Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

PGG ch. 22

Prestssaga Guðmundar góða 22 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (PGG ch. 22)

Anonymous SturlungaPrestssaga Guðmundar góða
212223

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Sá atburður varð þar að Sigurður bað Guðmund prest gefa sér helga dóma og svo gerði hann. Og er hann gaf honum af beini Jóns biskups þá ræddi um prestur sá er Steinn hét, kvaðst eigi þykja vel litt beinið og óheilaglegt. En Guðmundur prestur svarar mjúklega hvort hann tryði Martein biskup að óhelgara að bein hans væru dökk eða hvort honum þætti Þorlákur biskup heilagur eða eigi. Steinn prestur svarar og kveðst Jón biskup eigi þykja taka hærra en í miðjar síður Þorláki biskupi. Guðmundur prestur mælti þá: Biðjum vér nú öll guð og hinn helga Jón biskup að hann sýni sinn heilagleik í nokkuru tákni að svefja ótrú Steins prests. Þá féllu allir menn á kné með Guðmundi presti en eftir það lét hann alla menn kyssa á beinið. Þá kenndu allir svo mikinn ilm af beininu sem af hinu sætasta reykelsi nema Steinn prestur, hann kenndi engan ilm. Þá skammaðist Steinn ótrú sinnar og orða og sá þá reiði guðs og Jóns biskups við sig er hann var nú ger fráskila þessi dýrð og bað þá guð og hinn heilaga Jón biskup með tárum sér fyrirgefningar. Þá bauð Guðmundur prestur að gefa Steini presti af beininu Jóns biskups ef hann vildi dýrka hann af öllu hjarta. En hann kveðst vilja feginn og var hræddur um hvort Jón biskup mundi vilja þiggja dýrkan hans. Þá mælti Guðmundur prestur að allir skyldu biðja að hinn helgi Jón biskup sýndi Steini presti fyrirgefning orða sinna. En er Steinn tók við beininu kenndi hann ilm slíkan sem aðrir. Þá þökkuðu allir guði og hinum helga Jóni biskupi. Var þá hringt öllum klukkum og sunginn Te deum og lýst svo þessi jartein. Sá atburður varð enn þar að hlaup kom í á þá er þar fellur við bæinn og braut akra og tún svo að stórum sköðum sætti. Þá bað Sigurður Guðmund prest fara til og syngja yfir ánni. Hann fór með helga dóma sína og klerka og söng lengi yfir ánni. En of myrgininn eftir var hún horfin úr þeim farveg og hafði brotið sér nýjan farveg austur um sandana. Kerling ein lá þar að Svínafelli og svo komin að bana að hún hafði þá sjö nætur mállaus verið og engum mat bergt og ekki hrært á sér nema framanverða fingur og tær en þó skildist eigi önd við hana. En þá hafði henni veitt verið öll þjónusta. Hún var góðmenni. En er Guðmundur prestur var í brott búinn frá Svínafelli og var kominn til hests síns þá mælti hann: Það er satt, segir hann, að eg hefi eigi kyssta kerlingu sæla inni, hina sjúku. Það skal eigi vera þó. Þá gengur hann inn og alþýða manna við honum. Hann kemur í stofu og að þar er kerlingin liggur og þó var hún þá nær andláti. Hann kyssti hana og mælti: Vertu nú heil og sæl kerling mín. Og muntu nú fara til guðs og berðu kveðju mína Maríu móður guðs og Mikjáli yfirengli, Jóhanni baptista, Pétri og Páli, Ólafi konungi og einkum Ambrósíusi vin mínum. Þá svarar kerling svo hátt að jafngerla heyrðu þeir fyrir framan voru stofuna. Já, kvað kerlingin. Það orð mælti hún síðast. Þá var miðdegi en hún andaðist að nóni þann sama dag.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.