Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

GDýr ch. 12

Guðmundar saga dýra 12 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (GDýr ch. 12)

Anonymous SturlungaGuðmundar saga dýra
111213

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Eitt sumar var hestaþing í Fljótum að Hamri. Hét hvortveggi Nikulás þeirra er etja skyldu hestunum. Var annar Runólfsson. Hann var félítill og heldur kynsmár. Hann átti þrjá sonu. Hét einn elsti Runólfur, Leifur og Halli. Þeir voru allir fulltíða menn. Annar Nikulás var sonur Skratta-Bjarnar Þorvaldssonar á Griðli. Hann átti vel fé og var í góðra bónda virðingu. Þeir áttu báðir grá hesta að lit. Nú voru hestarnir saman leiddir og beist hvortveggi vel meðan þeir áttu með sér að skipta. Þá þótti Nikulási frá Mjóvafelli ójafnt keyrðir hestarnir og gert að mannvirðing. Hafði hann staf mikinn í hendi og vildi ljósta hest nafna síns. En Nikulás Bjarnarson hljóp undir höggið og kom á hann stafurinn. Hann hjó í höfuð nafna sínum með handöxi og varð það lítill áverki. Þá varð þröng mikil. Þá hjó Runólfur son Nikuláss frá Mjóvafelli millum herða Nikulási Bjarnarsyni og varð allmikið sár. Og skildu við það hestaþingið. Nikulás frá Mjóvafelli hafði lítinn áverka og mælti er hann reið heim: Eigi veit eg hvað eg mundi snúa þá er mér var á léttasta skeiði en höggva í höfuð á sextugum manni og riði sá með bandlaust höfuð í brott. Eftir þetta stökk Runólfur í brott en Nikulás Bjarnarson varð græddur. Hann var náfrændi Kolbeins Tumasonar en þingmaður Guðmundar hins dýra og var sæst á málið. Var það jafnt látið er þeir höfðu við ást nafnar en Runólfur varð héraðsekur og skyldi hvergi vera þar er þeir ættu mannaforráð Guðmundur og Kolbeinn. En of sumarið eftir kom Runólfur sunnan of heiði. Maður hét Böðvar og var Bjarnarson. Hann bjó í Felli í Skagafirði. Böðvar var lítill maður vexti og kurteis og var kallaður lítilskeita. Hann tók við Runólfi og var hann þar um sumarið allt til þess er Kolbeinn Tumason fór að heimboði til Hofs til Gríms Snorrasonar. Þá sendir Kolbeinn orð Böðvari að hann skyldi þangað koma og hann kom. Síðan varð Böðvar að láta Runólf lausan og fór hann þá inn í hérað á bæ þann er Þverá heitir til Dálks Þorgeirssonar og tekur hann vel við honum og var hann þar of veturinn. En um vorið frétti Runólfur Dálk hvað hann skyldi ráðs taka. Dálkur mælti: Far fyrst á fund Kolbeins og bjóð honum bætur fyrir hérvist þína. Nú fór Dálkur við honum og vildi Kolbeinn eigi út ganga. Þá gekk Dálkur inn og beiddi að Kolbeinn skyldi út ganga. Hann kvaðst einn eigi málþarfa við Runólf. Dálkur svarar: Þá muntu þykjast meiri maður fyrir þér en faðir þinn. Með mér var skógarmaður hans um vetur og reið eg í tún hans um vorið með hann og gekk hann út og reið eg með þann sýknan í burt svo sem verða mátti. Kolbeinn svarar: Þykir þér ráð að ganga til fundar við Runólf? Já, segir Dálkur, það þykir mér ráð að hafa af Runólfi, að betra er að hafa en eigi. Nú gekk Kolbeinn út og bauð Runólfur honum stóðhross að þiggja. Kolbeinn mælti: Far fyrst til Guðmundar dýra og bjóð honum hrossin. Þá sendu þeir Kolbeinn og Dálkur mann til Guðmundar með Runólfi að hann skyldi þekkjast bæturnar. Síðan kom Runólfur til Guðmundar og bauð honum að þiggja hrossin en hann þá. Runólfur var þar nokkverjar nætur. Þaðan fór hann ofan í Langahlíð og voru þar komnir bræður hans, Leifur og Halli, til Önundar. Nú sagði Halli að Runólfur hafði gefið hrossin. Önundur tók lítt á hrossagjöf þeirri er hann skyldi þó eigi í frið tekinn greiðlega. En þar kom að Runólfur tók í brott hrossin og gaf Önundi í Langahlíð og tók hann við hvorutveggja, Runólfi og hrossunum og var Runólfur kallaður snúinbrúni. En Guðmundur lét sem hann vissi eigi og þurru mjög metorð hans og þóttu mjög saman ganga um það er til kom og kölluðu menn Önundar að hann sæti á friðstóli uppi í Öxnadal og kváðust þeir mundu hlaða vegg í dalinn fyrir ofan og fyrir neðan og tyrfa yfir síðan og kasa þar metorð Guðmundar. Þá fór Guðmundur aldrei til mannamóta um sumarið og engir hans menn og eigi til leika of veturinn. Hinn fyrsta drottinsdag eftir jól var leikur að Bægisá. Þar bjó sá maður er Þorvaldur hét og var náfrændi Guðmundar. Fóru þeir þangað til leiks Langhlíðingar en ekki kom ofan úr Öxnadal. Þar kom sá maður er Ólafur hét og var kallaður tjörskinn en var vistum með Kolbeini Tumasyni. Hann sat á þverpalli en er lokið var leik sneri hann að Runólfi og hjó á hönd honum svo að hann var einhendur síðan. Þá komst Ólafur fram úr stofunni og eigi út. Þeir Langhlíðingar komust fyrir dyrin og hélt þar maður á manni. Konur urðu þar við riðnar og gátu komið Ólafi í búr og þar út í vindauga en á var úti fjúkrenningur neðan eftir dal. Þá mælti Þorvaldur að létta skyldi þæfu þessi en þeir kváðust þegar létta skyldu ef þeim væri Ólafur fram seldur og sögðust vilja leiða hann fyrir Önund of kveldið og vita hvert víti hann skapaði honum. Þorvaldur kveðst eigi hafa ráð á því að selja Ólaf fram en eigi örvænt ef brátt væri að skyggnst að þeir mundu sjá hann. Þeir kváðust ekki framar beiðast. Þorvaldur kvað þá sjálfa valda ef hann ræki langt undan. Síðan hlaupa þeir út allir og sjá hvar maður hleypur ákaflega og var kominn að Bægisá hinni syðri en Langhlíðingar héldu eftir. Fjúkið tók að vaxa og gerði veður illt og myrkt. Ólafur kom hvergi til byggða í dölum fyrr en til sels Guðmundar er hét að Varmavatni. Hann lagðist þar niður í selið og svaf um stund. Síðan fór hann í brott. Þá komu menn Önundar þar er hann var brottu úr selinu. Svo fór þrisvar um nóttina er hann flýði úr selinu að þeir komu þar hvert sinn er hann var í brottu. Síðan fóru þeir ofan eftir dal og ætluðu að hann mundi farinn suður yfir heiði. En þegar hann sá að lýsti af degi þá fór hann og kom heill heim á Víðimýri. En Langhlíðingar færðu Runólf til Bægisár hinnar syðri. Þar bjó Þorsteinn gullsmiður er átti Sigríði Þjóðólfsdóttur er þar hafði lengi búið og kom Guðmundur því ráði í hendur honum og svo landinu. Þorsteinn tók við Runólfi og batt sár hans. Þá bjó Björn prestur á Yxnahóli Steinmóðsson. Hann átti konu þá er Birna hét og var Guðmundardóttir. Hann gerði skilnað við hana og fékk henni bústað í Efri-Langahlíð. Þau áttu dóttur og hét hún og Birna. Þær voru báðar vænar konur og kurteisar. Þorvaldur frá Bægisá gekk þangað jafnan og talaði við Birnu hina yngri. Hann hafði húskarl þann er Guðmundur hét og var Tassason. Honum þótti og gaman að að tala við hina eldri Birnu og fóru þangað báðir. Það var hálfum mánuði síðar en Runólfur hafði fengið áverkann að þeir gengu enn í Langahlíð og sátu á tali við konurnar sem þeir áttu vanda til. Þar komu um daginn Nikulássynir, Leifur og Halli, og sátu þar inni. En við rökkur kom þar Þorfinnur Önundarson og Tjörvi við honum er bjó að Rauðalæk og var hann lengstum með Önundi. En er þeir komu í stofu spratt Halli upp og hjó til Þorvalds og kom í fangið og varð það svöðusár en þeir Leifur og Tjörvi héldu Guðmundi. Síðan fóru þeir Þorfinnur í brott en Birna hin eldri batt sár Þorvalds. En Guðmundur fór heim. En er Guðmundur dýri spyr þetta fór hann heiman af Bakka og ofan í Langahlíð hina efri og vildi vita ef Þorvaldur væri færandi upp til hans og voru fjórtán saman. Önundur fór og heiman til Bægisár að hitta Runólf þenna sama dag. Þeir Önundur voru fimmtán. Þeir fórust í mót og kenndu hvorir aðra. Hákon Þórðarson var með Guðmundi og mælti: Það er vel er vér finnumst hér og látum nú sverfa til stáls með oss og er eigi víst að færrum mönnum týni til en nú því að skammt mun að bíða. Guðmundur svarar: Eigi er sá liðsmunur sem eg mundi kjósa. Hákon svarar: Slíkan vildi eg helst liðsmun því að nú má allt ganga sem auðið verður um vor viðskipti. Guðmundur svarar: Eigi vil eg vekja láta úr mínum flokk áköst né frumhlaup en taka við sem þriflegast ef þeir gera á oss. En auðsýnt var á Hákoni að hann sparði eigi að vekja. Þeir Önundur námu stað á hæð lítilli en þeir Guðmundur gengu hjá fram og áttu hvorigir við aðra. Síðan fór Guðmundur í Langahlíð og hafði Þorvald heim við sér um kveldið og hittust þeir Önundur ekki. En Þorvaldur varð heill.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.