Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Ísls ch. 40

Íslendinga saga 40 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (Ísls ch. 40)

Anonymous SturlungaÍslendinga saga
394041

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Í þenna tíma fór utan Páll Sæmundarson. Og er hann kom til Björgvinjar gerðu Björgvinjarmenn að honum spott mikið og sögðu að hann mundi ætla að vera konungur eða jarl yfir Noregi. Sumir létu sem heitast skyldu við hann og kölluðu óráð að bíða þess að hann efldi ófriðarflokk nokkurn. Nú við sköll þá er Páli þótti ger að sér réð hann sig í byrðing er ætlaði norður til Þrándheims á fund Inga konungs. Þeir sigldu sjö byrðingum fyrir Stað. Áslákur Hauksson var á einum fyrirmaður. Þar týndust allir þessir byrðingar og lést hvert mannsbarn er á var. En er þetta spurði Sæmundur faðir hans varð hann reiður mjög og tók svo upp að Páll hefði látist af völdum Björgvinjarmanna. Hann safnaði sér liði miklu og fór út á Eyrar og bar þessar sakir á Björgvinjarmenn og var þar engi kostur annar en Austmenn skyldu festa honum gjöld svo mikil sem hann vildi á þá leggja. Áttu þar margir hlut að að sefja Sæmund og Ormur bróðir hans mestan og honum fór best af öllum Oddaverjum en ekki stoðaði. Tók Sæmundur þar upp þrjú hundruð hundraða fyrir kaupmönnum. Í Vestmannaeyjar kom knörr mikill og hafði verið Grænlandsfar. Voru þeir stýrimenn Grímar og Sörli. Hann var úr Harðangri. Lagði Sæmundur gjöld á þá sem á aðra menn. Sörli var um veturinn með Ormi og þótti þeim Grímari allillt félátið. Fór Grímar um vorið í Odda og þeir eigi allfáir Austmennirnir og létu alltortrygglega. Höfðu menn það fyrir satt að þeir hefðu ætlað að ráða á Sæmund ef þeir þættust afla til hafa en þar var margt manna fyrir. Illir voru þeir viðskiptis við landsmenn. Ormur keypti við að þeim til þaks á kirkju sína og var eigi á land fluttur. Magnús biskup kom út tveimur vetrum áður. En um sumarið áður þeir Grímar bjuggust utan fór Ormur Jónsson út í Eyjar og ætlaði að sækja við þann er hann hafði keypt. Og er hann kom út spurði hann Sörla að ef hann vildi ljá honum bátinn en hann kveðst ljá mundu ef þyrfti. Og um daginn er Ormur ætlaði að búast hljóp Grímar að honum og hjó hann banahögg. Þá sneru þeir að Jóni syni hans og sögðu að sá skyldi skemmst eiga að gráta sinn föður og vógu hann. Báðir voru þeir messudjáknar að vígslu. Skeggi prestur laust til Ívars Sörlasonar og hljóp síðan upp á raftabolung og varðist þaðan. Ívar Sörlason vó hann. Þorleifur úr Kollabæ lést og þar. Hann var djákn og átti Guðnýju dóttur Indriða prests Steingrímssonar. Eftir þetta létu Austmenn engi skip ganga úr Eyjunum áður þeir sigldu á haf. Þetta þóttu mikil tíðindi og ill þá er spurðust. Fór Sæmundi það drengilega að hann gaf allan arf börnum Orms eftir hann, óskilgetnum. Þá hafði Björn son Þorvalds Gissurarsonar fengið Hallveigar dóttur Orms. Bjuggu þau á Stokkseyri og áttu son er Klængur hét. Og um vorið eftir víg Orms réðst Björn á Breiðabólstað og tók við búi því er Ormur hafði átt og Dalverjagoðorð. Hafði hann þá vald yfir fé Kolskeggs og stórfé er Ormur hafði átt. Gerðist hann rausnarmaður í búi og þótti vænn til höfðingja. Var hann ákafamaður mikill í skapi. Hann reið norður til Miðfjarðar til þeirra Kálfssona frænda hans. Þaðan fór hann til Bjargs og dró þar Austmann úr kirkju og lét drepa. Sá var honum sagður frændi Sörla. Borghildur er verið hafði frilla Orms hafði Vallaland og mikið fé annað. Hún gerði heiman dóttur Orms en synir hans höfðu sumt. Guðrún hét dóttir Orms. Hún var sér um móður. Hún var gift Hólmsteini Grímssyni. Þeirra son var Grímur prestur. Sæmundur var vel til allra barna Orms. Sumar það er Ormur var veginn réðst Snorri Sturluson til utanferðar. Handsalaði hann þá Þórði bróður sínum fé sitt allt til varðveislu en fyrir búið í Reykjaholti setti hann Guðnýju móður sína. Hún hafði áður verið fyrir búum Þórðar sonar síns að Stað eða á Eyri. Það sumar áður Snorri fór utan gifti hann Hallberu dóttur sína Árna syni Magnúss Ámundasonar. Var brúðlaup þeirra í Reykjaholti. Hafði hann Brautarholt til félags við hana og mikið fé annað. Voru þau í Reykjaholti lengstum þau misseri því að ekki nýtti af henni um samvistur ef þau voru eigi þar. Snorri frétti eigi víg Orms fyrr en hann kom í Noreg en hann fór utan í Hvítá. Og lagðist þungur orðrómur á um mál Oddaverja um fjárupptökur þær sem verið höfðu á Eyrum. Um víg Orms var þunglega svarað þeim mönnum er þar beiddu bóta fyrir. Þá er Snorri kom til Noregs voru höfðingjar orðnir Hákon konungur og Skúli jarl. Tók jarl forkunnar vel við Snorra og fór hann til jarls. En þeir menn er utan fóru með Snorra réðust til suðurferðar, Ingimundur Jónsson og Árni son Brands Gunnhvatssonar. Snorri var um veturinn með jarli en um sumarið eftir fór hann austur á Gautland á fund Áskels lögmanns og frú Kristínar er átt hafði áður Hákon galinn. Snorri hafði ort um hana kvæði það er Andvaka heitir fyrir Hákon jarl að bæn hans og tók hún sæmilega við Snorra og veitti honum margar gjafir sæmilegar. Hún gaf honum merki það er átt hafði Eiríkur Svíakonungur Knútsson. Það hafði hann þá er hann felldi Sörkvi konung á Gestilsreyni. Snorri fór um haustið aftur til Skúla jarls og var þar annan vetur í allgóðu yfirlæti.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.