Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Sts ch. 29

Sturlu saga 29 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (Sts ch. 29)

Anonymous SturlungaSturlu saga
282930

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Þenna tíma bjuggu þeir í Vatnsfirði bræður Snorri og Páll, synir Þórðar Þorvaldssonar og Sigríðar dóttur Hafliða Márssonar og Rannveigar Teitsdóttur Ísleifssonar biskups. Þeir bræður voru hinir mestu höfðingjar. Páll var allra manna vænstur og gervilegastur en Snorri var lítill maður og vænn og forvitri og skörungur mikill. Þá bjó að Helgafelli Ólafur prestur Sölvason bróðir Páls prests í Reykjaholti. Þar var á vist göfugur kennimaður Runólfur prestur Dálksson Þorsteinssonar, bróðurson Ketils biskups. Hann var hinn mesti klerkur. Hans dóttir var Hallgerður er átti Ólafur prestur. Hún var kvenna vænst og merkilegust og mestur skörungur að öllu. Það er sagt að Páll tók að máli við Snorra bróður sinn og kveðst vilja fara suður til Helgafells og taka brott Hallgerði og kveðst vilja þar til hafa hans liðsinni. Snorri sagði það illa sama að gera slíkt við göfga kennimenn og lét að hann ætti þá menn í nánd sér að eigi mundu slíkt vel þola. Páll kveðst á það vilja hætta. Síðan fóru þeir eigi allfáir suður yfir heiði og yfir Breiðafjörð og komu um nátt til Helgafells og gengu þegar inn í skálann og var Hallgerður tekin upp úr hvílu sinni og borin út en Ólafi var haldið og Runólfi presti. Hann var mikill og sterkur. Þá var þar að Helgafelli Jórunn Hafliðadóttir móðursystir þeirra Vatnsfirðinga. Hana hafði átta Brandur Gellisson er búið hafði að Helgafelli. Síðan fóru Vatnsfirðingar brott. Þetta fréttist víða og þótti mönnum sýndur í slíku mikill ósómi. Og of sumarið er menn komu til alþingis þá var að sóttur Jón Loftsson þessum málum. Hann var allmikill vin þeirra bræðra Páls og Ólafs en frændi Runólfs og þeirra Möðruvellinga. Dóttir Eyjólfs hins halta var Þórey móðir Sæmundar, föður Lofts, föður Jóns. Runólfur prestur var son Dálks Þorsteinssonar Eyjólfssonar. Þeir Vatnsfirðingar voru og á þingi og svo Hallgerður. Voru þá sem mestar virðingar hans og var þangað skotið öllum stórmælum sem hann var. Þeir Páll og Runólfur og Ólafur sögðu Jóni hver ósæmd þeim var ger og báðu hann liðs. Hann svarar og kvað víst í slíku sýnast mikinn ósóma og ágang. Hann bað þangað kalla Hallgerði og svo var gert og tóku þau Jón tal með sér og tjáði hann fyrir henni hversu illa samdi og bað hana leggja hug sinn frá þessu óráði. Hefir með oss, segir hann, lengi vel verið og vildi eg að þú semdir við bónda þinn. En þótt þér þyki mannamunur þá er þó miklu meiri munur um ábyrgð þá er á er og mun þetta ráð illa út seljast og samir þér betur að þú ráðir þig frá sjálfviljandi en nauðskilnaður verði því að eigi mun þér lengi nytja af auðið. En ekki mun að sinni þröngva þér of þetta en segi eg þér hvað á mun liggja. En ef þú virðir orð mín og ferð heim með bónda þínum að þínum vilja þá skal það fram ganga. En því mun eg þér heita ef þú þarft nokkverju sinni mína ásjá að eg skal þér heill til liðveislu ef þú gerir nú eftir mínum vilja. En ef þú vilt þetta eigi þá mun eg þér aldrei veita. Hallgerður svarar: Það mun eg kjósa að þú sért mér í vinar húsi. Síðan lagði Jón til að Ólafur prestur tæki við konu sinni og var síðan sæst á málið. Og litlu síðar dreymdi Pál Þórðarson, hann þóttist vera í skykktum línkyrtli. Og eftir það drukknaði hann á Ísafirði og nokkurir menn við honum og var þá svo ráðinn draumurinn að línkyrtill sá væri bárur stórar og ljósar er að honum gengju. Eftir það tók Snorri bróðir hans mannvirðing í Vatnsfirði og voru hans synir Hafliði, Þórður og Þorvaldur og Bárður. Valgerður hét dóttir Hallgerðar. Hana nam Sveinn Sturluson í Hvamm og gerðust þar af miklar ósættir. Þá sótti Hallgerður Jón að málinu og kveðst þá vilja taka til þess er hann hafði henni heitið. Hann kvað það heimult vera og síðan sendir hann vestur Sæmund son sinn og nokkverja menn með honum. Þeir fóru vestur til Borgarfjarðar og komu þar til liðs við þá Þorleifur beiskaldi og Einar Þorgilsson og fóru stefnuför í Hvamm. Þá mælti Sturla er hann kenndi mennina: Er Sæmundur þar? segir hann. Eg þykist hér vera, segir Sæmundur. Sturla mælti: Miklu muntu vera maður vitrari en eigi munir þú vita hvort þú ert eða aðrir menn. Síðan stefndu þeir Sveini Sturlusyni og koma þessi mál öll undir Jón Loftsson á þingi og réð einn sem hann vildi og skipaði svo að flestum líkaði vel.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.