Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

GDýr ch. 14

Guðmundar saga dýra 14 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (GDýr ch. 14)

Anonymous SturlungaGuðmundar saga dýra
131415

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

En flokkar stigu af baki utan garðs og gengu síðan til bæjar allir og skiptu flokkinum og gengu sumir á bak húsum og ætluðu tveim megin að að ganga ef þeir verðust úti. En er þeir komu fyrir dyrin voru allir menn inn gengnir en einar dyr opnar. Þá spurði Önundur hver fyrir flokki þeim réði. Guðmundur svarar: Lítil er forustan. Hér er nú komin ærin sú hin kollótta, gengin úr dal ofan, og þó af ullin harla mjög og er eigi forustusauðurinn föngulegri en svo. En þó ætlar hún nú að annaðhvort skal vera, að hún skal nú láta af sér allt reyfið eða ganga með fullu reyfi heim. Önundur spurði ef nokkvað skyldi sættum við koma fyrir menn þar. Guðmundur svarar: Lengi hefir nú ekki orðið af sættum þótt svo sé látið. Mun nú og ekki af því verða. Ekki skal þess þá leita, sagði Önundur. Þá skutu menn Guðmundar inn í dyrin og var þá lokið aftur hurðunni. Þeir Guðmundur þóttust sjá að húsin mundu seint sækjast ef eigi væri eldur að borinn. Þar voru margir menn inni vel vopnaðir. En eldur fékkst eigi heima þar og var sóttur á Grund ofan en sumir brutu ofan fjós og hlöðu og báru að hey að húsunum og kveiktu síðan eld fyrir durunum. Þórður Laufæsingur var á hús uppi og hans menn og rufu þakið og gerðu þar eldana á rjáfrinu en heyi var troðið í glugga alla. En þurr var viðurinn undir og var þar eigi hægt að verja innan úr húsunum. Þá var beitt útgöngu konum og þeim mönnum er eigi voru sakar við. Þá lét Guðmundur brjóta vegginn hjá durunum við staflægjuna og gengu menn þar út, þeir er leyft var, því að þeir voru þar margir er þeir vildu eigi grand gera. Þá gerðist reykur mikill og sáu þeir óglöggt. Þar var sá maður er Þóroddur hét og var kallaður laugarnef. Hann hafði vopn mörg í fangi sér og vildi út bera. En Hákon Þórðarson stóð þar fyrir úti og hjó hann þegar banahögg og miskenndist hann ekki því að þeir höfðu honum ætlað líflát. Þóroddur lést þar fyrstur manna. Þar var inni góður bóndi er Galmur hét og var Grímsson úr Dynhaga. Hann var vin þeirra allra en engis meiri en Kolbeins Tumasonar. Hann gekk að durum og mælti við þá og var þá enn eigi svo sótt af eldi að eigi mundi borgið verða öllu. Hann bauð þeim Guðmundi og Kolbeini að þeir skyldu frá hverfa því sinni og bauð þeim til þess öll fé sín. En hann var vellauðigur maður og átti hið besta bú. Kolbeinn svarar og kveðst mundu gefa Galmi svo mikið fé sem hann vildi til þess að hann gengi út. Galmur svarar: Lengi hafið þér hlegið að því að mér hafi þótt bað gott og eg hafi oft drukkið mikið. Nú mun kostur baðs en ósýnt þykir mér nú hversu um mjöðdrykkjuna fer. Og gekk hann eigi út. Þá mælti Þorfinnur til Guðmundar mágs síns: Það er illa er Ingibjörg dóttir þín er eigi hér inni. Guðmundur svarar: Það er vel þótt hún sé hér eigi en þó mundi það nú fyrir engu standa. Þá hljóp út Halli Nikulásson og var hann mjög kumlaður af hita og lagðist niður í læk er var fyrir durunum. En ætlaður var til áverka við hann Snorri Arnþrúðarson og hann hljóp að og hjó hann þar banahögg í lækinum. Síðan gekk út Tjörvi og var þar til ætlaður Þorvaldur frá Bægisá og lagði Tjörva í gegnum með sverði. Síðan gekk Tjörvi ofan á völlinn og þar að er Guðmundur stóð. Guðmundur mælti og hafði eigi séð er hann fékk áverkann: Gefa skal Tjörva grið, segir hann, og ertu ómaklegur. Tjörvi svarar: Vætka eg of griðin og féll hann þá niður og var örendur. Þá hljóp út Leifur Nikulásson en til áverka við hann var ætlaður Guðmundur Tassason. Leifur var vopnlaus og þrífur hann upp mann þann er Sveinn hét og var Jónsson og hlífði sér með honum. Það sá Hákon Þórðarson og hjó á öxlina og frá alla öxlina ofan og komst hann til kirkju með áverka sinn. Vindur var á of nóttina og þótti þeim við því búið að leggja mundi að kirkjunni eldinn. Þá hét Guðmundur að gefa kú kirkjunni ef hún héldist. Þá féll veðrið í logn og því næst kom gusturinn af kirkjunni og lagði í brott eldinn allan. Þá mátti og hvergi í nánd koma eldinum og kastaði upp úr húsunum svo hátt að hvar fjarri kom niður er húsin tóku að loga. Þá sáu þeir að út kastaði nokkuru í skarðið er á var brotið vegginum og vissu eigi fyrr en hrærðist og spurðu hvað það væri. Hann svarar og segir að Þorfinnur var þar. En til áverka við hann var ætlaður Urða-Steinn en hann varð eigi til búinn því að logaði allt það er á honum var, bæði hár og klæði. Síðan hlaupa þeir til Arnþrúðarsynir Þorsteinn og Snorri og vinna á honum. Þorfinnur mælti að þeir skyldu bæði höggva stórt og mart og kvað eigi mundu þeim óþarfara mann en sig ef hann lifði. Þorfinnur komst í kirkju með áverka sinn og lifði þrjár nætur síðan. Það var mál manna að Þorfinnur mundi eigi lifa þótt hann hefði enga áverka. Svo var hann mjög kostaður af eldi. Þar brann Önundur inni og Galmur. Brennunni var lokið fyrir dagmál. Þeir Þórðarsynir fóru og stönguðu með spjótum allt þar er þeim þótti von að þau fylgsni væru að menn hefðu haldist. Eftir það fóru þeir í brott og höfðu dagverð að Bakka. Og er þeir fóru frá brennunni þá kvað Kolbeinn vísu: Hinn sama dag fór Kolbeinn vestur heim og unnu allir eið áður þeir skildu að hver skyldi annars hefna ef á hluta væri gert of þessa sök. En einn maður skarst undan. Þar var Vermundur frá Móbergi. Hann kvaðst eigi mundu leggja hlut sinn við að hefna hvers illmennis þótt þar væri í för.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.