Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Ísls ch. 11

Íslendinga saga 11 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (Ísls ch. 11)

Anonymous SturlungaÍslendinga saga
101112

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Eftir andlát Jóns Loftssonar tóku til deilur þeirra Sæmundar og Sigurðar Ormssonar. Þeir deildu um arf þess manns er Glæðir hét. Hafði Jón Loftsson haft handsöl á fjám hans en erfingjar voru austur í sveit Sigurðar er tók hann féið undir sig og setti í þann mann er Kári hét. Voru þar um deilur á þingi. Bauð Sæmundur á gerð Þorvalds Gissurarsonar er þá átti Þóru, dóttur Guðmundar gríss og Solveigar dóttur Jóns Loftssonar systur Sæmundar og þeirra Páls biskups. En Sigurður vildi það eigi því að þeir Sighvatur Sturluson og Kolbeinn Tumason löttu hann sátta og hétu honum öllum sínum styrk og urðu þessi mál ekki greidd á þingi. En um veturinn er á leið, þann er Snorri Sturluson hafði kvongast um sumarið áður, fóru þeir Sæmundur við nítjánda mann austur á Síðu og lét Sæmundur drepa Kára er sat í fjám þeim er Glæðir hafði átt. En um vorið stefnir Snorri Sturluson Sigurði til vorþings að Þingskálum. Sigurður sendi snemma um vorið Arnór Tumason stjúpson sinn á fund þeirra Sighvats og Kolbeins Tumasonar og bað þá koma til sín með allan afla þann er þeir fengju því að hann þóttist vita um málatilbúnaðinn. Sæmundur sendi Snorra Sturluson til Borgarfjarðar að kveðja manna upp er Jón faðir hans hafði átt, bæði marga og góða bændur. Fékk hann gott mannval. Þá er Snorri kom í Skálaholt með föruneyti sitt var Arnór Tumason þar fyrir, kominn úr liðsbón frá þeirra Sighvats og Kolbeins og þóttust þeir eigi fá dregið flokka um vorsdag svo mikið torleiði. Þá var Snorri tvítugur en Arnór átján vetra. Sigurður varð sekur á þinginu. Og eftir það safna hvorirtveggju liði af nýju. Varð Sæmundur miklu fjölmennri. Sigurður fær tvö hundruð manna. Og er hann fréttir að Sæmundur hefir sjö hundruð manna fer hann upp á Eyna há með lið sitt og býst þar fyrir. En við þenna vanda fer til Páll biskup og Þorvaldur Gissurarson að leita um sættir. En við þenna aflamun gerðist Sigurði sá einn kostur að láta síga til samþykkis við Sæmund. Eru þá grið sett og fundust við Fossá hjá Skógum og varð sú sætt að Páll biskup skyldi gera á þingi. Fara þeir nú til þings, hvortveggja, og lauk biskup þar gerðum upp við ráð hinna bestu manna. Gerir hann eign til handa Sæmundi en stillir svo gerðum að hvorirtveggju máttu vel við una. En Sæmundur hafði virðing af málum þessum. Kolbeini Tumasyni líkaði illa þessar málalyktir en Sighvati verr.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.