Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Ísls ch. 5

Íslendinga saga 5 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (Ísls ch. 5)

Anonymous SturlungaÍslendinga saga
456

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Hámundur hét maður Gilsson. Hann bjó á Lundi í Reykjadal. Hann átti Kolþernu Klyppsdóttur systur Þorvarðar prests. Þeir bjuggu báðir samt. Hámundur var þingmaður Þórðar Sturlusonar. Þórður hét maður og var kallaður rauður. Hann bjó á Oddsstöðum upp frá Lundi. Hann var gildur bóndi. Finnur hét son hans. Þeir voru þingmenn Kolbeins Tumasonar og var Finnur löngum við honum. Þorsteinn brattsteinn bjó að Reykjum í Reykjardal. Hans synir voru þeir Guðmundur og Steinn. Þá Þórð rauð og Hámund skildi á um víðirif á fjalli og mart varð þeim til óþykkju. Þorgils Skeggjason var frændi Hámundar. Hann bjó í Tungu. Þórdís hét dóttir hans. Hana leiddi Guðmundur Steinsson á götu frá tíðum. Þorgils hljóp eftir þeim en er hann bar að stakk Guðmundur öxinni á bak sér svo að hann leit eigi til og kom í auga Þorgilsi og varð hann einsýnn. Þetta mál hlutdeildi Hámundur og varð eigi á sæst en Guðmundur var í vingan við Þórð rauð. Og voru þá dylgjur miklar með þeim öllum samt. Á öndverðan vetur átti Guðmundur för á Hvítárvöllu. Hann bað Finn Þórðarson til ferðar við sér. Grímur Erlingsson fór hinn þriðji. Þeir gengu um garð að Lundi. Þá kom inn sauðamaður Hámundar er Finnbogi hét og segir að þeir Guðmundur þrír gengu um garð. Þeir Hámundur hljópu eftir þeim, Hallgrímur Kolbeinsson og Þorgils. Þeir Guðmundur nema stað er þeir sáu eftirförina og mætast fyrir utan garð og hljópust þegar að. Hallgrímur hjó á öxl Finni mikið sár. Guðmundur lagði til Hallgríms og í gegnum buklarabólu og höndina. Þá hljópu þeir Hámundur og Þorgils báðir að Guðmundi. Hann lagði að móti í lær Hámundi og renndi í smáþarma en hann hjó á hönd Guðmundi og af tvo fingurna við spjótsskaftinu. Grímur stóð hjá. Þá kom Þorvarður prestur og heimalið og skildi þá. Þeir Guðmundur voru fluttir til Skarðs en Hámundur lá lengi í sárum. Hann sendi mann til Staðar að segja Þórði. Þórður sendi Sighvat bróður sinn og Halldór son Odds Jósepssonar suður þannig og höfðu þeir um veturinn mannfleira en að vanda. Um vorið var sæst við Reykjamenn en áverkar Finns og Hámundar voru búnir til alþingis. Högni prestur hinn auðgi bjó í Bæ. Hann var tengdamaður Lundarmanna og vin Þórðar Sturlusonar. Högni bað Þórð til liðs við þá Hámund og fyrir þá sök fjölmennti Þórður til þings. En á þingi var sveitardráttur mikill. Veitti Kolbeinn Tumason Þórði rauð en Þorvaldur Gissurarson veitti Kolbeini og allir Haukdælir og Svínfellingar og Guðmundur hinn dýri. En Oddaverjar veittu Sturlungum og Önundur Þorkelsson og mágar Þórðar, Einar brúður og Flosi og Ögmundur sneis, Þórður Böðvarsson og margir aðrir. Jón Loftsson var að búð en Sæmundur var með flokkinum. Að dómum varð þröng mikil. Þá slóst Þórður rauður á bak Þórði Sturlusyni og hjó meðal herða honum með breiðöxi sem honum var hægst og beit ekki og hafði hann hvorki brynju né treyju. En er Sighvatur bróðir hans sá það hljóp hann fram að Þorvaldi Gissurarsyni og hjó til hans en Halldór fylgdarmaður hans hljóp fyrir hann og hjó Sighvatur undan honum fótinn og varð það banasár. Eftir það tókust athlaupin. Þá særðu þeir Þórður Sturluson og Einar brúður Finn Þórðarson til ólífis. Fleiri menn urðu þar sárir áður í meðal var gengið svo að þeir skildust. Mágar Þórðar Sturlusonar særðu Þórð rauð en Eyjólfur Oddsson vann á Beini úr Næfurholti. Urða-Steinn vann á Jóni lág úr flokki Sæmundar. Varð þá griðum á komið en engar urðu sættir á því þingi. En Páll biskup átti þar mestan hlut að meðalgöngunni. Þau misseri eftir voru dylgjur miklar með mönnum og ófriður á landi. Um haustið var veginn Markús á Rauðasandi en um vorið eftir var brenna Önundar í Langahlíð. En sæst var á brennumálið um sumarið á þingi og gerði Jón Loftsson. Þá var og sæst á Rauðsmál og hélt Þórður bótum upp fyrir Sighvat bróður sinn. Voru mælt gjöld á Þingvelli að miðju sumri. Halldór Oddsson færði af höndum gjöldin en við tók Hlíðar-Ormur.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.