Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Ísls ch. 25

Íslendinga saga 25 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (Ísls ch. 25)

Anonymous SturlungaÍslendinga saga
242526

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Með því upphafi reis deila með Guðmundi biskupi og Kolbeini Tumasyni og hans venslamönnum. Ásbjörn hét prestur sá er Kolbeinn hafði fyrir sökum um fornt fémál og kölluðu sumir menn þá fjárheimtu eigi réttlega. Nú sækir presturinn biskup að sínu máli en biskup þóttist eiga mál á prestinum en kallar hann frjálsan fyrir Kolbeini. Nú sækir Kolbeinn prestinn til dauða og útlegðar því að það var þá eigi fyrirboðið ef þeir fyrirnæmust rétt að gera. En er þeir véltu um dóminn á þingi þá gekk biskup til dóms við staf og stólu og fyrirbauð þeim að dæma prestinn en þeir dæmdu eigi að síður. En annan dag eftir fyrirbauð biskup Kolbeini og öllum þeim, er í þessum dómi höfðu verið og þar höfðu eiðum vitni eða vætti borið, alla guðs þjónustu. Eftir þetta tekur biskup prestinn til sín en kona prestsins gaf Kolbeini fé til að bú þeirra skyldi í friði. Um haustið eftir veitir Kolbeinn biskupi heimsókn og stefnir húskörlum hans skóggangsstefnum um samneyti við prestinn. Varð við þetta biskup svo styggur að hann bannsetur Kolbein. Nú koma til vinir þeirra og vilja sætta þá og verða sáttir með því móti að Kolbeinn festi biskupi eindæmi bæði til skrifta og fégjalda. En bændur festu Kolbeini að halda upp fégjöldum slíkum sem biskup vildi gert hafa. Um sumarið eftir á þingi gerði biskup gerð þessa við ráð Páls biskups og Sæmundar úr Odda tólf hundruð vaðmála á hendur Kolbeini. Það fé galst hálft en eigi hálft því að Kolbeinn vildi að biskup heimti að bóndum þeim er fest höfðu gjaldið en biskup vildi heimta að sjálfum Kolbeini er til handsala gekk við hann sjálfan. Þetta sumar hið sama hafði Guðmundur biskup í stórmælum tvo höfðingja, Sigurð Ormsson og Hall Kleppjárnsson, fyrir það er þeir höfðu tekið mann úr munkaklaustri til meiðinga og limaláts. Þeir höfðu kúgað mikið fé af einum bónda og kölluðu það höfuðmund hans og höfðu sjálfir það fé allt. Hallur sættist við prest og vildi eigi biskups dóm á þessu máli. Og voru þeir nú í stórmælum. Kolbeinn varaðist fyrst samneyti við þá en þó kom svo að hann og öll alþýða samneytti þeim. Og svo bönnuðu þeir kaup öll til staðarins og sölur. En þessi mál lukust svo að um haustið Máritíusmessu sættust þeir Sigurður við biskup og lögðu sitt mál allt á biskups dóm. Kolbeinn situr hjá þessi sætt því að hann vildi eigi fé gjalda en biskup vildi þvílíka sætt af honum sem hinum. Nú kallar biskup Kolbein í banni af samneyti við þá Sigurð en Kolbeinn og öll alþýða metur það engis. En um veturinn fyrir jól bannfærir biskup Kolbein að þeim tvennum sökum er hann hafði samneytt bannsettum mönnum og hann hélt fé því hálfu er biskup hafði gert á hendur honum. Um vorið eftir páska veitir Kolbeinn aðra heimsókn að staðnum með átta tigu manna og stefnir til Hegranessþings skóggangsstefnum heimamönnum biskups, prestum, djáknum og leikmönnum og flestum fyrir litlar sakir. Biskup og hans menn voru á húsum uppi og var hann skrýddur og las hann bannsetning á norræna tungu svo að þeir skyldu skilja. Og ef Kolbeinn hefði þá verið verr stilltur í því sinni þá hefði þar bardagi orðið. Kolbeinn fer þá í brott og kvað vísu: Og enn þessa: Um vorið dregur Kolbeinn lið saman um öll héruð til vorþings. Þá kom sunnan Þorvaldur Gissurarson og höfðu þeir mál fram á hendur mönnum biskups er Guðmundur biskup kallaði undirrót alls þess ófriðar er Kolbeinn gerði honum og hans mönnum. En þau voru orð á að þeir mundu af þinginu fara að biskupi með öllum flokkum þessum og taka menn þessa er þeir höfðu sekta. Þá fóru til vinir þeirra að leita um sættir. Og urðu sættir á þann hátt að öll mál skyldu vera undir erkibiskupi. Gáfu þeir Kolbeinn þá upp sektir allar en biskup tók þá alla úr banni. Biskup hafði jafnan Kolbeins menn fyrir sökum um ýmsa hluti, tíundarmál eða kirkjufjárhald og um viðtöku við fátæka frændur sína. Bændur tóku því þunglega og virtu sem engir mættu vera í friði fyrir biskupi. Nú bar svo til að klerkur einn sá er Skæringur hét, akolitus að vígslu og ósiðvandur að vopnaburð og klæðnaði. Hann var einhendur. Þenna höfðu Austmenn handhoggið að Gásum þá er Guðmundur hinn dýri mælti eftir hann. Þessi maður gat barn við konu en bræður hennar sóttu Kolbein að þessu máli. Klerkurinn sótti biskup að sínu máli en Kolbeinn kallar eftir og vill eigi biskups dóm. Biskup býður að gjalda sex hundruð fyrir málið og kallar það meir en tvö lögrétti en Kolbeinn neitar því og kvað ekki tjá að sættast við biskup, kallaði hann rjúfa hverja sætt. Lætur Kolbeinn sækja klerkinn til sektar en biskup forboðar Kolbein og alla þá er að dómi höfðu verið. En hálfum mánuði síðar höfðu þeir Kolbeinn og Sigurður féránsdóm eftir klerkinn og tóku upp féið. En er biskup spyr þetta þá bannsetur hann þá báða því að honum var féið handsalað. Biskup var heima um alþingi en þeir Kolbeinn og Sigurður sækja þingið og samneyta menn þeim en þeir öðrum. Þeir sekja sex heimamenn biskups um bjargir við klerkinn.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.