Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Ísls ch. 51

Íslendinga saga 51 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (Ísls ch. 51)

Anonymous SturlungaÍslendinga saga
505152

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Þorvaldur Snorrason bjó þá í Vatnsfirði. Hann var þá kallaður sáttur við alla menn og hafði þá heldur mannfátt. Var þá skipulega með honum og Hrafnssonum. Höfðu þeir þá bú á Eyri. En á Breiðabólstað í Steingrímsfirði bjó Bergþór Jónsson en bræður hans Brandur og Ingimundur bjuggu á Reykjahólum. Ingimundur hafði farið utan með Snorra sem fyrr var ritað. Var með þeim frændum allkært. Þá var með Snorra Sturla Bárðarson er Þorvaldur lét fóthöggva á Eyri. Var hann mikill óvin Þorvalds og kærði það oft fyrir Snorra. Það bar við í þann tíma að Bárður Snorrason bróðir Þorvalds gat barn við Helgu Ásgrímsdóttur konu Bergþórs. Hét Jón son þeirra. Þessi barngetnaður eirði Bergþóri illa og svo bræðrum hans og sótti að því Snorra Sturluson. En Snorri segir svo að þeir mundu eigi fá rétt hlut sinn við Bárð meðan Þorvaldur væri uppi, kallaði hann sitja yfir hvers manns hlut vestur þar en kallaði þá svo mennta og ættaða að þeir mættu halda hlut sínum við flesta menn. En er þeir heyrðu þvílík orð fylltust þeir af fjandskap við Þorvald og var mest undir að Sturla Bárðarson. Þeir bræður Jónssynir safna til sín nokkurum mönnum. Voru þeir þrír bræður, Bergþór og Brandur og Ingimundur og Ásgrímur son Bergþórs, Filippus Kolbeinsson, Einar naut Gamlason, Sigurður, Rögnvaldur Kársson. En þessir komu sunnan frá Snorra: Sturla Bárðarson, Eiríkur birkibeinn, Tafl-Bergur og Dansa-Bergur, Brandur Arnórsson. Þeir voru þrettán saman. Þessir menn riðu vestur til Ísafjarðar á Nauteyri og tóku þar skip en létu eftir hesta sína og söðla. Þeir fóru yfir fjörð til Vatnsfjarðar og gengu þar upp. En er þeir komu í túnið heyrðu þeir að hundur kvað við og kenndu þeir að það var Buski er jafnan var vanur að fylgja Þorvaldi. Þóttust þeir þá vita að Þorvaldur var heima. Skiptu þeir þá mönnum til inngöngu en sumir gættu dura. Ingimundur Jónsson og Ásgrímur gengu inn vestri dyr með nokkura menn. Brandur Jónsson var fyrir þeim durum er nærri voru stofu. Þorvaldur var heima og sjö karlar. Hann lá í lokhvílu og tvær frillur hans, Halldóra dóttir Sveins Helgasonar, og Lofnheiður. Þeir Ingimundur hjuggu upp í setið þá er þeir komu inn í skálann og unnu á mönnum, Þóri syni Þorbjarnar merarleists og öðrum manni. Þorvaldur hljóp upp er hann varð var við ófriðinn og tók yfir sig kvenskikkju. Hann hljóp fram á gólfið og innar eftir skálanum til stofu og kastaði þá af sér skikkjunni og hljóp út í dyrin milli stofu og skála þar er þeir Brandur voru fyrir. Niðamyrkur var á. En er hann kom á völlinn bað hann þá geyma að hann Þorvaldur kæmist eigi út. Þorvaldur rann af túninu og kom fyrst á bæ þann er í Þúfum heitir og tók þar klæði, fór þaðan í Reykjanes og stefndi þar að sér nokkurum mönnum. Þeir Ásgrímur hljópu í lokrekkjuna og var Þorvaldur þá á brottu. Lofnheiður var sár nokkuð. Þeir leituðu Þorvalds um húsin og fannst eigi sem líklegt var. Brandur lét aldrei á sannast að hann hefði þær dyr út farið er hann var fyrir. Skamma stund dvöldust Jónssynir í Vatnsfirði síðan er þeir vissu að Þorvaldur var á brottu. Fóru þeir þá til skips og fóru út eftir firði til Skutilsfjarðar og fengu sér þar hesta og riðu vestur yfir heiði. Þá er Þorvaldur var í Reykjanesi sendi hann Hallbjörn Kalason út yfir Glámu, fyrst á Sanda til Odds Álasonar. Bað Þorvaldur að Oddur færi á fund Hrafnssona og letja þá þess að þeir gengju í þetta vandkvæði með þeim Jónssonum. Þorvaldur fór úr Reykjanesi út til Snæfjalla til Bárðar bróður síns. Gerði hann þar það ráð að hann lét fara Bárð bróður sinn og Þórð son sinn suður í Skálaholt til Magnúss biskups og bað þá þar vera um veturinn og eiga engan hlut að skiptum þeirra um veturinn. Eftir það fór Þorvaldur heim í Vatnsfjörð. Jónssynir fóru þar til er þeir komu á Eyri í Arnarfjörð og báðu Hrafnssonu að þeir skyldu ganga í málin með þeim. Sögðu þeir að lítið mundi leggjast fyrir Þorvald ef þeir legðust allir að honum. En með því að Hrafnssonum þótti eigi efnd hafa verið gerð sú, er Þórður Sturluson hafði gert um víg Hrafns eða sektir Koll-Bárðar eða fleiri manna, er héraðsekir voru gervir og mjög eggja Jónssynir þá, nú fyrir slíkt gengu Hrafnssynir í þetta vandræði og svo Oddur Álason mágur þeirra og flestir hinir betri menn utan úr fjörðum. Fóru þeir þá þegar til Ísafjarðar og fóru Hestfjarðarheiði með níu tigi manna. Þeir koma í Kálfavík í Skötufjörð og drápu þar tvo menn en í Heydal í Mjóvafirði drápu þeir einn mann.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.