Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

GDýr ch. 23

Guðmundar saga dýra 23 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (GDýr ch. 23)

Anonymous SturlungaGuðmundar saga dýra
222324

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

En drottinsnóttina var Guðmundur að kirkju sem hann átti vanda til. Hann varð þess var að riðið var yfir ána hjá túni eigi allfám hrossum. Veður var kyrrt. Guðmundur gekk inn og vakti upp menn sína. Klængur Arnþrúðarson hljóp fyrst út og maður með honum. Þeir hlupu á bæinn upp og fram á duraveggina og hugðu þeir að þaðan mundi að sótt. Þeir Þorsteinn Jónsson og Þorgrímur voru þá komnir utan að virkinu með tíu tigu manna. Þá hljópu af liðinu fjórir menn, Sigurður grikkur og Fálki Dálksson, Þorgeir Helgason, sunnlenskur maður, og Hallur Bjarnarson, skagfirskur maður. Hann var sekur. Þeir komust upp í virkið allir og vildu leita laundura er á voru virkinu og fundu eigi. Þá gekk Guðmundur út þær dyr og sá maður næst honum er Þorkell hét. En þá var dagað og áttu þeir að sjá í gegn dagsbrúninni er til voru komnir undir húsin. Guðmundur sá mennina og kenndi eigi því að hann var óskyggn og spurði hverjir þar væru. Fálki svarar: Gestir eru hér. Guðmundur svarar: Og munu eigi aufúsugestir. Guðmundur hafði skjöld fyrir sér og sviðu í hendi og var gyrður sverði. Þá sótti Guðmundur að þeim en þeir opuðu undan í eitt garðsbrot á virkinu. Og þá urðu þeir Klængur við varir að hark tókst á bak húsunum og hljópu þannig til. Þar féll Fálki og vó Guðmundur hann. Þá hjó Klængur Hall banahögg. Þar féll Þorgeir og. Þá mættust þeir Sigurður grikkur og Guðmundur og sóttust um hríð og vó hvortveggi með sverði og varð hvorgi sár. Þá drifu út menn Guðmundar en Sigurður opaði út af virkinu. Þá féll ofan af virkinu húskarl Guðmundar í læk er féll undir virkinu. Sá hét Grímur. En þeir sáu er fyrir utan voru og ætluðu það Þeim sýndist sem menn færu alla vega nær að þeim. En þar sáu þeir torfkróka og stakkgarða en þoka var um mýrarnar og komu upp úr kollarnir. Og leystust við það í brott að þar lágu eftir förunautar þeirra þrír. Síðan riðu þeir ofan eftir dal og ætluðu í Langahlíð og taka þann mann er þar bjó er Þorgeir hét. Hann var frændi Guðmundar. Þeir riðu hvatlega og vissu eigi fyrr en þeir voru komnir langt um bæinn í Langahlíð. Þá réðu þeir það af að fara í Auðbrekku og taka Kálf Guttormsson af lífi. Þá reið frá þeim Sigurður grikkur og kom Kálfi í kirkju og síðan stóð hann fyrir kirkjunni og kveðst verja mundu meðan hann mátti upp standa. Þá vildi Þorsteinn Jónsson láta brjóta kirkjuna eða brenna en Þorgrímur vildi það eigi. Þeir brutu búr og tóku hest er Kálfur átti og klyfjuðu af mat og fóru við það í brott og inn í fjörð. En Guðmundur lét færa Fálka til Bægisár og jarða þar en þeir Hallur og Þorgeir voru færðir þangað er Hallsgrafir heita og jarðaðir þar. Annan myrgin er lýsti komu þeir í Auðbrekku og ætluðu enn að taka Kálf en hann var farinn upp til Guðmundar en þar kominn í staðinn Þórður úr Laufási og níu tigir manna og voru allir uppi í virkinu með hesta sína. Þeir veittu þar atsókn er til voru komnir og fengu ekki að gert. Þeir fóru þá til fjóss og leiddu í brott kýr átta og höfðu við sér. Það máttu þeir ekki banna er í virkinu voru því að þeir höfðu ekki lið til ofangöngu. Þá fóru þeir inn á Grund og höfðu þar setu. Þá safnaði Guðmundur mönnum þeim er hann fékk. Hann sendi orð Kolbeini og öllum þeim er honum þótti vænlegast. Og nú fer hann inn á Grund með lið sitt og reisti þar tjöld í túni og sátu fyrir tilföngum öllum þaðan frá er þeir Guðmundur komu. Þar kom og Ögmundur sneis til liðs við Guðmund með fjóra tigu manna. Þeir Guðmundur sóttu að þeim um daginn þar til er Kolbeinn kom. Þá var með Guðmundi sex hundruð manna. Þá gerðu þeir flaka yfir sér og höfðu ljá í langorfum og kraka og kræktu í virkisgarðana og brutu svo virkið og þeir brenndu hús eitt eða tvö. Þeir höfðu fyrir í virkinu nær hundrað manna og vel búið. En það vafði fyrir þeim að þeir réðu allir jafnmiklu og var engi fyrir þeim heldur annar en annar. Þá tókst atlaga með þeim greiðlega er allir voru komnir og gengu menn þá til að skjóta þeir er til þess voru færir. Og er skothríðin tókst þá mælti djákni einn er var í virkinu að sækja skyldi að honum Guðmundi. Og litlu síðar kom djáknanum lásör og malla í, í brúnina og smó þegar í gögnum, og gátu þeir eigi í brott komið fyrr en þeir hétu á Þorlák biskup. Þá sáu þeir að þeir mundu unnir verða og buðu þá Guðmundi að sættast. Hann svarar: Ekki stoðar við yður að sættast og engar munu nú verða nema eg ráði einn. Síðan sættust þeir að því að þeir handsöluðu allir Guðmundi sjálfdæmi. Og þá er sæst var gekk Þorsteinn Jónsson úr virkinu til fundar við Kolbein og töluðu þeir um stund. Síðan lauk Guðmundur upp gerðum og gerði sættir þær allar fyrst til gjalda er gervar voru um sumarið er ekki hafði verið af goldið. En fyrir það er síðan hafði í gerst gerði hann og. Þá voru goldnar sættir þær allar enda var þá Þorgrímur félaus kallaður. Allir guldu nakkvað er þar höfðu verið og nokkur miðmundi var að. Hann gerði úr héraði brott Þorstein Jónsson og Þorlák Ketilsson og fór hann suður í Hítardal því að hann átti þar við staðfestu að taka. Síðan fór Þorgrímur vestur til Skagafjarðar og var með Ísleifi í Geldingaholti hinn fyrsta vetur.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.