Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Ísls ch. 26

Íslendinga saga 26 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (Ísls ch. 26)

Anonymous SturlungaÍslendinga saga
252627

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Eftir þingið safnar Kolbeinn liði um öll héruð og ætlar að heyja féránsdóm að Hólum eftir þá sem sekir voru kallaðir og taka upp fé þeirra. Biskup var fáliður fyrir á staðnum og báðu menn hann undan ríða, sögðu ósýnt hver friður gefinn væri mönnum hans. Biskup var þess trauður en gerði þó fyrir bæn vina sinna og fór norður í sýslu sína. Hann mat engis sekt manna þeirra er Kolbeinn hafði sekta, lét þá ganga í kirkjur sem frjálsa menn. Þeir Kolbeinn gerðu og svo, gengu í kirkjur allir þeir er biskup kallaði bannsetta. Prestar tóku það upp er þeir héldu lengi síðan að samneyta þeim er biskup bannsetti, bæði í þjónustugerð og öðrum hlutum. Þeir sungu og eigi að síður messur að biskup bannaði þeim eða bannsetti þá fyrir þvílíka óhlýðni. En er á leið sumarið og biskup vendir aftur, dreif þá til hans mart manna. Var þar fyrstur manna Ögmundur sneis frændi hans og margir aðrir röskir menn voru með biskupi, Vigfús kennimaður Önundarson, Konáll Sokkason og margir aðrir. Gerðist hann þá fjölmennur mjög því að þau voru orð óvina hans ef hann færi á staðinn með sekja menn að þeir mundu drepa þá er sekir voru. En þeir þorðu eigi við hann að skiljast er sér vissu eigi annað traust. Þá er þeir biskup fóru norðan um Eyjafjörð hljópu nokkverjir óspektarmenn úr flokki biskups til Gása og rændu útlenda menn þá er biskup kallaði í banni að samneyti við Kolbein og Sigurð. En er þeir biskup og Ögmundur urðu þess varir þá réttu þeir mesta hluta ránsins. Síðan fer biskup með flokkinn heim á Möðruvöllu og hafði í brott skrín og helga dóma og bækur nakkverjar því að honum þótti ómaklega komnir helgir dómar þeir er bannsettir menn varðveittu. Arnór Tumason var þar fyrir með Sigurði og mart manna. Nú ríður biskup brott en þeir gera orð Kolbeini, kalla nú að biskup hefji rán og hernað. Nú draga hvortveggi flokka saman, Sigurður og Arnór og Hallur Kleppjárnsson en í öðrum stað Kolbeinn og ætluðu allir að biskupi sem þeir gerðu. Biskup kemur heim á staðinn snemma kirkjudag sinn og syngur þar messu. En um daginn eftir var Maríumessa hin síðari og vill biskup þar gera þjónustu þann dag því að Maríu er staður helgaður. Þann dag kemur Kolbeinn með aukin þrjú hundruð manna og settist um staðinn. Þá fóru menn í milli þeirra að leita um sættir. Var það svo þvert af Kolbeini að hann vildi ekki annað en þeir menn er sekir voru væru fengnir í vald hans en biskup vildi eigi selja menn sína undir öxi ef þeim væri eigi friði heitið. Ögmundur átti allan hlut í að skirra vandræði en draga saman sáttina er hvortveggi var hans venslamaður. En með því að Kolbeinn var óleiðingasamur þá var þess leitað að biskup skyldi ríða af staðnum í friði með menn sína. En Kolbeinn játti því eigi. En þó tóku þeir biskup og Ögmundur það ráð því að mönnum þótti sem þannig mundi helst óhæfa við berast. Maríumessukveld var hringt á staðnum öllum klukkum til aftansöngs og er svo sagt að þeir Kolbeinn heyrðu eigi klukknahljóð. Nú ríður biskup af staðnum við þrjú hundruð manna. Með honum voru þrír ábótar og tveir munkar, nær fjórir tigir presta og mart klerka. Þar var og mart röskra manna og sumt strákar og stafkarlar og göngukonur. Nú er þeir Kolbeinn sjá að þeir biskup ríða í brott tók til orða Brúsi prestur: Kolbeinn, þar ríður biskup nú brott með virðing ykkra beggja. Kolbeinn bað menn taka hesta sína, lést eigi þola mega að biskup riði brott með skógarmenn hans. Hann ríður fyrir á veginn við fjögur hundruð manna og fylkir liðinu. Biskup víkur þá af vegnum og vildi ríða fram annars staðar. Þeir Kolbeinn snúa þar í mót. Og er flokkarnir mætast slær þegar í bardaga. Biskup sat á hesti og með honum ábótar og nakkverjir prestar og kallaði að eigi skyldi berjast. Að því gáfu engir gaum. Bersi Vermundarson frá Móbergi gekk fram fast og spurði að Ögmundi. Naddur hét fylgdarmaður Ögmundar. Hann ræðst í mót Bersa. Fóru þeirra skipti svo að Bersi vegur Nadd. Ögmundur mælti: Fast gengur þú nú fram Bersi. Það skaltu finna, segir Bersi, að eg skal ganga enn nær þér. Þá snýr Ögmundur í móti Bersa og hjó hann banahögg. Biskupsmenn börðust alldjarflega, Konáll Sokkason, Sveinn Jónsson, Vigfús kennimaður og margir aðrir. Kolbeinn fékk steinshögg í ennið. Það var banasár og féll hann við og hafði þó vit til að beiðast prestsfundar og vildi biskup að hann næði því. Svarði Kolbeinn þá sættareið og var hunslaður og dó síðan. Ekki varð víst hver steinum hafði kastað. Þar féll með Kolbeini Brúsi prestur, Þórður prestur Einarsson, Bersi, Böðvar Tannsson, Eyjólfur Halldórsson, Glúmur, Styrbjörn, Björn Steinþórsson, Starri Sveinsson. En af biskupi féll Naddur Þórarinsson og Einar Ólafsson. En annað lið Kolbeins allt flýði það er mátti fyrir sárum. Sumir gengu slyppir á vald biskups og svörðu honum eiða, festu í hans dóm skriftir og fégjald. Nú sjá biskupsmenn hvar fer flokkur þeirra Sigurðar og Arnórs og snúa þegar í mót þeim. Þeir höfðu nú vopn Kolbeins manna. Þeir Sigurður snúa undan og aftur en biskupsmenn eftir og heldur tómlega í fyrstu því að sumir löttu en sumir fýstu eftirreiðar. En aðra nótt eftir þá er þeir Sigurður og Arnór urðu varir við að flokkur biskups var mjög eftir þeim kominn þá leyndust þeir Sigurður og Arnór fjórir samt frá flokkinum og riðu suður of Kjöl og voru þar þann vetur með frændum sínum og mágum. En Hallur Kleppjárnsson og flokkurinn gengu til sætta við biskup og játa með eiðum hans dómi hver á sínu máli. Kolbeinn hafði stefnt til móts við sig og aðfarar við biskup Þorvaldi Gissurarsyni. Hann frétti lát Kolbeins á Kili og sneri þaðan aftur. Hann fann Snorra Grímsson frænda þeirra biskups og Ögmundar, vitran mann og vinsælan, súbdjákn að vígslu. Þorvaldur lét taka hann og hafði ætlað mann til áverka við hann og varð þeim bilt. Þá hljóp að Klængur son Þorvalds, messudjákn, og hjó hann banahögg. Nú er biskup að stóli sínum um veturinn og býður erkibiskups dóm á öllum málum þessum. Því var ekki játað. Ögmundur bauð þá sem jafnan hafði hann fyrr boðið sinn fjárhlut til sætta með þeim og margir aðrir. Biskup leggur nú gjald á þá menn er að honum höfðu farið, þrjú hundruð vaðmála á mann eða fimm eða tíu svo sem sakir þóttu honum til. Á einn mann lagði hann tuttugu hundruð. Biskup sendir menn sína að draga saman fé þetta og treystust þeir eigi allfámennir að fara. En þeir er fyrir voru þorðu eigi annað en gjalda slíkt er þeir kröfðu og kölluðu rán. Nú var illur kurr í bóndum, þóttust hafa látið höfðingjann og farið sjálfir sneypu, látið frændur sína og vini en sumir limu og gjalda fé á það ofan. Kalla þeir þetta allt hernað og rán. Hinir ylmast því meir er yfir fara með flokkum, gefa aðrar sakir hjá fram bóndum. Þeir ganga og yfir bú þeirra Sigurðar og Arnórs og gera marga hluti þá er biskup bauð þeim eigi, heldur bannaði hann þeim. Þeir brenndu bæ einn og unnu á nokkverjum mönnum þeim er þeir þóttust sakir við eiga og þeim þótti um sitt líf sitja og einn mann drápu þeir. Og drepinn var og prestur einn af þeim. En það sem biskupsmenn gerðu óspaklegt þá kenndu bændur það allt biskupi. Biskup kallar bændur í sama banni sem áður þeir sættust því að þeir vildu ekki gjalda það er þeir höfðu fest og svarið og vildu allt í mót honum það er þeir máttu sem síðan gaf raun á. Þeir voru margir er stukku norðan í Dali til Sighvats Sturlusonar og kærðu fyrir honum sín vandræði.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.