Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Ísls ch. 29

Íslendinga saga 29 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (Ísls ch. 29)

Anonymous SturlungaÍslendinga saga
282930

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Um vorið eftir páska draga þeir sjö höfðingjar er áður voru nefndir flokka saman og fóru að biskupi. Þorvaldur Vatnsfirðingur var við þrjá tigu manna og gengu þeir allir. Hann hafði öxi í hendi og studdi ekki niður skaftinu er hann fór norður eða norðan. En er flokkarnir komu saman höfðu þeir sjö hundruð manna er biskupi veittu heimsókn á staðinn. Biskup hafði fátt lið fyrir utan heimamenn sína því að menn gengu mjög undan honum og vilja nálega ekki veita honum. Ögmundur vildi til og veita honum og komst eigi því að flokkur var ger í mót honum. Hann komst undan en þeir tóku skjöld hans úr kirkju og hesta hans svo að hann gat hvergi farið. Þeir Sigurður og Hallur voru fyrir þeim flokki. Þá er flokkarnir riðu á staðinn voru biskupsmenn á húsum uppi og höfðu búist þar til varnar. Þar var mart röskra manna. Gengu höfðingjar um bæinn og hugðu að hvar auðveldlegast væri að að sækja. Þórður Böðvarsson lagði það til að þeir skyldu um kveldið æpa heróp en ganga eigi að fyrr en um myrgininn og lést ætla að þá mundi þunnskipaðra á húsunum en um kveldið. Það fór svo sem hann gat að margir menn leyndust frá biskupi, sumir til óvina hans en sumir annan veg í brott svo að fátt var eftir um myrgininn. Þá gengu þeir í kirkju er sér þótti óvænt til griða. En er fátt biskupsmanna var eftir hljópu þeir á þá til bardaga. Þorkell prestur Bergþórsson er naddur var kallaður varðist alldrengilega og féll þar á húsunum. Þar voru fleiri menn drepnir en sumir í húsum inni. Einn drápu þeir í kirkjugarðinum svo að blóðið hraut á kirkjuna. Sex menn létust þar af biskupsmönnum. Arnór lét og sex menn. Síðan hljópu þeir í hús inn og brutu upp hurðir og hirslur, lok og lása, að leita manna. Nú gera þeir Arnór biskupi tvo kosti. Annan að hann skyldi taka þá úr banni en þeir mundu gefa grið sumum þeim er í kirkju voru en biskup skyldi fara af staðnum og koma þar aldrei síðan, ella mundu þeir drepa þá alla er í kirkju voru og eira öngu vætta en hafa þó biskup af staðnum svívirðilega. Biskup kaus hvorngan kost, sagðist ekki mega leysa þá. Það varð við bæn þeirra er dauðamenn voru að biskup vann það til lífs þeim að hann las yfir þeim Miserere og segir þeim að þá voru þeir eigi lausari en áður. Eftir þetta býður Snorri Sturluson biskupi til sín og fór biskup þann dag brott með Snorra. En er biskup var í brottu gengu þeir Arnór í kirkju með vopnum og eggjuðu út þá er inni voru og þeir þóttust mestar sakir við eiga ella kváðust þeir mundu sækja þá eða svelta þá í kirkjunni. Þá mælti Sveinn Jónsson: Gera má eg kost á út að ganga. Þeir spurðu hver sá væri. Ef þér limið mig að höndum og fótum áður en þér hálshöggvið mig. Og þessu var honum játað. Gekk hann þá út og allir þeir því að þeir vildu eigi að kirkjan saurgaðist af þeim eða blóði þeirra. Allir gengu slyppir út. Var Sveinn þá limaður og söng meðan Ave María. Síðan rétti hann hálsinn undir höggið og var allmjög lofuð hans hreysti sem guð hjálpi honum. Þar var og hálshogginn Skæringur klerkur og hinn þriðji sekur maður. Þessir höfðu áður látist af biskupi: Þorkell prestur, Leifur Þorgeirsson, Bárður og Steingrímur, Handar-Leifur, Einar Hallvarðsson og Þórarinn og er nú taldur sá er í kirkjugarði var drepinn. En af hinum er til sóttu létust þessir: Bergþór og Gissur, Sigmundur og Svalur, Einar birkibeinn, Símon. Þeir er sekir voru voru færðir í urð og lágu þar tvo mánuði. En sína menn þá er þar féllu án iðran og lausn grófu þeir að kirkju og kölluðust það allt líkja eftir biskupi er hann lét seka menn í kirkju ganga. Biskup lét og einn mann er fallið hafði af Kolbeini iðrunarlaus eigi að kirkju liggja mánuð. Mörgu var þar rænt og stolið því er staðurinn átti og það er menn áttu í hestum og húsbúnaði og því flestu er utan kirkju var. Þá er manndrápum var lokið tóku höfðingjar til sín menn þá er þeim líkaði og gáfu grið. Gerði því nokkvað hver í þrá öðrum. Sighvatur gaf grið Konáli Sokkasyni en Snorri Vigfúsi kennimanni. Þeir voru flestir af hinum stærrum mönnum að nokkvern mann tóku til sín. En er biskup var í brottu af héraði gerðu þeir Arnór alla vega orð frá sér og létu presta taka menn alla úr banni og tíðir að syngja og gera alla þjónustu bæði þar á staðnum og að öllum kirkjum og sögðu það biskups leyfi. Alla þá menn er biskupi höfðu fylgt eða fullting veitt kúguðu þeir til sjálfdæma við sig, svo vígðan sem óvígðan, og leggja fégjald á, þrjú hundruð eða fimm eða tíu eða tuttugu hundruð, þrjá tigu hundruð eða sex tigu. Ögmundur lét hundrað hundraða og héraðsvist áður létti. Fór hann þá austur í Hofsteig. Suma menn gerðu þeir útlaga bótalausa. Fjórir góðir menn, prestar tveir og leikmenn tveir, voru til járns færðir um það að þeir hefðu eigi unnið á Kolbeini og urðu allir vel skírir um það mál.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.