að Sauðafelli. Ingimundur hafði beðið Jóreiðar Hallsdóttur en hún vildi eigi giftast því að hún vildi eigi ráða fé undan dóttur sinni. En vetur þann er Þórður bjó fyrst í Hvammi fór Sturla með Ingimundi og nam Jóreiði frá búi sínu yfir til Sauðafells. Leitaði Sturla þá eftir ef hún vildi giftast Ingimundi. En með því að ekki fékk af henni of það og hún vildi eigi mat eta þar þá lét Sturla hana heim færa. Þetta líkaði stórilla frændum hennar. Páll prestur bjó þá á Staðarhóli bróðir hennar. Hann var hinn mesti vin Þórðar og sótti hann að þessu máli. Um sumarið eftir fjölmenntu þeir allir mjög til alþings Snorri og Sturla, Þórður og Böðvar son hans, Þorvaldur Vatnsfirðingur og Sighvatur norðan. Komst þá upp goðorðstilkallið af þeim bræðrum við Sturlu. Þá tók Snorri við Jóreiðarmálum. Þá lýsti Jón murtur hernaðarmálum á hendur Sturlu. Fleiri menn voru þar fyrir málum hafðir. Horfðist þá til hinnar mestu deilu með þeim. Sturla lét þá leita eftir við Þorvald Vatnsfirðing hvert lið hann vildi veita honum eftir því sem þeir höfðu bundið í Dölum með sér. En Þorvaldur svaraði svo Þorvaldi Gissurarsyni er þetta mál flutti að hann vildi veita Sturlu allt slíkt sem hann hafði honum veitt ef hann vildi leggja á Snorra dóm öll sín mál en hann sagði mér að hann mundi aldrei við Snorra skiljast ef við sættumst eigi. Mun eg nú og eigi við Snorra skiljast ef Sturla vill honum eigi unna sjálfdæmis. Þá fór Þorvaldur Gissurarson á fund Sturlu og sagði honum svar nafna síns. Sturla svaraði: Eigi mun eg hafa ráð Þorvalds of þetta að selja Snorra sjálfdæmi of þetta mál. Faðir minn skal vera fyrir þessu og sjá hlut mér til handa því að hann lét goðorð þeirra koma mér í hendur og þykist eg við hann eiga ef eg missi nokkurs. En eg vil að þú farir á fund Snorra og beiðir að hann eigi hlut að við Þorvald að vér semjum mál hans og Hrafnssona og greiðum þau úr vorum málum, því að þau eru sár, ef þeir mættu sáttir verða. Þá fer Þorvaldur Gissurarson á fund Snorra sem Sturla bað. En Snorri svarar svo: Engi efni hefir Þorvaldur til þess að bera sakir þessar allar. Verður hann að verjast Hrafnssonum nú slíku sem auðið verður. Og varð ekki af þessum sættum. En Sturla lét reka heim hesta sína og reið af þingi fyrir dóma og gisti í Reykjaholti og fór síðan heim í Dali. En Sighvatur Sturluson handsalaði fyrir Jóreiðarmál en Magnús biskup gerði tuttugu hundrað. Ekki varð samið um goðorðsmál á því sumri með þeim frændum.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.