Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

GDýr ch. 9

Guðmundar saga dýra 9 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (GDýr ch. 9)

Anonymous SturlungaGuðmundar saga dýra
8910

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Nú hefir fleira orðið senn en einn hlutur og verður þó frá einum senn að segja. Þá varð bónorð í Hörgárdal og bað Þorfinnur konu Önundarson, Ingibjargar dóttur Guðmundar dýra. Hún var laungetin og hét Valdís móðir hennar. Guðmundur taldi henni fullkosta þar sem Þorfinnur var ef það væri að guðs lögum gert. En þar var frændsemi með þeim og kallaði Guðmundur það eigi sitt ráð að gefa hana Þorfinni þar hvorki var til guðs lög né lands. Þeir feðgar mátu svör þessi til svívirðingar og virtu það engis hvað Guðmundur fékk til. Sá skaplöstur sótti Guðmund að hann elskaði konur fleiri en þá er hann átti. Hann átti Arndísi dóttur Páls prests Sölvasonar úr Reykjaholti. Guðmundur átti fjölda þingmanna út um Svarfaðardal og náfrændur og fór hann þannig að heimboði haust og vor. Og eitt vor var það þar að heimboði að honum bar fyrir augu konu þá, er honum leist bæði væn og oflátleg er Þorgerður hét og var Ásbjarnardóttir er kallaður var valfrekur. Hann var bróðir Eyjólfs ofláta. Guðmundur tekur hana og hefir við sér og setur hana niður í Myrkárdal. Það sumar kom skip og komu menn út. Þar kom sá maður er Bergur hét og var Þorsteinsson, annar Illugi og var Jósepsson og var kallaður hallfrekur, þriðji Þormóður Einarsson og voru þar allir sveitarmenn. Þeir Bergur og Illugi fóru til Guðmundar á vist en Þormóður til Hrafnagils til Kleppjárns. En þeir skildust ekki sáttir og sagði Þormóður sér horfið léreft og annan varning og kenndi það Illuga að hann mundi annað tveggja vita eða valda sjálfur ella. Það haust fór Guðmundur enn út í Svarfaðardal. Þar var sá maður er Þorsteinn hét og var Skeggjason. Hann var skrínsmiður og manna hagastur og tók mikið kaup á skammri stundu. Honum varðist þó svo að hann hafði ekki umfram mat og klæði. Hann hafði áður talað við Þorgerði en Guðmundur tók hana til sín. Guðmundur bauð Þorsteini til vistar með sér og þeim manni með honum er Þorsteinn hét er kallaður var Skáld-Steinn. Þeir voru þar allir senn og þeir menn er áður komu út. Þorfinnur Önundarson fór þangað jafnlega og talaði við Ingibjörgu þann vetur. Um vorið reið Illugi til Hrafnagils og hitti Þormóð og spurði hvort hann vildi halda á því er hann hafði mælt um haustið eða vildi hann það aftur mæla. En Þormóður kvaðst það enn ætla sem fyrr. Þá hjó Illugi til Þormóðar af hrossbaki og kom á herðarnar og varð það mikill áverki. Síðan reið Illugi í brott en menn hljópu eftir honum allt til bæjar þess er á Kroppi heitir. Þar voru þeir fyrir Urða-Steinn og annar, Þorsteinn Arnþrúðarson, og höfðu þeir hans þá ekki er eftir fóru. Þormóður varð græddur og aldrei heill. Síðan var sæst á málið og skyldi Illugi bera járn og færast undan illmæli og skyldi Brandur biskup gera skírslu og svo sáttina eftir. Og fór það fram að Illugi bar járn og varð allvel skír. Þormóður fékk litla bót fyrir áverkann því að mikils þótti vert illmælið því að hann hafði aldrei verið við það kenndur hvorki áður né síðan. Illugi fór utan það sumar og kom út of haustið og réðst þá á Möðruvöllu í Hörgárdal. Þar bjó þá Þorgrímur alikarl Vigfússon. Hann átti Guðrúnu Önundardóttur Þorkelssonar og var Illugi með Þorgrími þann vetur. En um vorið kvongaðist Illugi og fékk þeirrar konu er Finna hét og bjó að Hlöðum. Þann vetur voru skip að Gásum og um sumarið var kaupstefna mikil. Þar voru þeir Fornungar og áttu sér einir tjald tengdamenn: Saxólfur Fornason og Höskuldur. Þar var Þórdís, er Saxólfur átti, dóttir Daða Illugasonar úr Skagafirði og Brandur bróðir hennar, er átti Signýju dóttur Guðmundar dýra, og þar var Ingibjörg systir hennar og þar var Guðmundur jafnan er hann var við skip. Þá fór Guðmundur inn í fjörð og er hann var í brottu þá kom Þorfinnur þar um dag í tjald þeirra og sat á tali við Ingibjörgu og gekk hann eigi fyrr í brott en að náttverðarmáli. Og er þeir bjuggust til rekkna þá kom þar Þorfinnur og þeir þrír saman og töluðu við Ingibjörgu og varð þeim það við búðardvöl. Þá mælti Saxólfur: Biðja vil eg þig Þorfinnur attú hefðir eigi hingaðkomur eða náttfarar til tjalds vors meðan Guðmundur er eigi hér en þá munum vér oss öngu af skipta er hann er hér. Þorfinnur svarar: Ekki mein mun þér að komum mínum ef þú vilt þér ekki mein að gera. Þorfinnur reis upp síðan og tók í hönd Ingibjörgu og vildi leiða hana í brottu. Saxólfur seildist til og hnykkti henni aftur í tjaldið. Þorfinnur brá sverði og vildi höggva til Saxólfs og hjó hann í tjaldströnurnar er í milli þeirra voru. Hann hjó í sundur buklarafetil er þar hékk á og féll hann ofan og tók Saxólfur hann og hlífði sér með. En Þorfinnur og förunautar hans hörfuðu út úr tjaldinu og hjuggust þar til um tjaldströnurnar að þeir skeindust báðir Saxólfur og Þorfinnur nokkuð og hvorgi svo að áverki mætti heita og fóru við það í brott. En eftir voru buklarar þeirra þrír og sótti þá Þóroddur prestur og mælti til vel og voru honum í hendur seldir. En annan dag eftir kom Guðmundur til skips og hafði Ingibjörgu heim við sér. Hvorigir lögðu orð í við aðra heldur en ekki hefði í orðið. Á þeirri viku fóru þeir heiman Önundur og Þorfinnur og voru fimmtán saman og riðu upp á Bakka. Guðmundur var heima og fátt annarra manna. Húskarlar voru á verki og unnu langt í brott. Eigi veit eg viðurmæli þeirra en frá erindislokum er að segja. Þá var Ingibjörg föstnuð Þorfinni áður þeir fóru í brott og ákveðin brúðkaupsstefna og svo á fé hvað hann skyldi hafa með henni. Síðan tókust ráð þessi og hafði Guðmundur boð inni. Fór hún þá í brott með Þorfinni og voru samfarar þeirra laglegar. Annað sumar eftir lýsti biskup því að börn þeirra skyldu eigi vera skilgetin. Önundur tók upp bú þess manns er Þórir hét og var Bárðarson. Hann bjó á bæ þeim er heitir í Lönguhlíð og kallaðist Önundur eiga þar mála á landi og var sá ríkismun þeirra að Þórir varð í brott að fara nauðigur. Þá fór Önundur bústað sínum í Lönguhlíð en Þorfinnur bjó á Laugalandi.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.