Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

PGG ch. 24

Prestssaga Guðmundar góða 24 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (PGG ch. 24)

Anonymous SturlungaPrestssaga Guðmundar góða
232425

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Um daginn eftir fer Guðmundur prestur til Hofs til Teits Oddssonar. Þar var þá vistum Halldór prestur Hallvarðsson. Þá ræðst Guðmundur prestur við Halldór prest ef nokkur von væri að hann vildi leysa hann undan þessum vanda og ganga sjálfur undir. En hann taldist undan og kvaðst mjög aldri farinn og þó að öðru eigi til felldur og kvaðst vita þykjast að honum mundi eigi tjá undan að mælast: Mun það bæði guðs vilji og manna að þú sért biskup. En eg vil beina til með þér bænum mínum og öllu því er eg má þér til fulltings. Þaðan fer hann norður til Öxarfjarðar um Möðrudalsheiði og kemur veður á fyrir þeim mikið og hart og kafahríð og skilst lið þeirra þar til er Guðmundur prestur raknar við að þeir mundu eigi rétt fara. Hann kom fyrstur til byggða og með honum djáknar tveir, Sturla Bárðarson og Lambkár Þorgilsson, en aðrir komu miklu síðar. Nú fara þeir norðan og koma á Grenjaðarstaði. Þar bjó þá Eyjólfur Hallsson. Þá talar Guðmundur prestur um við Eyjólf ef hann vildi ganga undir og verða biskup en hann kvað ekki um það að leitast, kvað Skagfirðinga og Eyfirðinga engan annan vilja en Guðmund. Nú fara þeir norður og koma á Háls að Mikjálsmessu til Ögmundar Þorvarðssonar. Spyr Ögmundur hvort það sé satt að hann teljist undan að vera biskup. Hann kvað það satt vera. Hví sætir það? segir Ögmundur. Hann svarar: Því að mér þykir vandi mikill fylgja að eiga við marga menn óhlýðna og öfundarfulla og ríka. Eða muntu frændi vera oss hlýðinn ef vér vöndum um ráðið þitt? Ögmundur svarar: Hvers vandræði skaltu heldur ábyrgjast en mín? En svo sem eg er þér óhlýðinn þá mun eg öllum öðrum óhlýðnari og öngum mun stoða öðrum um að vanda. Og mun þér ekki stoða undan að mælast því að þér mun fara sem Ambrósíusi biskupi því að þér spáðu barnleikar fyrir sem honum að þú mundir biskup verða. Nú tjáði honum eigi undan að teljast enda mun þér svo og viljum vér öngan annan biskup en þig. Nú fer Guðmundur prestur vestur heim á Víðimýri að veturnóttum og urðu honum allir menn fegnir og hans heimkomu.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.