Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Ísls ch. 39

Íslendinga saga 39 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (Ísls ch. 39)

Anonymous SturlungaÍslendinga saga
383940

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Nær þessu var það tíðinda eitt sumar á þingi að búðir Snorra Sturlusonar stóðu hið næsta og Allsherjarbúð er Magnús goði átti son Guðmundar gríss og Solveigar dóttur Jóns Loftssonar. Þeir voru fylgdarmenn Snorra Valgarður Styrmisson og Herburt. Hann var Suðurmaður og kunni allra manna best við buklara. Þeir gengu með nokkura menn til búðar Magnúss og hjuggu kylfur úr viðkesti sem þá var títt að bera til dóma. En sá hét Erlendur bakrauf, Hjaltur einn, hann var þar heitumaður og geymdi viðarins. Hann hljóp til og vildi eigi að viðurinn væri dreginn. Þá var sagt Magnúsi að þeir héldust á úti og þar var hlaupaför. Hann bað sína menn til fara og hljóp út fyrstur. En er hann kom út hafði hann Herburt brugðið sverði og vildi höggva Hjaltinn. Magnús tók berum höndum sverðið og stöðvaði höggið. Hann skeindist mjög á höndunum. Þá var sagt Sæmundi að unnið væri á Magnúsi. Sæmundur lét tómlega við áður Páll son hans spurði hvort hann mundi sitja kyrr þótt Magnús systurson hans væri drepinn úti. Þá mælti Sæmundur að menn skyldu taka herklæði sín. Nú var sagt Snorra að menn hans voru barðir úti og hljópu allir til vopna og út í búðasundið og fylktu þar. Snorri sendi orð bræðrum sínum, Þórði og Sighvati. Komu þeir þá til báðir með sína menn og þótti Sighvati Snorri ekki vel hafa haldið stöðunni áður hann kom til. Dreif nú til allur þingheimurinn og veitti hver sínum vin. Voru hvorirtveggju mjög fjölmennir en þó var Sæmundur miklu aflamestur. Þorvaldur Gissurarson réð til meðalgöngu og margir menn með honum en þeir Páll Sæmundarson og Loftur biskupsson eggjuðu mest til atgöngu. En Þorvaldur gat komið á griðum um nokkurra nátta sakir. Senda þá allir höfðingjar heim eftir liði. Þórður Sturluson sendi Þórð Kolbjarnarson eftir Böðvari syni sínum. Riðu þeir föstudag af Þingvelli út til Staðar en Böðvar kom á laugardaginn að nóni á Eyjarsanda með hálft annað hundrað manna. Kom þá orðsending á mót honum að þeir voru sáttir. En þær urðu málalyktir að Sæmundur skyldi gera fé svo mikið sem honum líkaði og allar sektir voru frá skildar. Bændur af Akranesi gengu til handsala fyrir Snorra. Þá er Sæmundur kom í búð sína þá talaði einn hans maður að enn færi sem oftar að Sæmundur hefði enn einn virðing af málum þessum. Sæmundur svarar: Hvað tjór slíkt að mæla því að bræður þessir draga sig svo fram að nær engir menn halda sig til fulls við þá? Eftir þetta fóru menn af þingi og Snorra líkaði illa. Jórunn hin auðga hét kona er bjó á Gufunesi. Atli hét maður sá er að búi var með henni. Þeir voru þrír bræður Svartur og Eiríkur synir Eyjólfs Óblauðssonar. Í þann tíma andaðist Jórunn og átti engan erfingja þann er skil væri að, en hún var í þingi með Magnúsi og ætlaði hann sér fé hennar en skipta frændum hennar til handa slíkt sem honum sýndist. En er Snorri spurði þetta sendi hann suður á nes Starkað Snorrason. En er hann kom sunnan hafði hann með sér þann mann er Koðrán hét, strák einn, og kallaði Snorri þann erfingja Jórunnar og tók hann það fémál af Koðráni. En um vorið um stefnudaga fór Snorri suður á Seltjarnarnes og hafði tvær ferjur af Akranesi og fjóra tigu manna á hvorri. Þeir létu fáa eina sjá er þeir fóru suður að nesinu og komu þeir mjög á óvart Magnúsi og stefndi Snorri Magnúsi skóggangsstefnu til Þverárþings. Magnús kallaðist þar utanþingsmaður en Snorri bað hann þar vörn fram færa. Eftir það fór Snorri heim og fór málum sínum fram á Þverárþingi og varð Magnús sekur skógarmaður. Eftir þetta fjölmenntu mjög hvorirtveggju til alþingis. Snorri lét gera búð þá upp frá Lögbergi er hann kallaði Grýlu. Snorri reið upp með sex hundruð manna og voru átta tigir Austmanna í flokki hans alskjaldaðir. Bræður hans voru þar báðir með miklu liði. Allir voru þeir fyrir vestan á. Dylgjur miklar voru um þingið. Magnús biskup fékk sætta þá og hann leysti landið á Gufunesi til handa Atla og lagði þá mjölskuld í landið. Snorri hafði virðing af málum þessum og í þessum málum gekk virðing hans við mest hér á landi. Hann gerðist skáld gott og var hagur á allt það er hann tók höndum til og hafði hinar bestu forsagnir á öllu því er gera skyldi. Hann orti kvæði um Hákon galin og sendi jarlinn gjafir út á mót, sverð og skjöld og brynju. Þar kvað um Máni þetta: Jarlinn ritaði til Snorra að hann skyldi fara utan og lést til hans gera miklar sæmdir og mjög var það í skapi Snorra. En jarlinn andaðist í þann tíma og brá það utanferð hans um nokkurra vetra sakir en þó hafði hann ráðið för sína þegar tími væri til.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.