Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Ísls ch. 41

Íslendinga saga 41 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (Ísls ch. 41)

Anonymous SturlungaÍslendinga saga
404142

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Það sumar hið sama sem Snorri fór utan kom út Guðmundur biskup og fór til stóls síns. Setti hann þá skóla að Hólum og var Þórður ufsi meistari. Dreif þá lið mikið til biskups og horfði til kostnaðar. Arnór dró þá lið saman og kom um nótt til Hóla. Tóku þeir biskup í hvílu sinni og drógu hann ofan eftir húsum. Hann setur hendur eða fætur í dyristafi eða þili en þeir drógu hann því harðara svo að við stórmeiðslum var búið. Þeir koma honum um morguninn út úr húsum, lögðu hann þá í vagir og óku með hann í Ás til bús Arnórs. Þeir ráku af staðnum allt lið það er biskupi var hendilangt, svo meistara og alla skólasveina en heitast að brenna skólann og lið það er inni var. Þá fór meistari á Völlu og Eyjólfur son Valla-Brands. Kenndi hann mörgum sveinum um veturinn. Þann vetur var biskup í Ási og haldinn sem óspektarmaður í myrkvastofu. Einn þjónn var hjá honum og aldrei var hann frjáls að ganga að nauðsynjum sínum á brott. Um sumarið eftir báru þeir hann í börum til Hvítár. Í þessi ferð þoldi hann svo hart að hélt við beinbrot að því er menn hugðu. Hestarnir voru keyrðir undir honum svo hart að barirnar hrutu í sundur en biskup dragnaði um grjót og móa en hafði af engum þeirra hjálp. Um sumarið eftir tók Arnór sér far og ætlaði að biskup skyldi þar utan hvort er honum líkaði vel eða illa. Sat Arnór þar um sumarið og var biskup þar í geymslum. Þá bjó Eyjólfur Kársson í Flatey sem fyrr var sagt. Honum fannst mikið um er biskup var að nokkuru nauðbeygður og sendi suður sveinpilt þann er hét Skúma hinn litli. Hann var hraustur og eigi svo ungur sem hann var lítill vexti. Hann var á Hvítárvöllum um sumarið og hljóp þangað sem hann var sendur. Var hann lengstum í búð Norðlendinga þar sem biskup var. Þær voru fyrir vestan Hvítá undir Þjóðólfsholti þar sem nú er húsabærinn. Voru dyr á miðri búð og horfðu upp að holtinu. Var biskup í þann arm búðarinnar er vissi frá ánni og stóð húðfatið við gaflinn og vissi höfðafjölin ofan til Ferjubakka. Um sumarið eftir Maríumessu fór Eyjólfur Kársson úr Flatey og suður til Eyrar til Guðrúnar mágkonu sinnar og fékk sér þar hesta. Voru þeir fimm eða sex og riðu suður um heiði og svo suður um Mýrar þar til er þeir komu í Eskiholt. Þar bjó sá maður er Guðmundur hét. Hann varðveitti þá Eyjólf þar í sauðahúsi sínu og hann sagði biskupi að Eyjólfur var kominn. Það var eina nótt að laust á foraðsveðri með regni og krapadrífu. Þá riðu þeir Eyjólfur á Völlu og sendu fyrir einn sinn förunaut til móts við Skúmu og sagði hann þeim hvað títt var að sex menn vöktu yfir biskupi og hrukku þeir menn inn í búðina. Og þá er Eyjólfur kom voru þeir sofnaðir og hrutu mjög. Þá var vott veður. Eyjólfur spretti tjaldskörum að höfði biskupi og tóku af húðir er tjaldað var með bæði utan og innan. Hann tók biskup í fang sér og gekk með hann brott frá búðinni og færðu hann þar í klæði þau er þeir höfðu haft á mót honum, kórkápu og kyrtil hvítan, og riðu brott með hann og út á Mýrar. Og sögðu þeir svo að þeir fengju hvergi blautt um Valbjarnarvöllu en hrælog brunnu af spjótum þeirra svo að lýsti af. Skúma hinn litli lagðist í húðfat biskups og sögðu varðmenn að kampi svæfi lengi um morguninn. Sumir sögðu hann vera mundu sjúkan er hann gáði eigi tíða sinna. Gengu menn þá til og leituðu orða við hann. Sagði Skúma að biskup var á brottu og Eyjólfur Kársson hefði sóttan hann, kallaði þá eigi skemmra komna mundu en vestur yfir Langavatnsdal. Var þá sagt Arnóri og þótti honum allilla en þó varð eigi eftirreiðin því að þeir vissu eigi hvort biskup hafði snúið út á Mýrar eða vestur í Dali. Arnór brá utanferð sinni og fór norður til Skagafjarðar og var þar um veturinn. Þeir biskup fóru í hríðinni vestur á Eyri til Guðrúnar Sveinbjarnardóttur og gengu þar á skip og fóru vestur til Flateyjar. Þeir voru þar litla hríð áður þeir fóru inn til Kerlingarfjarðar og lágu þar í skógum þar til er þeir spurðu að engi varð eftirleitin þeirra Arnórs.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.