Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

GDýr ch. 3

Guðmundar saga dýra 3 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (GDýr ch. 3)

Anonymous SturlungaGuðmundar saga dýra
234

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Maður hét Guðmundur og var Þorvaldsson. Hann var kallaður Guðmundur hinn dýri. Hann bjó í Öxnadal á bæ þeim er á Bakka heitir. Hann var bróðir Ásgríms föður Þorvarðs hins auðga og Álfheiðar er átti Gissur Hallsson og Vigdísar er átti Forni Sökkólfsson, er Fornungar eru við kenndir, og var sammæðri við Þórð Þórarinsson að Laufási. Guðmundur hafði goðorð að meðför er átt hafði Ásgrímur bróðir hans og Þorvarður auðgi. Hann var með hvorigum að þessum málum. Hann safnaði sér mönnum, bæði sínum þingmönnum og annarra, og fór við það til vorþings. En er menn komu til vorþings þá var ekki um sættir að leita því að hvorigir vildu né eitt af sínum málum leggja og kölluðust einir allt eiga það er um var deilt. Þeir Þorvarður og Önundur buðu bardaga fyrir sig en engar lögvarnir en Guðmundur gekk svo á milli með flokk sinn að hvorki varð bardagi né saksóknir. En þeir er með sóknir fóru buðu svo búin málin til alþingis er eigi mátti að lögum sækja á vorþingi og sleit við það þinginu. Þá bjuggust menn til alþingis, og fór hvorgi Þorvarður né Önundur og fór Einar Hallsson með goðorð Önundar en Snorri Grímsson með goðorð Þorvarðs. Þeir beiddu þá ekki vernda fyrir sig og kváðust mundu klappa um eftir er mál kæmu heim í hérað. Ólafur Þorsteinsson bauð Kleppjárni hvort hann vildi heldur veita Eyjólfi og fara til þings eða vera heima og gæta héraðs. Kleppjárn fór til þings en Ólafur var heima. En þeir Önundur og Þorvarður sátu í búm sínum of þingið og hlífðu svo setunni og gerðu engum manni til meins. Og er menn komu heim af þingi voru þeir sekir kallaðir Önundur og Þorvarður. Þá höfðu hvorirtveggju setur fjölmennar. Nú dró að féránsdómum og sóttu menn langt til. Þá kom austan úr fjörðum Teitur Oddsson mágur Þorvarðs að veita honum. Þá var kominn til ráða í Skagafjörð Sigurður Ormsson með Þuríði Gissurardóttur er átt hafði Tuma Kolbeinsson en Kolbeinn Tumason var utan farinn og skyldi Sigurður hafa mannaforráð eftir. Guðmundur sendi Sigurði orð að hann fengi honum lið nakkvað. Sigurður fékk honum fjóra tigu manna allvel búna. Þann dag er féránsdómar skyldu vera fór Guðmundur heiman við hálft annað hundrað manna og fór á hálsa millum Hörgárdals og Kræklingahlíðar og mætti þar flokki Eyjólfs. En féránsdómar voru nefndir, annar á Möðruvöllum en annar á Laugalandi og nú fóru þeir Önundur og Þorvarður með flokki sínum á mót flokki Eyjólfs. En er Guðmundur hafði stöðvað flokk Eyjólfs þá sneri hann í mót flokki þeirra Önundar og Þorvarðs og stöðvaði þá. Hann gekk þar í milli því að Eyjólfur kallaði lög til þess að þeir hæðu þar féránsdóma í liði sínu sem þeim var óhætt framast að koma en þeir Önundur og Þorvarður hétu því að þegar skyldi bardagi vera. Þá gengur Guðmundur í millum og sagði að hann mundi þeim í mót er eigi vildi hlýða því er hann mælti. Og varð engi féránsdómur og engi bardagi og fóru menn við það í brott er á leið daginn því að það var mælt í lögum að féránsdómsgögn skyldu fram komin er sól væri í suðri. Og fóru menn svo í brott og í setur hvorirtveggju en þeir menn til héraða er lengst voru að komnir. Þá sátu hvorirtveggju með fjölmenni. Vist var betri að búnaði á Helgastöðum og var þar betra til einhleypinga en fór um tilföng sem verða mátti þá er búið stóðst eigi. En að Eyjólfi var borinn hvalur og egg og var neytt alls þess er ætt var og haft það eitt er Eyjólfur átti. Þá er fættast tóku föng á Helgastöðum þá urðu rán og var ræntur sá maður er Þorgeir hét og var kallaður Hlífarson, hann bjó á þeim bæ er í Nesi heitir, og annar sá er Hallur hét og var Ísleifsson og hann vildu þeir taka sjálfan en hann komst út í glugg einn á húsum sínum og reið í brott þeim hesti er þeir áttu en þeir tóku fé og mat. En er þeir fóru aftur þá áðu þeir í túni á Grenjaðarstöðum og eggjuðu menn ofan úr virkinu því að hvorirtveggju höfðu virki um bæ sinn. Ísleifur Hallsson vildi ofan ganga og berjast við þá og náði eigi fyrir sínum mönnum og fóru þeir Þorvarður og Önundur til Helgastaða með feng sinn. Þá þótti Eyjólfi of liðfátt og fékk eigi menn í nánd sér. Þá fór Ísleifur vestur til Skagafjarðar að afla liðs. Hann bjó í Geldingaholti. Grímur hét maður. Hann bjó að Hofi út á strönd frá Hjaltadal. Hann átti Þórnýju Þorgeirsdóttur systur Þorvarðs. Hann fór á Bakka til Guðmundar hins dýra og þaðan fór Guðmundur við honum og voru fimmtán saman norður til Reykjadals til Helgastaða og Grenjaðarstaða og hitta hvoratveggju og leitast um sættir og sögðu þeim að eigi mundi setan standa mega svo að eigi gerðist rán eða annar ófriður með þeim. Grímur var vitur maður og ráðleitinn og komu þeir Guðmundur sættum á með þeim. Þar fylgdi bónorð og kom Grímur því upp að Klængur son Kleppjárns bað Guðrúnar dóttur Þorvarðs Þorgeirssonar. Það ræðst allt saman, sætt þeirra og þessi ráðahagur. Þar voru engir menn til gerðar teknir. Var þar allt á kveðið. Hvorgir skyldu lönd hafa þau er þeir deildu um en búfé allt var upp eytt. Þeir höfðu lönd feðgar, Klængur og Kleppjárn. Þótti Þorvarði þá bera undir sig með mægðum en þeir inna fé fyrir þeim er lög segðu. Gengu menn til handsala fyrir rán þau er verið höfðu. Eru nú sáttir og rufu nú seturnar og vistuðust menn þá, þeir er þeim höfðu fylgt, og fóru við það í brott og höfðu hvorigir metorð af þessum málum, þeir er um deildu, og hurfu þau til Guðmundar. Og lýkur þar þessum málum áður Ísleifur kemur aftur og þóttist Eyjólfur þá að engu þurfa manna en hverjum þeirra var heitið veturvist er teknir voru frá sumarbjörg sinni. Skildi þá á það bræður Ísleif og Eyjólf. Síðan leysti Ísleifur þá alla af hendi og gekk í hvalgrafir Eyjólfs og reiddi hverjum þeirra þrjár vættir og fóru þeir við það í brott. En ráðahagur sá tókst um haustið og var boð á Möðruvöllum. Fór Guðrún þegar til Hrafnagils með Klængi. Þá var Ásbjörn Hallsson bróðir Eyjólfs staðfestulaus. Hann falaði Helgastaði að þeim feðgum Klængi og Kleppjárni því að þeim varð búið skylft og seldu fyrir því landið Ásbirni. En er Þorvarður frá það þótti honum verr er undir Hallssonu var komið en þeir kölluðust heimilt eiga að selja það fé sitt sem aðra eign sína og fór Ásbjörn búi sínu á Helgastaði. Og hafði Guðmundur hinn dýri mesta virðing af málum þessum.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.