Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Ísls ch. 30

Íslendinga saga 30 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (Ísls ch. 30)

Anonymous SturlungaÍslendinga saga
293031

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Nú setjast þeir Arnór og Sigurður yfir staðinn auk alla staðarins eign og skipa mönnum til að taka tíundir biskups og allar hans eignir. Um vorið eftir sendir biskup bréf sín til staðarins og bað læsa kirkju og kallaði hana saurgaða bæði af manndrápi og grefti bannsettra manna. Var og svo gert. Þá var tjald reist utan kirkjugarðs og þar messur sungnar. Þeir Arnór og Sigurður þola eigi að kirkjan sé tíðalaus, fara til og þröngva prestum til að syngja í kirkju og eigi messur fyrst en litlu síðar var þar framið öll þjónusta og lík jörðuð. Aumleg og hörmuleg kristni var þar þá að sjá. Sumir prestar lögðu messusöng fyrir hræðslu sakir við guð, sumir frömdu fyrir hræðslu við höfðingja, sumir að sínum sjálfvilja. Höfuðkirkjan, móðirin, sat í sorg og sút og sumar dæturnar með henni en sumar glúpnuðu yfir hennar harmi. Lifði hver sem lysti en engi þorði um að vanda né satt að mæla. Guðmundur biskup var í Reykjaholti um veturinn með Snorra. Um vorið fór hann norður til Hrútafjarðar og ætlaði á skipi norður til staðarins eða allt til Austfjarða. En er þeir Arnór fregna það þá safna þeir liði saman og ætla að biskup muni ætla að setjast á staðinn. Þeir setja menn fyrir hjá höfnum þeim er líkast þótti til að biskup mundi lenda. En Arnór ætlar að snúa flokkinum til móts við biskup þegar hann fréttir til hans. En er biskup fréttir liðsdráttinn vendir hann aftur og fer á skipi til Steingrímsfjarðar. Fréttir hann þá meðferð prestanna og tíðagerð, bæði á staðnum og annars staðar. Biskup bannsetur þá alla presta er messur höfðu sungið í óleyfi hans og áttu allt samneyti við bannsetta menn. Biskup fer um sumarið yfir Vestfjörðu en um veturinn var hann á Breiðabólstað í Steingrímsfirði með Bergþóri Jónssyni og urðu þar margir hlutir þeir er frásagnar væru verðir og jartegnum þótti gegna þótt hér séu eigi ritnir, bæði það er biskup átti við flagð það er þeir kölluðu Selkollu og mart annað. Prestar fara sínu fram um þjónustugerð sína hvað sem biskup sagði og höfðu helst ráð um sinn vanda við Gunnlaug munk er mestur klerkur og góðviljamaður þótti vera þar í sveitum. Um vorið eftir var fundur lagður með þeim biskupi og Arnóri til sátta. Bauð Arnór marga kosti sæmilega en þó vildi hann eigi að biskup færi á staðinn svo að hann réði meira en klerkum og tíðum. Um sumarið eftir fór biskup vestan við tuttugasta mann og kemur í Eyjafjörð á óvart til Halls Kleppjárnssonar og tekur hann vel við biskupi því að þeir höfðu sæst áður. Nú frétta þeir Arnór þetta og draga lið saman og svo þeir Hallur og biskup í móti. Þeir fundust og varð svo til gætt að þeir skildu óhappalaust en sætt varð engi. Ventu þeir Hallur og biskup undan og vildu eigi ófrið. Fer biskup þá norður í sýslu sína og syngur messur í tjöldum en eigi í kirkjum meðan eigi var höfuðkirkjan hreinsuð.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.