Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

PGG ch. 9

Prestssaga Guðmundar góða 9 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (PGG ch. 9)

Anonymous SturlungaPrestssaga Guðmundar góða
8910

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Nú stefnir Guðmundur Koll-Oddi og sækir hann til sektar. Og er hann er sekur orðinn þá tekur við honum Jón Húnröðarson. Guðmundur fer af þingi vestur í Saurbæ að heyja féránsdóma á Staðarhóli eftir Odd. Þaðan fer hann á Breiðabólstað að finna Jón frænda sinn og er þar kynnisvist. Hann fer þaðan og kemur í Hvamm að beiða Sturlu mág sinn að leita eftir skógarmanni sínum. En það var þar tíðinda að Sturla lá í banasótt sinni og lifði tvær nætur þaðan frá er Guðmundur kom þannig. Og bíður hann þar til er Sturla var grafinn og var þá farið það traust er þar var von en kapp hans var eigi farið. Og leitaðist hann þá um hug sér hvert hann skyldi leita til framgöngu síns máls, þess er honum yrði eigi að svívirðu, er hann hafði mann sekan gert enda legði hann eigi á sig ábyrgð að hann týndi í því vígslum sínum og kennimannsskap. Og gefur sá honum ráðið er honum veitti, er almáttigur guð er, og snýr honum því í skap að heita á almáttkan guð og heitir hann því að gefa það fé allt guði er hann tekur á sektum Odds og yrði sæst á það mál svo að honum yrði eigi að sáluháska. Nú er þar komið þessi sögu sem frá var horfið Heiðarvígs sögu og hafa þær lengi jafnfram gengið. Þessi misseri urðu Bæjar-Högna mál er hann gifti Snjólaugu dóttur sína Þórði Böðvarssyni með tveföldum meinum. Þann ráðahag bannaði Þorlákur biskup hinn helgi með svo miklu guðs trausti að hann gekk til Lögbergs með klerkasveit sína og lætur vinna eiða að sá ráðahagur var í móti guðs lögum. Þá nefnir hann votta að og segir í sundur ráðahagnum og forboðar þá alla er ráðið höfðu þessu. Þetta sumar týndust fimm hafskip og var kallað ófarasumar. Þessi misseri átti Sverrir konungur orustu á Íluvöllum. Nú hefir Guðmundur tuttugu og tvo vetur. Eftir andlát Sturlu fór Guðmundur til Þingeyra. Þá var þar fyrir Þorgrímur alikarl, vinur hans og fóstbróðir. Hann biður Guðmund fara með sér til hestaþings vestur til Vatnsenda í Vesturhóp. En hann svarar: Eg veit eigi hve vel það hæfir því að þar munu koma þeir menn er mér er lítið um, Oddur skógarmaður minn og þeir er halda. En mér er það skapraun að sjá þá. En þó skal eg fara ef þú vilt og mun guð gæta. Þeir fara nú og eru á mannamóti. Þar kemur Jón Húnröðarson með mikla ræingasveit og glens mikið. Þar var Oddur hinn seki. Þar kemur og Þórður Ívarsson frá Þorkelshvoli og við honum fjölmenni mikið. Þar kom Bjarni Hallason og margir Miðfirðingar með honum. Þá skilur á Koll-Odd og Húnröð, systurson Jóns, og hlaupast að móti og heggur Húnröður til Odds og verður hann sár á hendi. Þá varð Jón óður við og vill vinna á Húnröði frænda sínum. Þá verður þröng mikil og höggur Húnröður þá annað sinn til Odds og verður að mishöggum son Jóns er Eyjólfur hét og fékk þar bana. Og þar vann Jón á húskarli Þórðar Ívarssonar er Þóroddur hét. Mart annarra manna varð þar sárt. Nú fór Guðmundur við það af mannamóti að guð hefndi óvinum hans og lét Jón þar son sinn fyrir Odds sakir en Oddur varð sár mjög og hlutust þessi vandræði öll af Oddi. En guð gætti svo Guðmundar að hann hafði til þessa hvorki lagt orð né verk. Hann fer síðan norður til Staðar til Þorgeirs biskupssonar og er með honum um veturinn í góðu yfirlæti svo að hann vottaði því síðan að honum hefði engi maður óskyldur jafngóður þótt sem Þorgeir. Um vorið eftir voru búin mál á hendur Jóni Húnröðarsyni af Þórði Ívarssyni um áverka og verður Jón sekur um sumarið. En að málum veita þeir Þórði Brandur biskup og Þorgeir son hans og frændur þeirra og vinir og fjölmenna þeir norðan til féránsdóma og urðu þær málalyktir að lagið var í gerð Brands biskups. En Þorgeir biskupsson kvað það skyldu fyrir sættum standa ef eigi fylgdu þar málin Guðmundar og sekt Koll-Odds og bjargir og sýndi svo mikla ást og einurð við hann í þessu máli að engi kostur var sætta ellar. Og var þá sæst á það mál undir dóm biskups og Þorgeirs. Á þessum misserum var það til tíðinda að þá féll Magnús konungur í Sogni Erlingsson og þá andaðist Tumi Kolbeinsson. Þá brann bærinn á Möðruvöllum og á Bakka í Miðfirði. Þá hafði Guðmundur þrjá og tuttugu vetur. Þetta sumar fór Guðmundur Arason til alþingis og þaðan suður á Nes, til Magnúss Ámundasonar og Þorfinns er síðan var ábóti, að heimboðum og með honum Gellir prestur Höskuldsson og var hann því eigi staddur við sáttarfundinn að Ásgeirsá. Þaðan fer hann norður til Staðar til Þorgeirs og er þar þau misseri og Ingimundur prestur fóstri hans. Um vorið eftir bregður Þorgeir búi sínu og ræðst til utanferðar í Eyjafirði. Það skip átti Ögmundur rafakollur. Hann var faðir Helga er síðan var biskup á Grænlandi. Þar fer til skips við honum Þórólfur prestur Snorrason, Þorsteinn og Ketill Eiríkssynir og mart annað íslenskra manna. Það sumar fór og utan í Eyjafirði á öðru skipi Karl ábóti og Ingimundur prestur Þorgeirsson og Ögmundur Þorvarðsson og mart annarra íslenskra manna. Þá átti bú á Stað sá maður er Hesthöfði hét Gunnarsson og Sigríðar Sæmundardóttur, systur Brands biskups. Þenna vetur andaðist Einar Þorgilsson á Staðarhóli og þá hófust Kuflungar, týndist Einar káti og mart góðra drengja við honum allrahelgramessudag. Og þann vetur hljóp skriða austur í Geitdal og týndust átján menn. Og hefir Guðmundur nú fjóra vetur og tuttugu.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.