Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Ísls ch. 20

Íslendinga saga 20 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (Ísls ch. 20)

Anonymous SturlungaÍslendinga saga
192021

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Bersi prestur hinn auðgi andaðist á því ári sem Brandur biskup. Tók Snorri Sturluson arf eftir hann. Ræðst hann þá til bús til Borgar og bjó þar nakkvara vetur. Þá bjó Þórður móðurbróðir hans Böðvarsson í Görðum og átti þingmenn upp um Akranes og marga upp um hérað. Honum þótti Þórður Sturluson systurson sinn leggja þingmenn undir sig þá er honum voru næstir. Gaf hann þá Snorra hálft Lundarmannagoðorð og skyldi hann halda þingmenn fyrir Þórði og öðrum þeim er á leituðu. En er Snorri hafði tekið við þingmönnum þá þótti Þórði Böðvarssyni hann leita meir á sína vini en áður hafði Þórður bróðir hans á leitað. Þá er Snorri Sturluson bjó að Borg kom skip í Hvítá, Orkneyjafar, og var stýrimaður Þorkell rostungur son Kolbeins karls bróður Bjarna biskups. Hann fór til Borgar um veturinn og lagðist lítt á með þeim Snorra. Lét Snorri taka mjöl fyrir honum um veturinn og lést sjálfur vilja ráða lagi á en Þorkell vildi ráða hve dýrt hann seldi varning sinn. Voru mjölin tekin úr útibúri en Þorkell stóð hjá og lét sem hann vissi eigi. En sá maður hét Guðmundur er mest gekk að og var djákn að Borg en átti bú í Þingnesi og þeir tveir bræður og Guðmundur hinn ungi er síðan átti Halldóru dóttur Snorra Ófeigssonar. Sveinn Sturluson lá þá í banasótt sinni er mjölin voru tekin og tók illa er honum var sagt. Hann kvað eigi mundu tekin ef hann væri á fótum og kvað Snorra eigi mundu að sæmd verða þessa upptekt. En of sumarið er Orkneyingar voru búnir til hafs vann Þorkell á Guðmundi djákn og særði hann til ólífis. En er Snorri spurði þetta sendi hann menn bræðrum sínum Þórði og Sighvati og koma þeir til Borgar. Eggjaði Snorri þá að þeir legðu að þeim kaupmönnum. Var Sighvatur auðveldur í því en Þórður latti heldur. En þó senda þeir upp í Hvítá, er Rosmhvelingar áttu þar ferjur tvær og fleiri drógu þeir skip að sér og söfnuðu liði. En kaupmenn voru út við Seleyri og höfðu þá hvert fat á skipi og lögðu út í álinn og lágu þar um strengi. Sturlusynir lögðu að framan og vildu höggva strengina en kaupmenn höfðu reyrt járni við strengina og vörðust drengilega með skotum og grjóti og fengu Sturlusynir ekki að gert og urðu við það frá að hverfa. En þeir Þorkell sigldu á haf og urðu afturreka um haustið á Eyrar. Þorkell reið frá skipi austur í Odda og hét á Sæmund til viðtöku og tók hann við Þorkatli og mest fyrir vináttusakir við Bjarna biskup föðurbróður hans. Snorri sendi flugumenn þrjá saman og komu þeir öngu fram. Fór Þorkell utan um sumarið eftir.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.