Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Ísls ch. 49

Íslendinga saga 49 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (Ísls ch. 49)

Anonymous SturlungaÍslendinga saga
484950

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Um vorið eftir páskaviku sendi Sighvatur orð vestur í Dala til Sturlu og bað hann koma norður með fjölmenni, kallaði honum mál að leita til bróðurhefnda. Brá Sturla þegar við og stefndi til sín mönnum og fór norður með fjölmenni og mikla sveit manna. Þar var Guðmundur skáld Oddsson í för og kvað vísu: Sturla fer norður til Skagafjarðar. Var Þórarinn Jónsson þar fyrir og hafði hann liðsdrátt um Skagafjörð en Sighvatur lét safna liði um Eyjafjörð og dali. Síðan drógu þeir skip að sér og fóru til Grímseyjar. Þeir höfðu nær þrjú hundruð manna. En er biskupsmenn sáu er ófriðurinn fór að þeim hljópu þeir saman og tóku vopn sín. Voru það sjö tigir manna er vopnfært var en þrír tigir voru konur og stafkarlar. Biskup gekk til kirkju og nokkurir prestar með honum. Eyjólfur Kársson var mest fyrir biskupsmönnum. Sumir menn gengu til skriftar við biskup áður þeir fóru ofan. Aron Hjörleifsson spurði Eyjólf Kársson hvar væru vopn Tuma. Þau hanga hjá rúmi mínu heima í skála. Munum vér nú eigi þurfa vopnin? segir Aron. Engan ætla eg fúsan að bera þau á mót Sturlu, segir Eyjólfur. Aron fékk þá sín vopn einhverjum þeirra félaga en gekk eftir vopnum Tumanautum og fór í. En er hann kom að kirkjugarði gekk biskup á mót honum og spurði ef hann vildi skriftast. Aron kvað eigi tóm að því. Ver góður við fátæka menn, segir biskup, en sjást munum við enn. Aron kvað sig dreymt hafa að biskup legði yfir hann skikkju sína um nóttina. Aron hljóp í vík eina og voru þeir þar ellefu til varnar en Eyjólfur var í annarri vík með þrjá tigu manna. Þá voru enn sumir í hinni þriðju vík. Sturla stakk þar stafni að er þeir Aron voru fyrir. Hann var í rauðum kyrtli yfir brynjunni og hafði upp drepið blöðunum. Þeir Sturla hljópu fyrir borð þegar skipin stóðu grunn og gengu þar upp. Þar var brúk og möl fyrir ofan. Þar stóðu biskupsmenn á ofanverðu brúkinu. Sturla tók til orða: Þar er Aron fjandinn uppi. Látum vér hann eigi undan komast. Hljóp Sturla þá upp á brúkið og Sigmundur snagi á aðra hönd honum. Aron lagði til Sturlu og bað hann þar að sækja, kvað þar vera merkið, vopn Tuma bróður hans. Sturla lagði á móti til Arons í kinnina og um þveran munninn og út um aðra kinnina. Aron lagði þá og á móti til Sturlu og féll hann á hliðina á brúkinu og bar brynjuna af lærinu. Vildi Aron þar þá til leggja en Sigmundur snagi kastaði yfir hann skildi og kom þar í lagið. Eftir það hljóp Sturla upp og sóttu að þeim Aroni og stóðu spjót svo þykkt á honum að hann fékk trautt fallið og varð víða sár og þó miður en þeir ætluðu. Runnu þá biskupsmenn upp úr fjörunni en þeir Sturla eftir þeim en Aron lá þar eftir. Fóru þeir Sturla þá heim til kirkjugarðs. Voru þar teknir prestar tveir og geldir, Snorri og Knútur. Aron lá á brúkinu þar til er Eyjólfur Kársson kom til hans og mælti: Hvort lifir þú mágur? Hann læst lifa og leika ekki. Eyjólfur tók hann í fang sér og bar til sjóvar. Þar var skip fyrir, Árni prestur og þrír menn aðrir. Eyjólfur bar Aron út á skipið og hratt frá landi. Þeir báðu hann fara með sér. Hann lést vilja meiða skipin svo að eigi væri eftir þeim róið og bað þá eigi á land ganga fyrir vestan Tjörnes. Eyjólfur hljóp þá til rimanausts er ferja var í og barði um hana. Það heyrðu menn Sighvats og hljópu til naustsins níu saman og sóttu hann. Eyjólfur varðist með öxi þar til er þeir hjuggu hana af skafti. Þá tók hann ferjuár og varðist með og hjuggu þeir fjórar árar fyrir honum. Þá lagði sá maður til Eyjólfs er Brandur hét, undir höndina og út undir aðra. Hljóp hann þá út millum þeirra. Flæður var sjóvar og skammt til sjóvarins. Maður einn hjó eftir honum. Kom á fótinn við ökklað og tók af svo að lafði við og hnekkti á sjóinn og lagðist í sker eitt. Það voru tólf faðmar. Hljópu þá menn Sighvats á skip en er þeir komu í skerið lá Eyjólfur á grúfu og hafði lagt hendur í kross frá sér. Ekki blæddi þá er þeir lögðu til hans. Of vörn hans var þetta kveðið: Þessir menn féllu þar með Eyjólfi: Árni og Ketill prestur, Sveinn og Marteinn Jónssynir og Skeggi Snorrason, Einar og Gunnar og enn tveir eða þrír af biskupi. Þeir Sighvatur létu leggja hendur á biskup og fór hann á því skipi úr eyjunni er Sighvatur var á. Guðmundur biskup bað guð hefna sín því að eg má eigi, vesalingur minn. Það er sögn manna að þrír tigir manna og tveir menn létust af þeim er farið höfðu að biskupi með þeim Sighvati þá er þeir fóru úr Grímsey. Sturla fór heim vestur eftir fundinn. Þá kvað Guðmundur skáld:

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.