Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Ísls ch. 6

Íslendinga saga 6 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (Ísls ch. 6)

Anonymous SturlungaÍslendinga saga
567

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Það vor hið sama er Önundarbrenna var gerði Sighvatur Sturluson bú í Hjarðarholti. Fékk Magnús prestur Guðmundarson staðinn í hendur honum en hann hafði áður handsalað Sturlu föður hans staðinn eftir sinn dag. Sighvatur hafði til búsefna föðurarf sinn, fjóra tigu hundraða. Hann tók fyrst Galtardalstungu og seldi hana og keypti Staðarhól hálfan. Síðan seldi hann Staðarhól til lausafjár og hafði það fé á vöxtum áður hann gerði búið. Þorleifur skeifa og Þuríður systir hans réðust til bús við honum með fé sitt og voru fyrir búinu. Of sumarið á þingi, þá er sæst var á Rauðsmál, hóf Sighvatur bónorð sitt og bað Halldóru Tumadóttur. Var þar fyrir svörum Sigurður Ormsson og Þuríður Gissurardóttir móðir hennar- Halldóra var með þeim að Svínafelli- Kolbeinn Tumason bróðir hennar og aðrir ágætir menn, frændur hennar. Þorvaldur Gissurarson átti engan hlut að, því að hann var lítill vin Sturlusona í þann tíma. Þuríður Gissurardóttir svarar svo að hún unni Halldóru dóttur sinni því hærra en Álfheiði að hún mundi hana þeim einum manni gefa er það þætti frændum jafnaður en Álfheiði lést hún gefa mundu ef eigi þætti ósæmilega fyrir henni séð. En öllum forsjámönnum Halldóru þótti þetta forlag sæmilegt og var Sighvati heitið konunni. Sturlusonum þótti langt að sækja brúðkaup til Svínafells og var þá um leitast að koma niður annars staðar. Magnús prestur Gissurarson bjó í Tungu upp frá Skálholti. Hann bauð Sigurði mági sínum að hafa inni brúðlaupið og sóttu þannig hvorirtveggju til. Kom þar saman allgott mannval. Fór Halldóra til bús við Sighvati í Hjarðarholt og voru þeirra samfarar góðar. Taka þau um vorið við búi sínu og réðu ein fyrir. Þeim varð gott til fjár og mannorðs. Þorgils prestur son Snorra lögmanns fékk Þórði Sturlusyni Þórsnesingagoðorð hálft en hálft hafði átt Ari. En Sighvatur tók þá erfðagoðorð þeirra er Sturla hafði átt. Sighvatur átti vináttu við Helgu Gyðudóttur. Hún bjó að Brjánslæk. Helga hafði tekið arf eftir Þorstein Gyðuson en Gellir son Þorsteins hafði Flatey af arfinum og bjó hann þar og átti Vigdísi Sturludóttur. Helga hafði búfé fátt en lendur góðar. Sighvatur lagði jafnan stórfé til bús hennar en tók í mót af lendum sem hann vildi og dróst með því stórfé undir Sighvat.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.