Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Ísls ch. 31

Íslendinga saga 31 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (Ísls ch. 31)

Anonymous SturlungaÍslendinga saga
303132

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Þá koma út bréf Þóris erkibiskups svo mælandi: Þórir erkibiskup sendir hörmungarorð og heilræða Arnóri Tumasyni, Sigurði Ormssyni, Þorvaldi Gissurarsyni, Jóni Sigmundarsyni, Halli Kleppjárnssyni, Snorra Sturlusyni. Sannlegt þykir oss að byrja bréf vort og erindi af hörmung og heilræðum því að svo sem vér eigum að fagna yðrum fagnaði svo eigum vér og að ófagna yðrum ófagnaði eftir því segir Páll postuli: Gaudete cum gaudentibus et flete cum flentibus.- Fagna þeirra fagnaði er fagnað gera guði en gráti hina er við hann gremjast. En eftir guðs orðum sjálfs þá gremst sá við guð er við hans erindreka gremst, það er biskupa og presta. Hann segir sínum postulum: Qui vos audit me audit, qui vos spernit me spernit.- Sá er yður hlýðir hann hlýðir mér en sá er yður fyrirlítur hann fyrirlítur mig. Sömu orð taka til vor því að þeir eru vorir feður en vér þeirra synir sem propheta segir: Pro patribus nati sunt tibi filii. Þá kenning kennum vér er þeir lærðu oss og með sömu umbun ef vér flytjum vel, með sömu gjöldum ef vér flytjum illa. Háleitur er vor vandi ef vér þegjum eða hegnum eigi glæpa því að ef vér gerum það þá er týnd sál hins synduga en guð heimtir hana af oss og er ólíkur kostur að falla í nakkverja gremd við mennina hvegi máttugir er þeir eru eða grimmir heldur en gremjast við guð. En héðan spyrst hörmulegur grimmleikur og fátíður, guði og öllum guðs lögum gagnstaðlegur er Guðmundi biskupi er veittur ef sá er vöxtur á er margir segja að ólærðir menn hafa hann fyrirdæmdan, þar sem engi maður á á honum dóm nema páfinn og vér af hans hendi, og hann nú settur af sínu biskups ríki, hættur af mörgum sálum til ábyrgða, menn af honum drepnir og nokkur prestur í þeirri tölu- en þann vanda á engi að leysa nema páfinn sjálfur- aðrir og á móti teknir. Nú er þar komið að þessur mein verða aldrei með orðsendingum slökkt. Vér höfum þess freistað og hafa yfirbætur frestast og veldur því vansi trúar, ofkapp og þrályndi þeirra er í illu þrályndast. En þá er vér leitum við að rannsaka hvaðan þessar sakir rísa eða hverjir með kapp leita við heldur að næra þessi mein en slökkva þá vísa sumir sökum í einn stað, sumir í annan. Og sjáum vér fyrir því ekki annað heldur í þessu máli en biskup sæki á fund vorn og þeir með honum er hér eru á nefndir. Það bjóðum vér og undir hlýðni guði til þakka, heilagri kristni til frelsis, syndum yðrum til lausnar og öllum landslýð til þurftar að þér sækið að sumri á vorn fund en vér skulum alla stund á leggja að ósætt falli, sætt rísi, sálur hjálpist og langær friður standi í þessu landi. Til langra meina mun standa eftir því sem guð kennir oss ef þetta ráð er fyrirlitið. En þér Arnór og öðrum þeim er þú hefir yfir guðs eigu og biskups setta, þá bjóðum vér þeim af guðs hálfu fastlega í hlýðni að þér fáið honum af staðarins eign svo mikið góss að hann megi sæmilega utan fara og hvorki kenni hann hneisu í utanferð né afturhvarfi. En ef þér afrækist þetta vort boð þá vitið það fyrir víst að yðvar vandi skal aukast margfaldlega.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.