Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

GDýr ch. 10

Guðmundar saga dýra 10 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (GDýr ch. 10)

Anonymous SturlungaGuðmundar saga dýra
91011

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Í þenna tíma kom út sá maður er geta verður við er Ögmundur hét og var son Þorvarðs Þorgeirssonar. Hann var kallaður sneis. Hann hafði utan verið lengi. Hann kom út í Austfjörðum og var með Teiti mági sínum um veturinn. Þá þóttist Teitur hann ærið lengi hafa haft í lotu. Þá fór Ögmundur í Fnjóskadal til Brands er bjó á Draflastöðum. Hann átti Ingibjörgu dóttur Þorvarðs og var hann með Brandi of veturinn. Þar var kona sú í vist með Brandi er Þuríður hét. Hún var systir Brands. Hún var væn kona og garpur mikill í skapi. Hana lagði Ögmundur í rekkju hjá sér um veturinn og kom það illa við því að hana átti sá maður er Björn hét Hallsson Ásbjarnarsonar er búið hafði á Fornastöðum og höfðu þeir verið fylgdarmenn og vinir Þorvarðs Hallur og synir hans. Þau Ögmundur og Þuríður voru óþokkaleg ásamt því að hvorttveggja var óskapsmaður. Ögmundur gerði Þuríði barn en Björn bóndi hennar var eigi hér á landi. En að vordögum þóttist Brandur hafa fulllengi haft Ögmund með sér. Þá bauð honum til sín Þórður Þórarinsson í Laufási og hafði Þórður verið fylgdarmaður og vin Þorvarðs föður hans. Fór Ögmundur til Þórðar og hafði Ögmundur þar eigi lengi verið áður kallað var að mart væri Það sumar kom út Björn Hallsson og færði Ögmundur honum konu sína og bauð honum sjálfdæmi og sættust að því. Ögmundur var með Þórði þau misseri en að vori fór hann í burt og tók enn Brandur við honum og skyldi Ögmundur eiga þá helming í búi og hafði hann oft komur í Laufás og varð þeim það að sundurþykki hjónum, Þórði og Margrétu, og fór hún austur í fjörðu til Teits bróður síns og var þar. Þá var Hákon Þórðarson í Laufási því að Þórður bað hann þess. Eitt sinn átti Ögmundur för út í Höfðahverfi og lá leið hans of garð í Laufási. Honum fylgdi sá maður er Þorsteinn hét og var Ketilsson og voru tveir saman. En er þeir voru út farnir kvöddu þeir Þórðarsynir húskarla sína með sér og kváðust vilja fara í skóg til viðar. Maður hét Gissur og var Halldórsson, mikill og sterkur, annar Bergur, þriðji Sölvi og var Þóroddsson. Síðan gengu þeir upp til dals á brekku þá er síðan er kölluð Ögmundarbrekka og varð ekki af viðarverki. Þá sagði Hákon þeim deili á, húskörlunum, að hann ætlaði að sitja fyrir Ögmundi og taka hann af lífi og spurði hvert lið þeir mundu veita. Gissur svarar: Eigi mun eg vinna á Ögmundi en dvelja má eg förunaut hans. Bergur þagði en Sölvi læst eigi vera mundu á móti Ögmundi ef hann veitti honum eigi, kvaðst eigi honum eiga verra að launa en þeim. Nú sáu þeir að Ögmundur fór utan. Síðan spretta þeir upp úr sátinni en hinir hlaupa af baki. Gissur tók förunaut Ögmundar og hélt honum og Bergur með honum. En þeir sóttu Ögmund þrír Þórðarsynir. Sölvi sat hjá. Ögmundur varðist vel því að hann var vígfimur og vel við búinn. Þá lagði Dagstyggur til hans undir höndina með spjóti og ætluðu þeir að hann mundi sár til ólífis en það var þó lítið sár því að hann hafði pansara öruggan. Ögmundur var og sár í andliti og blæddi í augun svo að hann mátti eigi vega. Þá sest Ögmundur niður og bað að hann skyldi ná prestsfundi ef þeir vildu hann af lífi taka. Þeir Hildibrandur og Dagstyggur vildu drepa Ögmund en Hákon vildi það eigi. Þá kvaðst Sölvi mundu til fara að veita Ögmundi ef þeir hættu eigi. Þá bauð Hákon að binda sár Ögmundar og ætluðu hann særðan til ólífis en hann vildi það eigi þiggja. Síðan fóru þeir heim. Þórður var úti og spurði hvað þeir hefðu að gert en þeir sögðu áverka við Ögmund og líf og hann vildi prestsfund. Þórður kvað það ekki nema slægð hans og kvaðst mundu hafa gengið milli bols og höfuðs ef hann hefði við verið. Síðan fór prestur heiman þaðan, sá er Erpur hét, og maður við honum. Og er þeir komu þar er fundurinn hafði orðið var Ögmundur í brottu og hafði sár óhægleg en honum fylgdi heill maður og fluttust við það heim á Draflastaði og fór kona sú til að græða Ögmund er Álfheiður hét er átt hafði Hallur Ásbjarnarson af Fornastöðum. Þorvarður Þorgeirsson var þá á Víðimýri með Kolbeini Tumasyni og er hann frá þessi tíðindi þá lét hann söðla sér hest og reið hann það á nótt er hann mátti eigi á dag uns er hann kom á Draflastaði og hafði hann eigi verið snerri en þá. En er Ögmundur varð heill sára sinna þá var lagður sáttarfundur með þeim og sættust þeir að kalla og varð það að engu haldið. Síðan ortust þeir um þetta. Kvað Ögmundur of Dagstygg vísu: Þá kvað Dagstyggur vísu: Þann vetur andaðist Dagstyggur úr sótt. En við það að það entist ekki er þeir höfðu sæst á þá bjó Ögmundur mál á hendur þeim er eftir lifðu og fóru mál til þings. Jón Loftsson veitti Ögmundi að málum og Sæmundur son hans. Var þá enn sæst á og voru ger tólf hundruð til handa Ögmundi en þrjú hundruð til handa Þorsteini fyrir það er hann hafði haldinn verið. Síðan tóku þeir Laufæsingar þann málshátt að þeir sögðu þá er maður hefði haldinn verið: Stattu kyrr, hafa skaltu þrjú hundruð. Guðmundur hinn dýri handsalaði sættina og skyldi goldinn þriðjungur er menn kæmu heim af þingi en annað á Þverárleið í Eyjafirði. Ögmundur kom á fund Guðmundar er menn komu af þingi og galt hann ekki, en til Þverárleiðar kom Ögmundur ekki. Var þar og ekki goldið. Þá nefndi Ögmundur sér votta og sagði í sundur griðum og sættinni allri. Og verður þar nú staðar að nema.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.