Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

PGG ch. 3

Prestssaga Guðmundar góða 3 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (PGG ch. 3)

Anonymous SturlungaPrestssaga Guðmundar góða
234

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Nú tek eg þar til frásagnar er Guðmundur son Ara var fæddur að Grjótá. Það var á einum misserum og fall Inga konungs og það er brenndur var bær Sturlu í Hvammi. Þá var Björn biskup að Hólum en Klængur biskup í Skálaholti, vígður Eysteinn erkibiskup einum vetri áður. Þá var liðið frá burð vors herra. Annað sumar eftir fór Björn biskup norður til Þverár að vígja til ábóta Björn bróður sinn og í þeirri för biskupaði hann Guðmund Arason á Möðruvöllum og var það um vorið eftir páska. Það sumar ætlaði Björn biskup að ríða til þings en þá tók hann sótt og mátti eigi til þings komast. Hann stefnir nú að sér frændum sínum og vinum og skipar svo til sem hann ætti skammt eftir sem síðar kom fram. Hann gefur hundrað hundraða af staðnum til Munka-Þverár og sýndi það tvennt í því að hann þóttist verið hafa of óveitull af staðarfjánum en trúði það mesta styrkinn kristninnar að styrkja munklífin, og handsalaði Brandi frænda sínum til heimtu er næst var biskup eftir hann. En það var forsjálegt að handsala þeim er sjálfur hlaut að gjalda. En síðan fer hann heim til Hóla og liggur allt sumarið og andast of haustið fyrir Kolnismeyjamessu. Þá bauð Þorgeir Hallason heim til fósturs Guðmundi Arasyni og var sá annar vetur aldurs hans. Og þau misseri féll Hákon konungur herðibreiður undir Sekk en hófst Magnús konungur. Þau misseri andaðist Ásgrímur ábóti og Þorvarður auðgi og þau misseri börðust menn að réttum í Flóa suður og þá var vígður Hrói biskup til Færeyja. Hin þriðju misseri kom út Ari Þorgeirsson og það sumar var lögréttubardagi sem fyrr var ritað. Það sumar var kosinn til biskups Brandur Sæmundarson og fór hann út. Fjórðu misseri fjölmenntu þeir mjög til þings Þorgeirssynir, Þorvarður og Ari. Hann hafði Austmenn marga í flokki með sér, nær þrjá tigu, og var það kallað skjaldasumar. Þá mæltu þeir eftir áverka við Þorvarð við Vatnsfirðinga og lauk svo að sá varð sekur er á vann. En Vatnsfirðingar seldu Þorvarði sjálfdæmi, Páll og Snorri, en Þorkell Flosason, er sekur var ger of sumarið, færði Þorvarði höfuð sitt skírdagsaftan. En hann bað hann fara í friði hvert er hann vildi og gaf honum hest eftir páskaviku og skyldi hann þess njóta er hann kom á þeim tíðum. Hin fimmtu misseri kom Brandur biskup út og urðu landsskjálftar miklir í Grímsnesi og fórust átján menn. Þá var Karlshríð Gregoríusmessu. Hin séttu misseri féll Ari Þorgeirsson og þá kom blóð Krists í Niðarós og þann vetur andaðist Jón Sigmundarson hinn fyrri, Hreinn ábóti vígður.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.