Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Ísls ch. 60

Íslendinga saga 60 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (Ísls ch. 60)

Anonymous SturlungaÍslendinga saga
596061

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Eftir Grímseyjarför lét Sturla Sighvatsson sækja Aron Hjörleifsson til sektar. En síðan var hann með frændum sínum í Vestfjörðum og lengst á Eyri með Hrafnssonum þar til er Sturla lét búa mál til á hendur honum og þeim um bjargir hans. En þá handsalaði Staðar-Böðvar fyrir þá á þingi tíu hundruð og galt. Og eftir það vöruðust menn að innhýsa hann. Var hann þá hér og hvar í leynum. Hann var og jafnan á Geirþjófsfjarðareyri með litlum bónda er Þórarinn hét. En er Sturla hafði grun af því sendi hann vestur í fjörðu Rögnvald Kársson og Þorvald Sveinsson og Dansa-Berg. Þeir voru þrír saman. Þetta var það sama sumar er nú var frá sagt. Sturla sendi og Ingimund Jónsson vestur til Arnarfjarðar að leita eftir Aroni. Aron var þá á Geirþjófsfjarðareyri og var í nausti og gerði að báti Þórarins. Hann fann eigi fyrr en tveir menn vopnaðir gengu að naustinu og sneru inn er þeir sáu manninn. Aron heilsaði þeim og spurði þá að nafni. Annar nefndist Egill digri, hann hafði ætlað að finna Aron, en annar hét Sigurður. Þeir höfðu verið með biskupi báðir, sögðust vera heimamenn í Vatnsfirði. Aron tók til öxar því að Þorvaldur var engi vin hans. Brynjan hékk á skipstafninum og fór Sigurður í hana. Aroni hvarflaði hugurinn og vissi eigi hve lengi hann skyldi bíða þeirra. Sigurður spurði hvort hann frétti engar mannaferðir. Engar nema þið segið mér. Heyrðum við að menn Sturlu væru hér inn í fjörðum og njósnuðu um ferðir þínar eða vistir. Vera má svo, segir Aron, því að mig dreymdi Guðmund biskup og legði hann yfir mig skikkju sína. Egill bað þá fara leið sína. Sigurður sá út og mælti: Menn ríða þar þrír innan með firði og munu þykjast eigi óvíglegri en vér. Ekki munu þeir og víglegri ef veitumst vel. En eigi veit eg til hvers eg má þar um ætla sem þið eruð. Sigurður mælti: Drengsbragð er það að skilja eigi við þig en eigi veit eg hve Egli er um farið. Eigi mun eg renna frá þér, segir Egill. Þá ætlaði Sigurður af brynjunni. Aron mælti: Far eigi af brynjunni ef þú vilt mér veita. Síðan gengu þeir út og riðu þeir Rögnvaldur á völlinn og hljópu af baki og sneru á milli þeirra og húsanna. Gengust þeir þá á móti. Var Egill þeirra mestur og í mið. Snýr Rögnvaldur í móti honum. Hann var berbrynjaður og hafði hálsbjörg við stálhúfu og særði Egill hann á fæti. Sigurður sneri á mót Dansa-Bergi en Aron á mót Þorvaldi og hrökkur Þorvaldur þar fyrir en Rögnvaldur vann á Agli. Þá bar Aron þar að og laust hann með öxarhamri aftan undir stálhúfuna og steyptist húfan fyrir andlitið. Bar hálsbjörgina upp af brynjunni og beraði hálsinn á milli. Sneri Aron þá öxinni í hendi sér og hjó á hálsinn svo að af tók höfuðið. Sigurður var og sár orðinn. Þeir Þorvaldur runnu þá til hestanna og komst hann á bak og keyrði hestinn undir Bergi en hann lá á grúfu í söðlinum. Bar þá svo upp á leitið. Aron rann eftir þeim. En er Þorvaldur sá það kallaði hann hátt: Upp þér Sturla. Hér rennur Aron eftir okkur. Þá nam Aron stað en þeir drógu undan. Síðan fór Aron aftur og fletti Rögnvald af klæðum og vopnum og flutti hann síðan á sjó út og sökkti þar niður. Þeir Sigurður og Egill voru á Eyri til græðslu, fóru síðan heim í Vatnsfjörð og lét Þorvaldur ekki illa yfir þeirra ferð. Aron stökk þá til Barðastrandar og var í helli í Arnarbælisdal á kosti konu þeirrar er bjó í Tungumúla. Um haustið tók Aron skip frá Jóni Auðunarsyni að Vaðli og fór á því suður yfir Breiðafjörð við annan mann. Síðan hratt hann út skipinu og rak það á Eyri til Þórðar. Aron var þá um haustið í ýmsum stöðum suður þar. Kom þá til hans Hafþór móðurbróðir hans. Um haustið fór Sturla Sighvatsson út til Helgafells að finna Hall ábóta og með honum Vigfús Ívarsson og Korn-Björn Jónsson og Þorkötlu dóttur Böðvars frá Brunná og var hún á Eyri með Þórði. En Aron var í skógi út frá Valshamri er þeir Sturla riðu þar um. Vildi Aron þá leita á þá er þrír voru hvorir en Hafþór hélt honum. Þeir Sturla urðu eigi við varir. Sturla sendi Björn á Eyri og njósna ef Aron væri þar í sveit. Það var síðar um haustið að Sturla hafði njósn af að Aron væri að Valshamri á kosti Vigfúss er þar bjó. Reið Sturla þá út á strönd með fimmtánda mann. Þá var Aron að Valshamri og þeir Hafþór tveir og voru þar í sauðahúsi á vellinum. Þeir Sturla riðu að bænum og varð um háreysti mikið en þá var myrkt og tóku þeir af hestum sínum og fóru inn og var þá gert ljós í stofu. Eiríkur birkibeinn var þá nær nýkominn mjög til Sturlu. Var hann einn umrenningur. Hann gekk út og inn og vildi vita hvers hann yrði vís. Þeir Aron gerðu það ráð að Hafþór skyldi fara heim og njósna hvað komið væri. Hann fór hljóðlega á bak húsum en hliðskjár var á stofunni og setti hann þar við hlustina. Þá kom að Eiríkur birkibeinn og hjó á aðra kinnina og varð það banasár. Hljóp Eiríkur þá inn og sagði að hann hefði drepið einn fjandann. Þeir hljópu þá til vopna og út. Aron hafði þá gengið heim að forvitnast um Hafþór. Var hann þá kominn á völlinn mjög að húsunum er þeir Sturla komu út og fengu þeir slegið hring um Aron. Sturla hljóp á hest. Aron leitaði út af túninu til árinnar. Þeim Sturlu mönnum sýndist sem lýsu nokkurri brygði við hamarinn og litu þeir þar til. Aron hljóp þá að Korn-Birni og hjó til hans með saxinu og brá eigi áður. Björn rasaði við en Aron hljóp af túninu og yfir ána og hvarf þeim þá í myrkrinu. Hann hljóp suður yfir heiði og létti eigi fyrr en hann kom til Rauðamels til móður sinnar og var þá mjög þrekaður. Þeir Sturla fóru á brott og hafði hann sjálfdæmi af Vigfúsi og gerði tuttugu hundraða eyjar af honum en Björn laust hann öxarhamarshögg. Sturla fór heim eftir það. Aron fór suður um heiði sem ritað var og dvaldist þar til þess er hann var fær. Síðan fór hann í Eyrarhrepp og var á Berserkseyri með Halldóri Árnasyni. Þar var frilla föður hans og fundust þeir þar oft feðgar. Þá kom til Arons Starkaður Bjarnarson er kjappi var kallaður og fóru þeir suður í sveitir fyrir jól og voru hér og hvar á laun. En að jólum sagði Aron að hann vildi að þeir sætu um Sigmund snaga: Hann er settur til höfuðs mér. En hann bjó að Eyðihúsum út frá Fáskrúðarbakka. Þeir Aron voru hinn níunda dag jóla í stakkgarði einum. En þaðan skammt var annar garður er Sigmundur færði hey úr og annar maður með honum og vildi Aron eigi á hann leita. En um kveldið er niðmyrkur var á fóru þeir heim til Eyðihúsa. Var Aron úti hjá durum og stóð úti við kampinn er hlaðinn var af vegginum. Starkaður fór inn og bað sér greiða. Sigmundur var einn karla heima og hafði háttað í dagsljósi er frjádagur var. Helga frilla Sigmundar kvað ekki vatn inni en börn vildu drekka. Sigmundur bað sér fá skjólur og lést taka mundu vatn. Starkaður bauð að fara með honum. Hann játti því. Gengu þeir til dura. Starkaður var hámæltur og bað Sigmund ganga fyrri. En er Sigmundur kom út úr durunum lagði Aron í gegnum hann með saxinu Tumanaut. Var það banasár. Síðan fóru þeir inn og ráku fólk allt í stofu en bjuggu búi sem þeim líkaði og voru þeir þar meðan myrkt var. Síðan fóru þeir á brott suður í hraun til Rauðamels og voru þar um hríð. Síðan fór Aron suður á Hvalsnes til Þorsteins og var þar um hríð. Þaðan fór hann suður í Odda til Haralds Sæmundarsonar og var þar í skoti um stund. Haraldur kom Aroni utan. Fór hann til Hákonar konungs. Síðan fór hann til Jórsala og aftur í Noreg og gerði Hákon konungur hann þá hirðmann sinn. Svo segir Ólafur hvítaskáld:

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.