Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Ísls ch. 42

Íslendinga saga 42 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (Ísls ch. 42)

Anonymous SturlungaÍslendinga saga
414243

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Fyrir Maríumessu síðari sendi biskup mann í Múla á Skálmarnes til Oddleifs prests að hann vildi þar veita tíðir Maríumessu og vera þar við níunda mann. En prestur taldist undan og þóttist eigi mega við þeim taka. Þá beiddist biskup að þeir skyldu vera við hinn þriðja mann áður þeir skildu en prestur taldist undan eigi að síður. Þá sagði biskup að hann mundi henda meira misfelli á þeim misserum en þó að hann æli biskup með þriðja mann. Og það gekk svo að annað sumar um nóttina fyrir Maríumessu brann þar upp bærinn að köldum kolum. Guðmundur biskup var í Kerlingarfirði um hríð og bætti þar mjög að reimleikum þeim er menn þóttust þar eigi mega úti búa áður en síðan varð að því engum manni mein. Biskup fór þá þaðan út í Flatey og var þar um veturinn með miklu fjölmenni. Hafði Eyjólfur mikinn kostnað og fékk skörulega til. En um vorið fer biskup norður í sveitir og með honum Eyjólfur Kársson og Einar Hrafnsson. Þar var Ketill Ingjaldsson, Jón Ófeigsson bróðir Eyjólfs. Þeir komu til Hóla og dvöldust þar um hríð. Síðan fóru þeir norður til Svarfaðardals og ætlaði biskup norður í sýslu sína en Eyfirðingar vildu eigi taka við biskupi á bæi sína og flokk hans. Fór biskup yfir fjörð til Höfða, fór síðan tómlega norður til Reykjadals og þar dvaldist biskup lengi um sumarið. Dreif þá til hans fólk margt. Bergþór Jónsson var þar með biskupi og hafði hann nær tíu tigu manna. Þótti bóndum þungt undir að búa og þoldu þó um hríð. Fer biskup í Múla og tekur Ívar við honum liðlega og er þar sæmileg veisla þess er sjá mátti að engi ástsemd var veitt af Ívari. Skilja þeir þó vel og fór biskup á brott og sest á Einarsstaði um hríð. Flýr Ögmundur prestur ofan í Múla með málnytu sína en Höskuldur Gunnarsson er bjó á hálfu landinu var eftir því að hann bauð biskupi það er hann hafði til. Litlu síðar gisti biskup á Grenjaðarstöðum. Var þá það orð á að hann mundi þaðan í Múla í annað sinn. Ívar vill nú víst eigi við honum taka og hafði fjóra tigu manna og búnir sem til bardaga og skipaði mönnum í stöður. En að þeim viðurbúningi ríður biskup í tún. Spyrja þeir Eyjólfur hvað safnaður þessi skal en Ívar segir að þeir skulu nú að keyptu komast áður þeir fái eign hans og segir að nú skal fara allt saman, karl og kýr. En er biskup heyrði þetta þá mælti hann: Ríðum vér sveinar og eigum ekki við Ívar því að nú er óhreinn andi með honum. Biskup ríður yfir til Kinnar og gistir að Stað. Bændur fara heim og gera orð Sighvati og Arnóri og þeir rýmdu af þeim ófriði þessum. Þeir bregða við skjótt. Safnar Arnór mönnum um dali en Sighvatur um Eyjafjörð. Mánadaginn er biskup var undir Fjalli ríður Ívar ofan í Valahrís og með honum Ögmundur prestur af Einarsstöðum og Oddur son hans. Finna þeir þar á veginum Þorvarð úr Saurbæ og stíga af hestum sínum og töluðust við. Þá ríður þar að Höskuldur Gunnarsson. Ívar mælti: Hví ríður þú hér Höskuldur í glett við oss því að ósýnt er hversu vér þolum þér það. Eg hlýt að ráða ferðum mínum en þér munuð yður ráða. Í því hljóp að Oddur skeiðkollur og höggur til Höskuldar og stefnir á fótinn en Höskuldur brá undan fætinum og fram á hestshálsinn og kom á síðu hestsins. Í því reið Höskuldur undan en hesturinn féll dauður niður er hann kom á völlinn undir Fjalli. Fór hann á fund biskups en þeir Ívar heim í Múla. Síðan fer biskup á Einarsstaði og þaðan á Helgastaði og ætlaði að vígja þar kirkju á Jónsmessu of haustið sem hann gerði. Eyjólfur Kársson fór í Múla og bauð Ívari að biskup vígði þar kirkju um daginn eftir en Ívar vildi eigi og lést vígi verja mundu ef biskup kæmi. Nú kemur biskupi njósn að flokkar drógust að öllum megin. Biskup lýkur þá kirkjuvígslu. Síðan búast menn til varnar þar í kirkjugarðinum og báru að sér grjót mikið. Síðan sjá þeir að flokkarnir fara ofan að Einarsstöðum. Er þá sveit biskups í kirkjugarði en Þorljótur bóndi og Sigurður bróðir hans og heimasveitin voru einir sér. Þá mælti Sigurður: Sjáið nú sveinar hvar flokkurinn þeirra höfðingjanna ríður enda skellur þar nú lás fyrir búr þeirra Reykdæla. Síðan sáu þeir annan flokk ríða neðan eftir Vatnshlíð. Flokkarnir urðu mjög jafnskjótir. Þá var nón dags. Var þá slegið upp herópi og skipað til atgöngu. Gekk Arnór sunnan að með sína menn en Sighvatur að hliðinu og úr túninu en Ívar norðan. Biskup er í kirkju. Gengur nú hörð hríð með grjóti og lögum. Sturla Sighvatsson fékk steinshögg. Þá mælti Sighvatur: Engu eira þeir nú biskupsmenn. Nú berja þeir sveininn Sturlu sem aðra menn eða hvar ert þú Guðmundur Gilsson? Sérð þú hvergi Eyjólf Kársson í kirkjugarðinum? Eða manstu eigi bardagann á Mel? Við eggjan þessa knúðust Sighvats menn fast til atgöngu. Féll þá margt af biskupsmönnum. Þá féll sá maður er Gísli hét. Litlu síðar fékk lag í augað af spjóti maður Arnórs er Hámundur hét Þorvarðsson. Hann andaðist of morguninn eftir. Eftir þetta gekk biskup úr kirkju og til sinna manna. Eru þeir þá allákafir og berjast djarflega og engi einn betur en Jón Ófeigsson. Og við þetta leggja þeir frá að sinni og létust heldur vilja vinna með ráðum en mannháska, vildu og eigi berjast fyrir það að biskup væri í lífsháska. Setja þeir menn til að engir af biskupsmönnum kæmust á brott án þeirra vilja. Síðan gengu þeir fyrirmennirnir suður á völlinn. Þá spurði Arnór Sighvat: Þykir þér eigi hörð hríð gengið hafa mágur? Hörð víst, segir hann. Arnór mælti: Í sumar hefir mér verið kvellingasamt en er mér komu orð Reykdæla, að þeir þyrftu liðs við, hóf af mér allar vomur svo að eg kenni mér hvergi illt. Það mun þér þykja jartein, segir Sighvatur. Arnór segir: Slíkt kalla eg atburð en eigi jartein. Síðan setjast þeir um kirkjugarðinn og var leitað um sættir og var sem það gerði ekki. Líður nú af nóttin. Var biskup og hans menn í kirkju en hinir sátu umbergis. Einn biskupsmaður komst úr kirkju út yfir um á. Sá hét Eyjólfur hríðarefni, óspakur maður. Var hann þar tekinn og barður. Drógu þeir hann heim hálfdauðan og drápu hann þar. Drottinsmorguninn snemma gerðu þeir vígflaka af röftum og bera hann að lundi þeim er stóð sunnan að garðinum og grafa þar garðinn undir flakanum. Var þar mjög jafnskjótt að hlið varð á garðinum og biskupsmenn gáfust upp og fóru í kirkju. En Ísleifur Hallsson var þar kominn og höfðu engir hans menn barist. Hann bjó þá að Þverá í Laxárdal. Ísleifur bauð biskupi að fara heim með sér og það þá biskup. En þeir er eftir voru gengu til griða. Gaf Arnór grið Eyjólfi Kárssyni en Tumi Sighvatsson Jóni Ófeigssyni. Tveir menn voru drepnir. Hét annar Þorgeir háleygur, annar Þórður Arason. Reið Sighvatur þá á brott en Arnór nótt síðar. Biskup fór frá Þverá norður yfir Reykjaheiði og allt á Sauðanes og gerði þar vígslur á sæludögum. Eftir það fór hann norður til Öxarfjarðar og svo um Reykjaheiði. En er hann kemur í Reykjardal er honum sagt að Eyfirðingar muni á mót honum rísa. Fór hann þá til Bárðardals og upp Króksdal, svo suður um Sand og létti eigi fyrr en hann kemur í Odda og tekur Sæmundur allvel við biskupi og býður honum þar að vera meðan hann vill og það þiggur biskup. Er hann þar um veturinn við nokkura menn en suma vistaði hann annars staðar þar nær.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.