Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

GDýr ch. 1

Guðmundar saga dýra 1 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (GDýr ch. 1)

Anonymous SturlungaGuðmundar saga dýra
12

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

GuðDýr Nú tek eg þar til frásagnar er tvennum fer sögum fram að Guðmundur hét maður. Hann var Eyjólfsson. Hann bjó á Helgastöðum í Reykjardal. Hann var auðigur og vinsæll. Heldur var hann sínkur kallaður. Hann átti son er Teitur hét. Hann var vænn maður og vinsæll. Guðmundur átti bræður tvo, hét annar Halldór en annar Björn. Þeir voru féminni en Guðmundur og voru þó bændur báðir í dalnum. Þar var þá gott bóndaval í dalnum. Þá bjó í Fellsmúla Sigurður Styrkársson lögsögumanns en á Grenjaðarstað Eyjólfur son Halls Hrafnssonar lögmanns Úlfhéðinssonar lögmanns Gunnarssonar lögmanns. Sigríður dóttir Halls Hrafnssonar var móðir Guðlaugar, móður Ketils prests Þorlákssonar, móðurföður Narfasona. En er Teitur óx upp þá var honum ráðs leitað. Bóndi er nefndur Þórólfur. Hann var Sigmundarson. Hann bjó í Eyjafirði á bæ þeim er heitir í Möðrufelli. Hann var dótturson Hafliða Márssonar. Hann var góður bóndi. Kona hans hét Steinunn, dóttir Þorsteins rangláts. Þau áttu þrjá sonu og er þeirra ekki hér getið. Dóttur áttu þau eina er Otkatla hét. Hún var væn kona og kunni sér allt vel. Þeirrar konu var beðið til handa Teiti. Það þótti jafnræði, hann var kynstærri en hún fémeiri en hvorttveggja hið vinsælasta. Nú er hún föstnuð Teiti og fór hún heim til bús þess er þau áttu og tók þegar til búsforráða en áður höfðu ýmsar matseljur verið síðan kona Guðmundar andaðist. Það varð öllum vel að skapi. En eftir það, vonu bráðara, seldi Guðmundur af hendi búið og alla fjárhluti og tóku þau við en Guðmundur ræðst í brott með það er hann þurfti til forlagseyris og réðst til Þverár og gerðist þar munkur. Þar var þá Hallur Hrafnsson ábóti. Brátt sneri fjárhagnum fyrir Teiti er Guðmundur var í brottu. Einn vetur stóðu uppi þrjú skip í Eyjafirði en þá var hallæri mikið. Þá var Kolbeinn Tumason höfðingi í Skagafirði. Það var vilji hans að bændur skyldu eigi taka minni forgift þar í héraði en hann kvað á og lagði fé við. Austmenn vistuðust því ekki þannig vestur um heiði. Teitur Guðmundarson tók við þrem Austmönnum. Hét maður Grímur er kallaður var rauður, Erlingur og Hrafn. Það var þann vetur er bæjarbrunar voru á Möðruvöllum í Eyjafirði og á Bakka í Miðfirði og enn fleiri aðrir. Honum líkaði vel við þá og þótti fýsilegt að fara brott með þeim því að hann hafði ekki áður af landi farið og réðst hann til skips með þeim. Þá fóru og utan fleiri menn. Teitur hét maður úr Gunnarsholti. Hann átti Vilborgu dóttur Gissurar Hallssonar. Og það sumar fór utan Þorgeir son Brands biskups og sá maður er Gunnar hét af Auðkúlu. Annað sumar áður hafði farið Þorvarður Ásgrímsson hinn auðgi. Og um hvern þeirra í sinni sveit þá þótti að engum meiri skaði þeim er eftir var, en engi þeirra kom aftur. Það var þá siðvenja að Brandur biskup fór yfir fjórðung sinn hvert sumar og gisti að annarri hverri kirkju. Þá átti hann að gista á Helgastöðum að búi Teits. Þá hafði Otkatla þar boð inni og bauð þangað frændum sínum og vinum, Þórólfi föður sínum og Ólafi Þorsteinssyni móðurbróður sínum og Eyjólfi Hallssyni er átti Guðrúnu Ólafsdóttur systrungu Otkötlu. Þann dag er biskup sat þar urðu kynlegleikar þeir, þá er konur gengu um beina um dagverð, að Otkatla þóttist sjá Teit bónda sinn sitja milli manna nokkurum sinnum. En er hún hugði að þá sá hún engan honum líkan og mátti hún eigi ganga um beina fyrir því. Og áður menn færu í brott þá heimti Otkatla föður sinn og trúnaðarmenn sína og beiddi að skipta skyldi fé með þeim Teiti bónda hennar. En það þótti kynlegt því að þau unnust vel meðan þau voru ásamt. En er hún sagði þeim þetta þá voru þeir í því ótrauðari. En hún átti að hafa mund sinn og heimanfylgju og var ákveðið hvað hún skyldi hafa í löndum eða lausum aurum. En hún kvaðst hvorki skilja mundu við Teit bónda sinn fjárhlut né samvistu ef hann kæmi til. En það sumar hið sama er skip komu þá var sagt út lát Teits og hafði hann andast um vorið í Noregi. Þau áttu ekki barn og þá tókst umræða hver erfingi Teits var og þótti veiðivefjan mikil. Það var margra manna álit að faðir hans mundi arf eiga að taka eftir hann en bræður Guðmundar, Björn og Halldór, kölluðu að Guðmundur ætti ekki fé að taka né að annast er hann var munkur. Þar gengu menn að sveitum og voru margir hvorirtveggju. Eyjólfur Hallsson á Grenjaðarstöðum lét sýnna að Guðmundur ætti. Eyjólfur átti tvo sonu og vildi fá þeim staðfestu. Hann fór til Þverár og falaði að Guðmundi löndin og erfðina og keypti síðan litlu betur en hálfvirði og skyldi sjálfur ábyrgjast hvort lög bæru. En þeim bræðrum Guðmundar þótti sín eign og unnu Eyjólfi illa að njóta en þeir mjög féþurfa. Eyjólfur keypti féið milli jóla og föstu en þeir fóru í páskaviku inn í Eyjafjörð til Hörgárdals til fundar við goðorðsmenn sína. Annar þeirra var í þingi með Þorvarði Þorgeirssyni, hann bjó á Möðruvöllum í Hörgárdal, en annar með Önundi Þorkelssyni á Laugalandi, og báru fyrir þá sín vandræði og báðu þá ásjá. Og þar kom að hvor handsalaði sínum goðorðsmanni heimting fjárins, hvergi er þeirra hlutur verður af sjálfra, og fóru við það í brott. Og spurðust þessi tíðindi. En um vorið eftir páska skipar Otkatla lönd sín og tók þá til þess fjárskiptis er verið hafði um sumarið og síðan fór hún af Helgastöðum með allt sitt og inn til Möðrufells til föður síns og er úr þessi sögu.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.